1900

Austri, 10. apríl, 1900, 10. árg., 12. tbl., bls. 44:

Guðmundi Hávarðssyni svarað.
Þótt ég hefði ásett mér ekki að svara neinum fleiri greinum eftir Guðmund Hávarðsson vegna þess, að lýsing hans á Fagradal glögglega sýnir, að hann aldrei hefur í Fagradal komið og því engum kunnugum mönnum gat blandast hugur um, ef hann af einhverri ástæðu hefði sett sig út til að rita um það, sem hann hvorki hefði vit né þekkingu á, þá get ég samt ekki stillt mig um að benda mönnum á öfgar í greininni hans í “Bjarka” 21. f.m., sem jafnvel eru auðsjáanlegir fyrir menn ókunnuga dalnum eða heiðinni.
Guðmundur Hávarðsson, - sem allt í einu gefur sig út fyrir vegfræðing án þess að skiljanlegt sé hvernig hann hefur orðið það, þar hann aldrei mun hafa fengist við þess konar störf, að minnsta kosti hefur honum að því að mér er kunnugt aldrei verið trúað fyrir að standa fyrir vegalagningu hér á landi, og í Noregi þar sem hann mun hafa dvalið eitthvað, var hann eftir því sem hann sjálfur hefur sagt mér við ýmislegt annað en við vegavinnu, svo þar hefur hann varla orðið fullnuma í þeirri íþrótt – byrjar á því, að lýsa því yfir að hann þori að bjóða mér út í þeirri grein.
Ég játa það fúslega, að ég ekki skoða mig sem “authoritet” í þeim sökum, en ég vil þó þrátt fyrir bresti mína þar að lútandi nauðugur láta setja mig í klassa með Guðm. Hávarðssyni, því eins og ég mun sýna, ber umrætt svar hans vott um, að hann vantar einnig annað, sem jafnvel er verra að vanta í þessu máli, en þekkingu sem vegaverkfræðingur.
Hann tekur upp úr svari mínu “citat” mitt úr mælingagerð Páls verkfræðings Jónssonar, þar sem Páll segir, að frá Búðareyri og á Fagradalsbrún Héraðsmegin þurfi hallinn á veginum hvergi að vera meiri en 1 á móti 15, og segir svo að einhver “lærður mannvirkjafræðingur”, sem hann samt varast að nefna hafi sagt sér, að brattinn upp Fjarðarheiði Seyðisfjarðarmegin þyrfti hvergi að vera meiri en 1 á móti 20, en um annan bratta væri ekki að ræða á Fjarðarheiði.
Þessi klausa hans sýnir greinilega hve fáfróður Guðm. Hávarðsson er í þeim sökum, er hann ritar um. Brattinn upp Fjarðarheiði Seyðisfjarðarmegin er ca. 1 á móti 4, sem er afar bratt eins og sjá má á því, að eigi er hægt að aka upp brattari veg en 1 á móti 10. Vegurinn upp Fjarðarheiði, sem er um 2000 fet á hæð, yrði að leggja í einlæga krákustíga, sem gerði hann mikið lengri. En á Fagradal er öðru máli að gegna, þar verður vegurinn lagður krákustígalaust beint frá Búðareyri og gegnum allan dalinn. Þetta er það, sem ég átti við, er ég “citeraði” mælingu Páls, en þetta gat Guðmundur ekki skilið.
Í sambandi við þetta skal ég geta þess, að vegastæðið Seyðisfjarðarmegin á Fjarðarheiði gerir það ef ekki alls ómögulegt að leggja akveg upp heiðina, þá að minnsta kosti nærri ómögulegt, því það er klettur einn, og þyrfti að sprengja út veginn upp fjallið með afar kostnaði; ennfremur álít ég óþarft að svara því, að enginn bratti sé á Fjarðarheiði nema Seyðisfjarðar megin; ef Guðmundur Hávarðsson ekki getur séð bratta Héraðsmegin á Fjarðarheiði, er það óbrigðul sönnun þess að hann aldrei hefur komið í Fagradal, eftir því hefði hann sjálfsagt hlotið að vera í hans augum meira en láréttur, jafnvel hola, og hefði hann þá ekki getað talað um hann öðruvísi.
Hvað umsögn Guðm. Hávarðssonar um vegaspottann fyrir innan Seljateig og upp á varp á Fagradal snertir, þá er hún ósönn frá byrjun til enda. Vegastæðið er ágætt þar, eins og yfir höfuð allstaðar í Fagradal og efni hið besta þar og annars staðar.
