1900

Ísafold, 21. apríl, 27. árg, 22. tbl., bls. 86:

Óviðfelldin brigsl.
Það er leitt að hr. landsverkfræðingur Sig. Thor. skuli hafa styggst svo sem hann hefur gert við grein hr. Sig. Péturssonar í Ísafold um daginn, svo áreitnislaus sem hún virðist þó vera rituð. Það er leitt vegna þess, að hr. S.P. er farinn af landi burt og á því ekki kost á að svara fyrir sig fyrr en eftir margar vikur eða mánuði. Fyrir því neyðist ég til að gera dálitla athugasemd við grein hr. S.Th., en auðvitað án þess að láta mér detta í hug að gera mig að dómara milli þessara einu verkfræðinga vorra að því leyti, er ágreiningur þeirra kemur nærri vísindalegri sérþekkingu.
Það er þá fyrst, að mér virðast brigsl hr. S.Th. til samiðnaðarmanns síns fyrir það, að hann geri sig að dómara um umrædda vegarlagningu nýskroppinn frá examens borðinu, láta miður vel í munni manns, sem fyrir fáum árum stóð í sömu sporum og var þó þá þegar gerður að æðsta dómara um vegamál landsins og tók þá undir eins býsna ómjúkt á því, ef hans dómar þar að lútandi voru eigi haldnir óskeikulir.
Þá getur mér og eigi skilist, að það sé réttmæt aðfinnsla við dóma hr. S.P. um vegarstefnur í Ölfusinu m.m., að þeir séu órökstuddir. Því hvernig á að rökstyðja slíkt til hlítar í stuttri blaðagrein og fyrir alls ókunnugum, svo sem eru sjálfsagt 9/10 af lesendum Ísafoldar? Þeir einir geta nokkuð um slíkt dæmt, sem farið hafa um veginn og kunnugir eru landslaginu. Annað eins er og verður ávallt álitamál; og hví skyldi álit góðs verkfræðings þurfa að vera markleysa, þótt það komi ekki heim við skoðun annars, jafningja hans?
Villandi er það og hjá hr. S.Th., að hann er að tala um ferðalag hins um hávetur, - með því að verið mun hafa alauð jörð, þegar hann var á ferðinni, enda vetur þessi mestallur verið hér sumri líkari en vetri.
Einna óviðfeldnast í grein hr. S.Th. eru brigslin um hlutdrægni af hálfu S.P. í vil mágs hans, eða ummælin um, að hann sé með grein þessari að “hjálpa bágstöddum mági sínum”, því hvaða “hjálp” getur þeim manni (E.F.) verið í því í “bágindum” þeim, er hann á í, kæru og lögsókn fyrir óleyfilegan fjárdrátt úr landssjóði, þótt hann (S.P.) eða aðrir láti vel af frágangi á þeim kafla umrædds vegar, sem hann (E.F.) hefur unnið að? Slík brigsl eru alveg út í hött, því sé maðurinn sekur, þá dregur það eigi hót úr sekt hans, þótt svo reyndist, jafnvel að dómi landsvegafræðingsins, að frágangur hans á vegagerðinni hefði verið snilldarlegur. Og sé hann saklaus, þá er ekki hægt að skerða eitt hár á höfði hans í þessu máli, þótt frágangur hans á veginum reyndist ekki betri en í meðallagi eða jafnvel miklu miður. Slíkt kemur ráðvendni eða óráðvendni ekkert við; það er sitt hvað.
Það sem hr. S.P. segir um Holtaveginn, gerir nafni hans að oflofi hjá honum, “til að hjálpa mági sínum” sem nú hefur sýnt verið fram á, að alls ekki geti verið á neinu viti byggt. Hr. S. Thor. lætur jafnframt að því skapi illa af þessum vegi, telur Holtamönnum hann hefndargjöf. Nú höfum vér fyrir satt, að allur annar sé dómur Holtamanna sjálfra og annarra, er veginn nota. Vera má, að það sé þekkingarskorti þeirra að kenna, og þar komist því eigi að orðshátturinn, að “raunin sé ólygnust”. En hitt er áreiðanlegt og kunnugra en frá þurfi að segja, að hr. S.Th. lagði þungan hug á hr. E.F. fyrir það, að hans tillaga og ýmissa hinna merkustu héraðsmanna um vegarstefnuna yfir Holtin var til greina tekin, en tillögu landsvegafræðingsins hafnað, og mun því flestum virðast engu ósennilegra af tvennu til, að hlutdrægni og hefndargirni ráði nokkuð dómi hans um verk þetta, heldur en nafna hans.
Óhlutdrægur


