1901

Ísafold, 28. ágúst, 1901, 28. árg., 60. tbl., bls 239:

Fjárlögin.
Rúm 1 1/2 millj. eru tekjurnar áætlaðar um næsta fjárhagstímabil, árin 1902 og 1903, í fjárlögum þeim er hið nýafstaðna þing hefur samþykkt og afgreitt. En útgjöld rúmlega 130 þús. kr. meiri. Sá halli gengur á viðlagasjóð.
Hér verða taldar ýmsar fjárveitingar, nýjar, eða þá svo merkilegar, að almenningi þykir fróðleikur í.
Flutningabrautir. Til þeirra, akvega samkvæmt vegalögum frá 1894, eru ætlaðar alls 48 þús. kr. um fjárhagstímabilið, og því fé skipt þannig niður:
fram Eyjafjörð 12 þús.
um Fagradal 6 þús.
upp Borgarfjörð 6 þús.
til viðhalds flutningsbrauta 24 þús.
Þjóðvegir. Þá eru ætlaðar til þjóðvega, annarra en flutningabrauta, samtals 92 þús. kr., er skiptast þannig:
a) framhald Mýrarvegarins frá Urriðaá að Hítará 20 þús.
b) vegur við Stykkishólm 5 þús.
c) vegagerð á Hrútafjarðarhálsi 10 þús.
d) vegagerð á Fjarðarheiði (N-Múl) 6 þús.
e) vegagerð á Mýrum í Austurskaftafs. 3 þús.
f) vegagerð í Hrútafirði 2 þús.
g) brú á Skaftá (gegn 1000 kr. frá sýslunni) 7 þús.
h) vegabætur og vegaviðhald í N-múlasýslu 4 þús., S-múla 4 þús., í N-amti 18 þús., í Suður og Vesturamti 13 þús., samtals 39 þús.
Annað vegafé. Þar eru ætlaðar til fjallvega, er landssjóður kostar að öllu leyti 10 þús. kr. alls, og styrkur veittur til sýsluvega, rúm 15 þús. alls, þar á meðal til Breiðadalsheiðar 5 þús. (gegn 2 1/2 þús. frá sýslunum), til Brekknaheiðar í N-múl. 5 þús (gegn 2 1/2 þús. frá sýslunni), til dragferjuhalds á Héraðsvötnum 600 kr. (300 hvort árið), viðbótarstyrkur til brúargerðar á Hörgá 2 1/2 þús., til að brúa ósinn í Bolungarvík 2 þús. gegn jafnmiklu frá héraðsmönnum.


Ísafold, 28. ágúst, 1901, 28. árg., 60. tbl., bls 239:

Fjárlögin.
Rúm 1 1/2 millj. eru tekjurnar áætlaðar um næsta fjárhagstímabil, árin 1902 og 1903, í fjárlögum þeim er hið nýafstaðna þing hefur samþykkt og afgreitt. En útgjöld rúmlega 130 þús. kr. meiri. Sá halli gengur á viðlagasjóð.
Hér verða taldar ýmsar fjárveitingar, nýjar, eða þá svo merkilegar, að almenningi þykir fróðleikur í.
Flutningabrautir. Til þeirra, akvega samkvæmt vegalögum frá 1894, eru ætlaðar alls 48 þús. kr. um fjárhagstímabilið, og því fé skipt þannig niður:
fram Eyjafjörð 12 þús.
um Fagradal 6 þús.
upp Borgarfjörð 6 þús.
til viðhalds flutningsbrauta 24 þús.
Þjóðvegir. Þá eru ætlaðar til þjóðvega, annarra en flutningabrauta, samtals 92 þús. kr., er skiptast þannig:
a) framhald Mýrarvegarins frá Urriðaá að Hítará 20 þús.
b) vegur við Stykkishólm 5 þús.
c) vegagerð á Hrútafjarðarhálsi 10 þús.
d) vegagerð á Fjarðarheiði (N-Múl) 6 þús.
e) vegagerð á Mýrum í Austurskaftafs. 3 þús.
f) vegagerð í Hrútafirði 2 þús.
g) brú á Skaftá (gegn 1000 kr. frá sýslunni) 7 þús.
h) vegabætur og vegaviðhald í N-múlasýslu 4 þús., S-múla 4 þús., í N-amti 18 þús., í Suður og Vesturamti 13 þús., samtals 39 þús.
Annað vegafé. Þar eru ætlaðar til fjallvega, er landssjóður kostar að öllu leyti 10 þús. kr. alls, og styrkur veittur til sýsluvega, rúm 15 þús. alls, þar á meðal til Breiðadalsheiðar 5 þús. (gegn 2 1/2 þús. frá sýslunum), til Brekknaheiðar í N-múl. 5 þús (gegn 2 1/2 þús. frá sýslunni), til dragferjuhalds á Héraðsvötnum 600 kr. (300 hvort árið), viðbótarstyrkur til brúargerðar á Hörgá 2 1/2 þús., til að brúa ósinn í Bolungarvík 2 þús. gegn jafnmiklu frá héraðsmönnum.