1901

Ísafold, 24. júlí, 1901, 28. árg., 50. tbl., bls 198:

Svifferjan
á Lagarfljóti hjá Steinsvaði, sem landssjóður lætur gera, er í jafn góðum höndum sem Lagarfljótsbrúin, enda hefur sama félag í Khöfn tekið hana að sér. Við hana hefur líka orðið að hætta á þessu sumri. Treyst hafði verið á, að þar væri nóg grjót við hendina, en svo var ekki, nema þá að steinninn sé steyptur, sem þykir of dýrt, og illkleift eða ókleift að flytja að grjót nema í akfæri á vetrum.


Ísafold, 24. júlí, 1901, 28. árg., 50. tbl., bls 198:

Svifferjan
á Lagarfljóti hjá Steinsvaði, sem landssjóður lætur gera, er í jafn góðum höndum sem Lagarfljótsbrúin, enda hefur sama félag í Khöfn tekið hana að sér. Við hana hefur líka orðið að hætta á þessu sumri. Treyst hafði verið á, að þar væri nóg grjót við hendina, en svo var ekki, nema þá að steinninn sé steyptur, sem þykir of dýrt, og illkleift eða ókleift að flytja að grjót nema í akfæri á vetrum.