Snjóþyngsli eru auðvitað mikið minni en á Fjarðarheiði, sem liggur yfir 1000 fetum hærra en Fagridalur, sem hvað snjólagningu snertir er líkt settur og byggð við sjóinn, t.d. hefur mátt aka í allan vetur gegnum Fagradal og hefði vegurinn alltaf verið upp úr. Á sumrin er dalurinn runninn c. 6 mánuði, Fjarðarheiði c. 3; á heiðinni mundi vegur undir snjó í c. 9 mánuði og á þeim tíma sem enginn vegur væri, en á Fagradal mætti nota veginn svo gott sem ætíð; ef Guðmundur Hávarðsson ætlar að komast hjá þeim galla, verður hann að byggja veginn í loftinu einar 12 álnir fyrir ofan jörðina.
Ég hygg nú annars að það einasta sem Guðmundur verði látinn byggja, verði loftkastalar og er honum það velkomið, en ég “protestera” móti því, að hann setji það á prent.
Þvættingi Guðmundar Hávarðssonar um innsiglinguna á Seyðisfjörð og Reyðarfjörð, sem einungis ber vott um það, að hann er jafn ómögulegur á sjó sem landi, nenni ég ekki að svara, þar það er óviðkomandi þessu máli, einungis mótmæli ég því öllu og sérstaklega finn ég ástæðu til að mótmæla því, að skipstjóri Torland á “Alf”, sem ég þekki persónulega sem duglegan sjómann, sé eins ónýtur sjómaður eins og hann hlyti að vera, ef það væri satt, að hann í glaða tunglskini ekki þyrði að taka Reyðarfjörð, þegar hann sá Seley.
Að endingu vildi ég stinga upp á því við Guðmund frænda minn Hávarðsson, að hann yrði mér samferða einhvern tíma gegnum Fagradal, svo ég gæti gengið úr skugga um, hvort hann virkilega í alvöru vill bera saman Fagradal og Fjarðarheiði, því ég hef hann sterklega grunaðan um að vera að gera “grín” að Fjarðarheiði.
Eskifirði 5. apríl 1900.
A.V. Tuliníus.


Austri, 10. apríl, 1900, 10. árg., 12. tbl., bls. 44:

Guðmundi Hávarðssyni svarað.
Þótt ég hefði ásett mér ekki að svara neinum fleiri greinum eftir Guðmund Hávarðsson vegna þess, að lýsing hans á Fagradal glögglega sýnir, að hann aldrei hefur í Fagradal komið og því engum kunnugum mönnum gat blandast hugur um, ef hann af einhverri ástæðu hefði sett sig út til að rita um það, sem hann hvorki hefði vit né þekkingu á, þá get ég samt ekki stillt mig um að benda mönnum á öfgar í greininni hans í “Bjarka” 21. f.m., sem jafnvel eru auðsjáanlegir fyrir menn ókunnuga dalnum eða heiðinni.
Guðmundur Hávarðsson, - sem allt í einu gefur sig út fyrir vegfræðing án þess að skiljanlegt sé hvernig hann hefur orðið það, þar hann aldrei mun hafa fengist við þess konar störf, að minnsta kosti hefur honum að því að mér er kunnugt aldrei verið trúað fyrir að standa fyrir vegalagningu hér á landi, og í Noregi þar sem hann mun hafa dvalið eitthvað, var hann eftir því sem hann sjálfur hefur sagt mér við ýmislegt annað en við vegavinnu, svo þar hefur hann varla orðið fullnuma í þeirri íþrótt – byrjar á því, að lýsa því yfir að hann þori að bjóða mér út í þeirri grein.
Ég játa það fúslega, að ég ekki skoða mig sem “authoritet” í þeim sökum, en ég vil þó þrátt fyrir bresti mína þar að lútandi nauðugur láta setja mig í klassa með Guðm. Hávarðssyni, því eins og ég mun sýna, ber umrætt svar hans vott um, að hann vantar einnig annað, sem jafnvel er verra að vanta í þessu máli, en þekkingu sem vegaverkfræðingur.
