1900

Ísafold, 2. maí, 27. árg, 25. tbl., bls. 98:

“Óhlutdrægni”.
Einhver “óhlutdrægur” ræðst að mér í seinasta blaði Ísafoldar, út af grein minni gegn Sig. Pétursyni; hann segist “neyðast til að gera dálitla athugasemd við grein mína, vegna þess sérstaklega, að hr. S.P. er farinn af landi burt og á því ekki kost á að svara fyrir sig fyrr en eftir margar vikur eða mánuði”. “Óhlutdrægur” hefur þó líklega ekki ætlast til þess, að ég biði með að svara Sig. P. þangað til hann léti svo lítið að koma hingað til landsins aftur; því að ekki gat ég gert við því, þó að hann stigi á skipsfjöl jafnskjótt og hann hafði afhent Ísafold ritsmíði sitt; hann hefði þá heldur átt að bíða með að birta grein sína, þangað til hann kæmi aftur til landsins, svo að hann hefði getað varið afkvæmi sitt.
Það er annars einstakt dæmi um óhlutdrægni , að maður skuli af tómri óhlutdrægni neyðast til að taka upp þykkjuna fyrir S.P. og sýna svo þessa (ólæsilegt orð) óhlutdrægni með því að ráðast á mig með ósannindum og getsökum. Og ég er svo lánsamur maður, að ekki skuli margir slíkir “óhlutdrægir” menn finnast hér í Reykjavík, því að þá hefði ég ekki við að svara þeim öllum. Þó að ég nú taki mig til og svari þessum “óhlutdræg”, þá er mér samt mjög illa við að eiga nokkuð við slíka nafnlausa höfunda, sem ráðast á nafngreinda menn, því að það er eitthvað svo óhreint við þá; það er eins og þeir hafi vonda samvisku og þori ekki almennilega að koma fram í birtuna; og ég skil það ekki vel með þig, “óhlutdrægur”, hvers vegna þú ert að hylja þína björtu ásjónu; óhlutdrægur maður þarf aldrei að skammast sín fyrir nafn sitt.
“Óhlutdrægur” segir það sitji ekki á mér að finna að því, að S.P. geri sig að dómara um vegarlagningu, nýskroppinn frá examensborðinu – mér, sem fyrir fáum árum hafi staðið í sömu sporum og þá þegar gerður að æðsta dómara um vegamál landsins og þá undir eins tekið býsna ómjúkt á því, ef mínir dómar þar að lútandi eigi voru haldnir óskeikulir. Þetta er ekki óhlutdrægnislega talað af hr. “óhlutdrægum”, ef hann annars þekkir nokkuð til þess, sem hann er að fara með því að
. var ég 2 1/2 árs gamall kandídat, þegar ég kom hingað til landsins (sumarið 1893) og var þá búinn að vera meira en ár við brúa- og vegagerðir í Noregi, en Sig. P. var 1/2 árs gamall kandídat, þegar hann kom hingað í sumar er var, og hafði þó legið veikur í Höfn nokkurn tíma af þessu hálfa ári;
. er það ekki satt, að ég hafi þá þegar tekið býsna ómjúkt á þeim, sem héldu , að mínir dómar um vegagerðir væru eigi óskeikulir, því að ég hef hingað til ávallt haft það fyrir reglu að svara ekki þeim aðfinningum, sem hafa verið gerðar við mínar mælingar og mín verk; það er aðeins í eitt skipti, að ég hef brugðið út af þeirri reglu – og það á líklega “óhlutdrægur” við; - það var þegar tveir bændur úr Flóanum báru mér það á brýn, að ég hefði ekki rannsakað svonefnda syðri leið yfir Ásana, sem þeir héldu fram, að væri besta vegarstefnan, - þá lýsti ég því aðeins yfir með örfáum línum, að þeir færu þar ekki með rétt mál; og þetta var árið 1895, fullum 4 árum eftir að ég varð kandídat. – Samanburðurinn verður þá þessi, að ég fullum 4 árum eftir prófið svaraði mönnum, sem vitanlega ekkert skynbragð báru á vegagerðir, út af vegarstefnu, sem ég hafði rannsakað og mælt; en S.P., 1 árs gamall kandídat, leggur dóm á lagðan veg, sem útmældur hefur verið af verklega æfðum samiðnaðarmanni hans, án þess að hann sjálfur hafi haft nokkra verklega æfingu í vegagerðum, eða hafi nokkuð rannsakað og mælt vegarstefnuna, en aðeins farið þar um snögga ferð í húsabyggingaerindum – um hávetur, get ég gjarnan bætt við – þó að það sé ekki aðalatriðið, - því að það er þó alltaf talið erfiðara að sjá út vegarstefnuna á vetrum en á sumrum, þó aldrei nema það hafi verið nokkurn veginn auð jörð, þegar S.P. fór austur. Og samt segir “óhlutdrægur” að ég hafi fyrir fáum árum staðið í sömu sporum o.s.frv.
