1901

Ísafold, 20. júlí, 1901, 28. árg., 49. tbl., bls 195:

Brúarmálin og eftirgjöf láns.
Að níða náungann.
Ritstjóra Þjóðólfs hefur í dag þóknast að kasta að mér fáeinum orðum, eins og oftar.
Sakir kjósenda minna og þess annars, að framkoma hans í þessu máli er mun óheppilegri en búist var við, jafnvel af honum, tel ég mér skylt að svara ritstjóranum fáeinum orðum, enda þótt ég hingað til hef gengið fram hjá hnútum blaðsins í minn garð með algerri fyrirlitningu.
Samkvæmt áskorun úr Árnes- og Rangárvallasýslum bárum vér þingmenn þeirra upp frumvarp um að létta kostnaði við gæslu Ölfus og Þjórsárbrúa af sýslunum og leggja hann á landssjóð. Nefnd var kosin í málið og öðlaðist ritstjórinn ekki þá virðingu að komast í hana. Þetta sárnaði honum í meira lagi, og til þess að svala reiði sinni lýsir hann því við framhald 1. umræðu yfir, að hann geti vel fallið frá þessu frumvarpi, sem hafði að geyma þá kröfuna, er helst hafði fylgi í þingdeildinni. Rétt á eftir veltir hann sér með þeim fítonsanda yfir þingmann Rvíkinga, að það – eins og einn orðheppinn þingmaður komst að orði – talaði á honum hver tuska, fyrir þá ofurmeinhægu athugasemd, að hann (Tr.G.) gæti ekki gefið þessu frumvarpi atkvæði sitt, en vildi í þess stað styðja verkleg framfarafyrirtæki Árnesinga.
Mér gat ekki annað en sárnað þessi framkoma þingmannsins, gat þess með hægð, að mig hefði furðað á, að hann skyldi hlaupa undan merkjum í fyrsta áhugamáli kjósenda sinna, um leið og ég benti á, að við misjöfnu hefði mátt búast við af honum, þar sem hans fyrsta verk á þingi hefði verið að berjast fyrir launahækkun eins sýslumanns, þvert ofan í allt talið í Þjóðólfi um þá hálaunuðu.
Úr því ég á annað borð tók mér penna í hönd, virðist mér rétt að geta þess til leiðbeiningar fyrir kjósendur ritstjórans, að það er nú komið á daginn, að ræður hans í þessu máli verða allt öðruvísi í þingtíðindum en í þingsalnum, og er því lítið mark á þeim að taka.
Það er alls ekki meining mín með þessum orðum að kasta rýrð á 1. þingmann Árnesinga og er mér ljúft að viðurkenna að hann gerir allt fyrir kjördæmi sitt, sem hann með sinni skynsemi orkar; en vinsamleg bending mín er það til hans, að annaðhvort er fyrir hann að hafa sig minna frammi, eða fara að eins og góðu börnin og spyrja hana mömmu sína um, hvað hann eigi að segja.
18. júlí 1901
Magnús Torfason


Ísafold, 20. júlí, 1901, 28. árg., 49. tbl., bls 195:

Brúarmálin og eftirgjöf láns.
Að níða náungann.
Ritstjóra Þjóðólfs hefur í dag þóknast að kasta að mér fáeinum orðum, eins og oftar.
Sakir kjósenda minna og þess annars, að framkoma hans í þessu máli er mun óheppilegri en búist var við, jafnvel af honum, tel ég mér skylt að svara ritstjóranum fáeinum orðum, enda þótt ég hingað til hef gengið fram hjá hnútum blaðsins í minn garð með algerri fyrirlitningu.
Samkvæmt áskorun úr Árnes- og Rangárvallasýslum bárum vér þingmenn þeirra upp frumvarp um að létta kostnaði við gæslu Ölfus og Þjórsárbrúa af sýslunum og leggja hann á landssjóð. Nefnd var kosin í málið og öðlaðist ritstjórinn ekki þá virðingu að komast í hana. Þetta sárnaði honum í meira lagi, og til þess að svala reiði sinni lýsir hann því við framhald 1. umræðu yfir, að hann geti vel fallið frá þessu frumvarpi, sem hafði að geyma þá kröfuna, er helst hafði fylgi í þingdeildinni. Rétt á eftir veltir hann sér með þeim fítonsanda yfir þingmann Rvíkinga, að það – eins og einn orðheppinn þingmaður komst að orði – talaði á honum hver tuska, fyrir þá ofurmeinhægu athugasemd, að hann (Tr.G.) gæti ekki gefið þessu frumvarpi atkvæði sitt, en vildi í þess stað styðja verkleg framfarafyrirtæki Árnesinga.
Mér gat ekki annað en sárnað þessi framkoma þingmannsins, gat þess með hægð, að mig hefði furðað á, að hann skyldi hlaupa undan merkjum í fyrsta áhugamáli kjósenda sinna, um leið og ég benti á, að við misjöfnu hefði mátt búast við af honum, þar sem hans fyrsta verk á þingi hefði verið að berjast fyrir launahækkun eins sýslumanns, þvert ofan í allt talið í Þjóðólfi um þá hálaunuðu.
Úr því ég á annað borð tók mér penna í hönd, virðist mér rétt að geta þess til leiðbeiningar fyrir kjósendur ritstjórans, að það er nú komið á daginn, að ræður hans í þessu máli verða allt öðruvísi í þingtíðindum en í þingsalnum, og er því lítið mark á þeim að taka.
Það er alls ekki meining mín með þessum orðum að kasta rýrð á 1. þingmann Árnesinga og er mér ljúft að viðurkenna að hann gerir allt fyrir kjördæmi sitt, sem hann með sinni skynsemi orkar; en vinsamleg bending mín er það til hans, að annaðhvort er fyrir hann að hafa sig minna frammi, eða fara að eins og góðu börnin og spyrja hana mömmu sína um, hvað hann eigi að segja.
18. júlí 1901
Magnús Torfason