Ísafold, 21. apríl, 27. árg, 22. tbl., bls. 86:

Óviðfelldin brigsl.
Það er leitt að hr. landsverkfræðingur Sig. Thor. skuli hafa styggst svo sem hann hefur gert við grein hr. Sig. Péturssonar í Ísafold um daginn, svo áreitnislaus sem hún virðist þó vera rituð. Það er leitt vegna þess, að hr. S.P. er farinn af landi burt og á því ekki kost á að svara fyrir sig fyrr en eftir margar vikur eða mánuði. Fyrir því neyðist ég til að gera dálitla athugasemd við grein hr. S.Th., en auðvitað án þess að láta mér detta í hug að gera mig að dómara milli þessara einu verkfræðinga vorra að því leyti, er ágreiningur þeirra kemur nærri vísindalegri sérþekkingu.
Það er þá fyrst, að mér virðast brigsl hr. S.Th. til samiðnaðarmanns síns fyrir það, að hann geri sig að dómara um umrædda vegarlagningu nýskroppinn frá examens borðinu, láta miður vel í munni manns, sem fyrir fáum árum stóð í sömu sporum og var þó þá þegar gerður að æðsta dómara um vegamál landsins og tók þá undir eins býsna ómjúkt á því, ef hans dómar þar að lútandi voru eigi haldnir óskeikulir.
Þá getur mér og eigi skilist, að það sé réttmæt aðfinnsla við dóma hr. S.P. um vegarstefnur í Ölfusinu m.m., að þeir séu órökstuddir. Því hvernig á að rökstyðja slíkt til hlítar í stuttri blaðagrein og fyrir alls ókunnugum, svo sem eru sjálfsagt 9/10 af lesendum Ísafoldar? Þeir einir geta nokkuð um slíkt dæmt, sem farið hafa um veginn og kunnugir eru landslaginu. Annað eins er og verður ávallt álitamál; og hví skyldi álit góðs verkfræðings þurfa að vera markleysa, þótt það komi ekki heim við skoðun annars, jafningja hans?
Villandi er það og hjá hr. S.Th., að hann er að tala um ferðalag hins um hávetur, - með því að verið mun hafa alauð jörð, þegar hann var á ferðinni, enda vetur þessi mestallur verið hér sumri líkari en vetri.
Einna óviðfeldnast í grein hr. S.Th. eru brigslin um hlutdrægni af hálfu S.P. í vil mágs hans, eða ummælin um, að hann sé með grein þessari að “hjálpa bágstöddum mági sínum”, því hvaða “hjálp” getur þeim manni (E.F.) verið í því í “bágindum” þeim, er hann á í, kæru og lögsókn fyrir óleyfilegan fjárdrátt úr landssjóði, þótt hann (S.P.) eða aðrir láti vel af frágangi á þeim kafla umrædds vegar, sem hann (E.F.) hefur unnið að? Slík brigsl eru alveg út í hött, því sé maðurinn sekur, þá dregur það eigi hót úr sekt hans, þótt svo reyndist, jafnvel að dómi landsvegafræðingsins, að frágangur hans á vegagerðinni hefði verið snilldarlegur. Og sé hann saklaus, þá er ekki hægt að skerða eitt hár á höfði hans í þessu máli, þótt frágangur hans á veginum reyndist ekki betri en í meðallagi eða jafnvel miklu miður. Slíkt kemur ráðvendni eða óráðvendni ekkert við; það er sitt hvað.
Það sem hr. S.P. segir um Holtaveginn, gerir nafni hans að oflofi hjá honum, “til að hjálpa mági sínum” sem nú hefur sýnt verið fram á, að alls ekki geti verið á neinu viti byggt. Hr. S. Thor. lætur jafnframt að því skapi illa af þessum vegi, telur Holtamönnum hann hefndargjöf. Nú höfum vér fyrir satt, að allur annar sé dómur Holtamanna sjálfra og annarra, er veginn nota. Vera má, að það sé þekkingarskorti þeirra að kenna, og þar komist því eigi að orðshátturinn, að “raunin sé ólygnust”. En hitt er áreiðanlegt og kunnugra en frá þurfi að segja, að hr. S.Th. lagði þungan hug á hr. E.F. fyrir það, að hans tillaga og ýmissa hinna merkustu héraðsmanna um vegarstefnuna yfir Holtin var til greina tekin, en tillögu landsvegafræðingsins hafnað, og mun því flestum virðast engu ósennilegra af tvennu til, að hlutdrægni og hefndargirni ráði nokkuð dómi hans um verk þetta, heldur en nafna hans.
Óhlutdrægur