Hann tekur upp úr svari mínu “citat” mitt úr mælingagerð Páls verkfræðings Jónssonar, þar sem Páll segir, að frá Búðareyri og á Fagradalsbrún Héraðsmegin þurfi hallinn á veginum hvergi að vera meiri en 1 á móti 15, og segir svo að einhver “lærður mannvirkjafræðingur”, sem hann samt varast að nefna hafi sagt sér, að brattinn upp Fjarðarheiði Seyðisfjarðarmegin þyrfti hvergi að vera meiri en 1 á móti 20, en um annan bratta væri ekki að ræða á Fjarðarheiði.
Þessi klausa hans sýnir greinilega hve fáfróður Guðm. Hávarðsson er í þeim sökum, er hann ritar um. Brattinn upp Fjarðarheiði Seyðisfjarðarmegin er ca. 1 á móti 4, sem er afar bratt eins og sjá má á því, að eigi er hægt að aka upp brattari veg en 1 á móti 10. Vegurinn upp Fjarðarheiði, sem er um 2000 fet á hæð, yrði að leggja í einlæga krákustíga, sem gerði hann mikið lengri. En á Fagradal er öðru máli að gegna, þar verður vegurinn lagður krákustígalaust beint frá Búðareyri og gegnum allan dalinn. Þetta er það, sem ég átti við, er ég “citeraði” mælingu Páls, en þetta gat Guðmundur ekki skilið.
Í sambandi við þetta skal ég geta þess, að vegastæðið Seyðisfjarðarmegin á Fjarðarheiði gerir það ef ekki alls ómögulegt að leggja akveg upp heiðina, þá að minnsta kosti nærri ómögulegt, því það er klettur einn, og þyrfti að sprengja út veginn upp fjallið með afar kostnaði; ennfremur álít ég óþarft að svara því, að enginn bratti sé á Fjarðarheiði nema Seyðisfjarðar megin; ef Guðmundur Hávarðsson ekki getur séð bratta Héraðsmegin á Fjarðarheiði, er það óbrigðul sönnun þess að hann aldrei hefur komið í Fagradal, eftir því hefði hann sjálfsagt hlotið að vera í hans augum meira en láréttur, jafnvel hola, og hefði hann þá ekki getað talað um hann öðruvísi.
Hvað umsögn Guðm. Hávarðssonar um vegaspottann fyrir innan Seljateig og upp á varp á Fagradal snertir, þá er hún ósönn frá byrjun til enda. Vegastæðið er ágætt þar, eins og yfir höfuð allstaðar í Fagradal og efni hið besta þar og annars staðar.
Snjóþyngsli eru auðvitað mikið minni en á Fjarðarheiði, sem liggur yfir 1000 fetum hærra en Fagridalur, sem hvað snjólagningu snertir er líkt settur og byggð við sjóinn, t.d. hefur mátt aka í allan vetur gegnum Fagradal og hefði vegurinn alltaf verið upp úr. Á sumrin er dalurinn runninn c. 6 mánuði, Fjarðarheiði c. 3; á heiðinni mundi vegur undir snjó í c. 9 mánuði og á þeim tíma sem enginn vegur væri, en á Fagradal mætti nota veginn svo gott sem ætíð; ef Guðmundur Hávarðsson ætlar að komast hjá þeim galla, verður hann að byggja veginn í loftinu einar 12 álnir fyrir ofan jörðina.
Ég hygg nú annars að það einasta sem Guðmundur verði látinn byggja, verði loftkastalar og er honum það velkomið, en ég “protestera” móti því, að hann setji það á prent.
Þvættingi Guðmundar Hávarðssonar um innsiglinguna á Seyðisfjörð og Reyðarfjörð, sem einungis ber vott um það, að hann er jafn ómögulegur á sjó sem landi, nenni ég ekki að svara, þar það er óviðkomandi þessu máli, einungis mótmæli ég því öllu og sérstaklega finn ég ástæðu til að mótmæla því, að skipstjóri Torland á “Alf”, sem ég þekki persónulega sem duglegan sjómann, sé eins ónýtur sjómaður eins og hann hlyti að vera, ef það væri satt, að hann í glaða tunglskini ekki þyrði að taka Reyðarfjörð, þegar hann sá Seley.
Að endingu vildi ég stinga upp á því við Guðmund frænda minn Hávarðsson, að hann yrði mér samferða einhvern tíma gegnum Fagradal, svo ég gæti gengið úr skugga um, hvort hann virkilega í alvöru vill bera saman Fagradal og Fjarðarheiði, því ég hef hann sterklega grunaðan um að vera að gera “grín” að Fjarðarheiði.
Eskifirði 5. apríl 1900.
A.V. Tuliníus.