Þá fer “óhlutdrægur” að verja órökstudda dóma S.P. um vegarstefnuna m.m., og segir: “hvernig á að rökstyðja slíkt til hlítar í stuttri blaðagrein” o.s.frv. Já, það er hægt, ef hann hefur nokkur rök; greinin verður ef til vill nokkuð lengri; en það er skylda hvers manns, sem vill heita ærlegur drengur, að rökstyðja svo vel sem hann getur þær aðfinningar, sem hann gerir við verk einhvers manns, og sérstaklega var það ástæða til þess í þessu tilfelli, þar sem það var samiðnaðarmaður hans, sem í hlut átti. Ætli það þætti rétt, ef t.d. einhver læknir hér í Reykjavík færi á prenti að finna að lækningastörfum einhvers annars læknis hér, og færði svo engar ástæður eða rök fyrir sínum aðfinningum? Nei, S.P. átti annað hvort að rökstyðja sínar aðfinningar eða skrifa alls ekkert.
Þá er “óhlutdrægur” lengi að berjast við sinn eigin skugga, þar sem hann er að sýna fram á, að vottorð S.P. um ágæti Holtavegarins geti ekki hjálpað E.F. neitt í fjárdráttarmáli hans; því að það hefur (ólæsilegt orð) engum dottið í hug og allra síst (ólæsilegt orð) að vottorð S.P. væri svo máttugt; ég hef aðeins sagt, að hann væri að reyna að hjálpa bágstöddum mági sínum – auðvitað í Holtavegarmálinu – gefa honum vottorð um það, að hann (E.F.) hefði haft rétt fyrir sér í vegarstefnuvalinu, en ekki ég; en slíkt vottorð tel ég lítils virði og getur varla verið hlutdrægnislaust, þar sem honum svo nákominn maður á hlut að máli. Það er ekki svo að skilja, að ég vilji segja, að S.P. sé hlutdrægur með vilja – það vil ég ekki ætla honum, heldur get ég ímyndað mér, að hlutdrægnin sé honum ósjálfráð, þar sem svona stendur á. Allt eins og dómara er vikið úr sæti þegar einhver honum nákominn á hlut að máli, ekki af því að hann sé grunaður um að vilja rjúfa sinn dómaraeið, heldur af því, að skyldleikinn geti ósjálfrátt haft áhrif á hann -, eins átti S.P. að hafa nógu næma tilfinningu fyrir því rétta til þess að skipta sér ekki af þessu Holtavegarmáli, sem snertir mág hans.
Loks leyfir herra “óhlutdrægur” sér að segja, að það sé “áreiðanlegt og kunnugra en frá þurfi að segja, að hr. S.Th. lagði þungan hug á hr. E.F. fyrir það, að hans tillaga var til greina tekin”, en minni tillögu hafnað, og gefur það í skyn, að hlutdrægni og hefndargirni ráði mínum dómum um Holtaveginn. Eitthvað þessu líkt stóð í Ísafold í janúarmán. þ.á. og var sett í samband við kæru mína gegn E.F. og gefið í skyn, að hefndargirni réði mínum gerðum í því máli. Ég skora nú á herra “óhlutdrægan” og Ísafold að koma fram með nokkuð það atvik, þar sem ég hef lagt þungan hug á E.F. eða verið hans megnasti óvildarmaður, eins og Ísafold tók til orða, - sökum þess, að hans tillaga um Holtaveginn var tekin til greina, en ekki mín. Því að það er ekki nóg, til þess að koma fram með slíkar ásakanir gegn mér, að halda að ég beri þungan hug til hans vegna ágreinings míns við hann í vegamálum, eða að slá því fram, að það sé almennt talið svo, þegar ég hef aldrei sýnt það í verkinu, að svo sé. Og það er heldur ekki næg ástæða fyrir ásökunum þessum, að ég hafi kært manninn fyrir fjárdrátt og skjalafölsun, því að það hefði ég gert, hver sem í hlut hefði átt, þar sem ég þóttist sannfærður um, eftir þeim vottorðum, sem mér höfðu borist, að hér var um gífurleg fjársvik að ræða. Og það var beinlínis skylda mín, eins og sérhvers annars manns, sem slík gögn hefði haft í höndum, að stuðla til þess, að það mál yrði ítarlega rannsakað.
