1901

Ísafold, 24. júlí, 1901, 28. árg., 50. tbl., forsíða:

Lagarfljótsbrúin.
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hefur látið hætta við lagningu hennar. Staurarnir reyndust allir of stuttir, þurftu að rekast miklu lengra niður en Barth, norski verkfræðingurinn, hafði sagt fyrir um, og lengd þeirra ekki svo mikil, að unnt sé að reka þá nógu langt. Búið var að reka niður um helming þeirra og allt það verk verður sjálfsagt ónýtt og staurarnir með. Auk þess eru áhöldin, sem notuð eru, ekki svo að unnt sé að reka niður með þeim nógu langa staura. Enn fremur höfðu smiðirnir verið í einhverjum vafa um, hvar ætti að leggja brúna og kenna það ónákvæmum uppdráttum Barths. Smiðirnir voru komnir til Eskifjarðar, þegar síðast fréttist, áleiðis til Kaupmannahafnar.


Ísafold, 24. júlí, 1901, 28. árg., 50. tbl., forsíða:

Lagarfljótsbrúin.
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hefur látið hætta við lagningu hennar. Staurarnir reyndust allir of stuttir, þurftu að rekast miklu lengra niður en Barth, norski verkfræðingurinn, hafði sagt fyrir um, og lengd þeirra ekki svo mikil, að unnt sé að reka þá nógu langt. Búið var að reka niður um helming þeirra og allt það verk verður sjálfsagt ónýtt og staurarnir með. Auk þess eru áhöldin, sem notuð eru, ekki svo að unnt sé að reka niður með þeim nógu langa staura. Enn fremur höfðu smiðirnir verið í einhverjum vafa um, hvar ætti að leggja brúna og kenna það ónákvæmum uppdráttum Barths. Smiðirnir voru komnir til Eskifjarðar, þegar síðast fréttist, áleiðis til Kaupmannahafnar.