1900

Ísafold, 10. febrúar, 27. árg, 8. tbl., forsíðu:

Gæsla á Þjórsárbrúnni.
Ekki virðist með öllu ástæðulaust að fara nokkrum orðum um gæslu Þjórsárbrúarinnar; því ætla má að fáum standi á sama, hvernig svo fullkomið mannvirki endist.
Það er vandalaust, að sjá mismun á hirðingunni á brúnum á Ölfusá og Þjórsá.
Þjórsárbrúin hefur ekki verið “skrúfuð upp” síðan sumarið 1896, og er því ókunnugt um, í hvaða ástandi skrúfurnar eru. Það eitt er víst, að bili skrúfurnar, þá bilar brúin. Strengirnir eru ennþá “óasfalteraðir”, og ætti þó líklega að vera búið að því. Slitgólfið hefur ekki verið tjargað síðan 1898, að einhverju nafni var komið á það.
Þegar frost er til muna, rennur vatnsbuna upp á brúarsporðinn eystri, frýs þar og hækkar, og verður fyrir það mjög varúðarvert að ganga þar um vegna hálku, auk þess sem það hlýtur að skemma brúna. Með aðeins mjög litlu handviki mætti veita vatni þessu á burt; en það hefur brúarvörðurinn ekki álitið í sínum verkahring; ekki virðist hann skipta sér af brúnni nema það sem gert er fyrir sérstaka borgun. Fer ferða sinna, eins og hver annar, er t.d. að heiman 2-3 daga í hverjum mánuði, og 1-4 í senn á vissum tímum; og getur hver sem vill brotið umferðarreglurnar þá dagana, enda er víst að sumir nota sér það. Ég verð nú að álíta, að svona löguð brúargæsla sé ekki aðeins óþörf eða ónýt, heldur beinlínis hættuleg, og þannig verri en ekki neitt.
Ferðamaður.


Ísafold, 10. febrúar, 27. árg, 8. tbl., forsíðu:

Gæsla á Þjórsárbrúnni.
Ekki virðist með öllu ástæðulaust að fara nokkrum orðum um gæslu Þjórsárbrúarinnar; því ætla má að fáum standi á sama, hvernig svo fullkomið mannvirki endist.
Það er vandalaust, að sjá mismun á hirðingunni á brúnum á Ölfusá og Þjórsá.
Þjórsárbrúin hefur ekki verið “skrúfuð upp” síðan sumarið 1896, og er því ókunnugt um, í hvaða ástandi skrúfurnar eru. Það eitt er víst, að bili skrúfurnar, þá bilar brúin. Strengirnir eru ennþá “óasfalteraðir”, og ætti þó líklega að vera búið að því. Slitgólfið hefur ekki verið tjargað síðan 1898, að einhverju nafni var komið á það.
Þegar frost er til muna, rennur vatnsbuna upp á brúarsporðinn eystri, frýs þar og hækkar, og verður fyrir það mjög varúðarvert að ganga þar um vegna hálku, auk þess sem það hlýtur að skemma brúna. Með aðeins mjög litlu handviki mætti veita vatni þessu á burt; en það hefur brúarvörðurinn ekki álitið í sínum verkahring; ekki virðist hann skipta sér af brúnni nema það sem gert er fyrir sérstaka borgun. Fer ferða sinna, eins og hver annar, er t.d. að heiman 2-3 daga í hverjum mánuði, og 1-4 í senn á vissum tímum; og getur hver sem vill brotið umferðarreglurnar þá dagana, enda er víst að sumir nota sér það. Ég verð nú að álíta, að svona löguð brúargæsla sé ekki aðeins óþörf eða ónýt, heldur beinlínis hættuleg, og þannig verri en ekki neitt.
Ferðamaður.