Skil ég svo við herra “óhlutdrægan” að svo stöddu.
Rvík 23. apr. 1900. Sig Thoroddsen.
___
Ritsj. Ísafoldar vill ógjarnan láta til sín taka þetta mál, þennan ágreining milli þeirra mannvirkjafræðinganna. En úr því hr. S.Th. beinir að oss afdráttarlausri áskorun um að benda á nokkurt það atriði, þar sem hann hafi lagt þungan hug á hr. E.F. o.s.frv., hlýðir ekki annað en sýna lit á því, og ætlum vér þá nægja að benda á það, sem hann mun naumast treysta sér á móti að bera, að þegar hann (S.Th.) frétti um breytinguna á Holtavegarstefnunni, rauk hann gagngert norðan úr Eyjafirði suður Kjöl og ætlaði að reka E.F. frá vinnu hans – kvað sig mundu hafa gert það, ef hann mætti ráða, og hafði við hann mjög þung orð og hörð. Annað atvik er það, að eftir það, en ekki fyrr, fór hann að finna að hjá (ólæsilegt orð) þeim göllum á reikningsskilum hans – kvittana skorti – er hann hafði ekki fundið að áður og ekki fann heldur að hjá öðrum á eftir. Fleira mætti sjálfsagt til tína, ef vel er leitað. Og er þessa getið til þess að eina, að sýna fram á, að hægt er að finna áminntum og átöldum orðum stað, en ekki hins, að draga neitt úr verðskulduðu lofi um hr. S.Th. fyrir skyldurækni hans að koma upp alvarlegum ávirðingum þeim, er hann tjáir sig (ólæsileg orð) var orðið hjá E.F. sem ráðsmanni yfir vegavinnufé.


Ísafold, 2. maí, 27. árg, 25. tbl., bls. 98:

“Óhlutdrægni”.
Einhver “óhlutdrægur” ræðst að mér í seinasta blaði Ísafoldar, út af grein minni gegn Sig. Pétursyni; hann segist “neyðast til að gera dálitla athugasemd við grein mína, vegna þess sérstaklega, að hr. S.P. er farinn af landi burt og á því ekki kost á að svara fyrir sig fyrr en eftir margar vikur eða mánuði”. “Óhlutdrægur” hefur þó líklega ekki ætlast til þess, að ég biði með að svara Sig. P. þangað til hann léti svo lítið að koma hingað til landsins aftur; því að ekki gat ég gert við því, þó að hann stigi á skipsfjöl jafnskjótt og hann hafði afhent Ísafold ritsmíði sitt; hann hefði þá heldur átt að bíða með að birta grein sína, þangað til hann kæmi aftur til landsins, svo að hann hefði getað varið afkvæmi sitt.
Það er annars einstakt dæmi um óhlutdrægni , að maður skuli af tómri óhlutdrægni neyðast til að taka upp þykkjuna fyrir S.P. og sýna svo þessa (ólæsilegt orð) óhlutdrægni með því að ráðast á mig með ósannindum og getsökum. Og ég er svo lánsamur maður, að ekki skuli margir slíkir “óhlutdrægir” menn finnast hér í Reykjavík, því að þá hefði ég ekki við að svara þeim öllum. Þó að ég nú taki mig til og svari þessum “óhlutdræg”, þá er mér samt mjög illa við að eiga nokkuð við slíka nafnlausa höfunda, sem ráðast á nafngreinda menn, því að það er eitthvað svo óhreint við þá; það er eins og þeir hafi vonda samvisku og þori ekki almennilega að koma fram í birtuna; og ég skil það ekki vel með þig, “óhlutdrægur”, hvers vegna þú ert að hylja þína björtu ásjónu; óhlutdrægur maður þarf aldrei að skammast sín fyrir nafn sitt.
“Óhlutdrægur” segir það sitji ekki á mér að finna að því, að S.P. geri sig að dómara um vegarlagningu, nýskroppinn frá examensborðinu – mér, sem fyrir fáum árum hafi staðið í sömu sporum og þá þegar gerður að æðsta dómara um vegamál landsins og þá undir eins tekið býsna ómjúkt á því, ef mínir dómar þar að lútandi eigi voru haldnir óskeikulir. Þetta er ekki óhlutdrægnislega talað af hr. “óhlutdrægum”, ef hann annars þekkir nokkuð til þess, sem hann er að fara með því að
. var ég 2 1/2 árs gamall kandídat, þegar ég kom hingað til landsins (sumarið 1893) og var þá búinn að vera meira en ár við brúa- og vegagerðir í Noregi, en Sig. P. var 1/2 árs gamall kandídat, þegar hann kom hingað í sumar er var, og hafði þó legið veikur í Höfn nokkurn tíma af þessu hálfa ári;
. er það ekki satt, að ég hafi þá þegar tekið býsna ómjúkt á þeim, sem héldu , að mínir dómar um vegagerðir væru eigi óskeikulir, því að ég hef hingað til ávallt haft það fyrir reglu að svara ekki þeim aðfinningum, sem hafa verið gerðar við mínar mælingar og mín verk; það er aðeins í eitt skipti, að ég hef brugðið út af þeirri reglu – og það á líklega “óhlutdrægur” við; - það var þegar tveir bændur úr Flóanum báru mér það á brýn, að ég hefði ekki rannsakað svonefnda syðri leið yfir Ásana, sem þeir héldu fram, að væri besta vegarstefnan, - þá lýsti ég því aðeins yfir með örfáum línum, að þeir færu þar ekki með rétt mál; og þetta var árið 1895, fullum 4 árum eftir að ég varð kandídat. – Samanburðurinn verður þá þessi, að ég fullum 4 árum eftir prófið svaraði mönnum, sem vitanlega ekkert skynbragð báru á vegagerðir, út af vegarstefnu, sem ég hafði rannsakað og mælt; en S.P., 1 árs gamall kandídat, leggur dóm á lagðan veg, sem útmældur hefur verið af verklega æfðum samiðnaðarmanni hans, án þess að hann sjálfur hafi haft nokkra verklega æfingu í vegagerðum, eða hafi nokkuð rannsakað og mælt vegarstefnuna, en aðeins farið þar um snögga ferð í húsabyggingaerindum – um hávetur, get ég gjarnan bætt við – þó að það sé ekki aðalatriðið, - því að það er þó alltaf talið erfiðara að sjá út vegarstefnuna á vetrum en á sumrum, þó aldrei nema það hafi verið nokkurn veginn auð jörð, þegar S.P. fór austur. Og samt segir “óhlutdrægur” að ég hafi fyrir fáum árum staðið í sömu sporum o.s.frv.
Þá fer “óhlutdrægur” að verja órökstudda dóma S.P. um vegarstefnuna m.m., og segir: “hvernig á að rökstyðja slíkt til hlítar í stuttri blaðagrein” o.s.frv. Já, það er hægt, ef hann hefur nokkur rök; greinin verður ef til vill nokkuð lengri; en það er skylda hvers manns, sem vill heita ærlegur drengur, að rökstyðja svo vel sem hann getur þær aðfinningar, sem hann gerir við verk einhvers manns, og sérstaklega var það ástæða til þess í þessu tilfelli, þar sem það var samiðnaðarmaður hans, sem í hlut átti. Ætli það þætti rétt, ef t.d. einhver læknir hér í Reykjavík færi á prenti að finna að lækningastörfum einhvers annars læknis hér, og færði svo engar ástæður eða rök fyrir sínum aðfinningum? Nei, S.P. átti annað hvort að rökstyðja sínar aðfinningar eða skrifa alls ekkert.
Þá er “óhlutdrægur” lengi að berjast við sinn eigin skugga, þar sem hann er að sýna fram á, að vottorð S.P. um ágæti Holtavegarins geti ekki hjálpað E.F. neitt í fjárdráttarmáli hans; því að það hefur (ólæsilegt orð) engum dottið í hug og allra síst (ólæsilegt orð) að vottorð S.P. væri svo máttugt; ég hef aðeins sagt, að hann væri að reyna að hjálpa bágstöddum mági sínum – auðvitað í Holtavegarmálinu – gefa honum vottorð um það, að hann (E.F.) hefði haft rétt fyrir sér í vegarstefnuvalinu, en ekki ég; en slíkt vottorð tel ég lítils virði og getur varla verið hlutdrægnislaust, þar sem honum svo nákominn maður á hlut að máli. Það er ekki svo að skilja, að ég vilji segja, að S.P. sé hlutdrægur með vilja – það vil ég ekki ætla honum, heldur get ég ímyndað mér, að hlutdrægnin sé honum ósjálfráð, þar sem svona stendur á. Allt eins og dómara er vikið úr sæti þegar einhver honum nákominn á hlut að máli, ekki af því að hann sé grunaður um að vilja rjúfa sinn dómaraeið, heldur af því, að skyldleikinn geti ósjálfrátt haft áhrif á hann -, eins átti S.P. að hafa nógu næma tilfinningu fyrir því rétta til þess að skipta sér ekki af þessu Holtavegarmáli, sem snertir mág hans.
Loks leyfir herra “óhlutdrægur” sér að segja, að það sé “áreiðanlegt og kunnugra en frá þurfi að segja, að hr. S.Th. lagði þungan hug á hr. E.F. fyrir það, að hans tillaga var til greina tekin”, en minni tillögu hafnað, og gefur það í skyn, að hlutdrægni og hefndargirni ráði mínum dómum um Holtaveginn. Eitthvað þessu líkt stóð í Ísafold í janúarmán. þ.á. og var sett í samband við kæru mína gegn E.F. og gefið í skyn, að hefndargirni réði mínum gerðum í því máli. Ég skora nú á herra “óhlutdrægan” og Ísafold að koma fram með nokkuð það atvik, þar sem ég hef lagt þungan hug á E.F. eða verið hans megnasti óvildarmaður, eins og Ísafold tók til orða, - sökum þess, að hans tillaga um Holtaveginn var tekin til greina, en ekki mín. Því að það er ekki nóg, til þess að koma fram með slíkar ásakanir gegn mér, að halda að ég beri þungan hug til hans vegna ágreinings míns við hann í vegamálum, eða að slá því fram, að það sé almennt talið svo, þegar ég hef aldrei sýnt það í verkinu, að svo sé. Og það er heldur ekki næg ástæða fyrir ásökunum þessum, að ég hafi kært manninn fyrir fjárdrátt og skjalafölsun, því að það hefði ég gert, hver sem í hlut hefði átt, þar sem ég þóttist sannfærður um, eftir þeim vottorðum, sem mér höfðu borist, að hér var um gífurleg fjársvik að ræða. Og það var beinlínis skylda mín, eins og sérhvers annars manns, sem slík gögn hefði haft í höndum, að stuðla til þess, að það mál yrði ítarlega rannsakað.
Skil ég svo við herra “óhlutdrægan” að svo stöddu.
Rvík 23. apr. 1900. Sig Thoroddsen.
___
Ritsj. Ísafoldar vill ógjarnan láta til sín taka þetta mál, þennan ágreining milli þeirra mannvirkjafræðinganna. En úr því hr. S.Th. beinir að oss afdráttarlausri áskorun um að benda á nokkurt það atriði, þar sem hann hafi lagt þungan hug á hr. E.F. o.s.frv., hlýðir ekki annað en sýna lit á því, og ætlum vér þá nægja að benda á það, sem hann mun naumast treysta sér á móti að bera, að þegar hann (S.Th.) frétti um breytinguna á Holtavegarstefnunni, rauk hann gagngert norðan úr Eyjafirði suður Kjöl og ætlaði að reka E.F. frá vinnu hans – kvað sig mundu hafa gert það, ef hann mætti ráða, og hafði við hann mjög þung orð og hörð. Annað atvik er það, að eftir það, en ekki fyrr, fór hann að finna að hjá (ólæsilegt orð) þeim göllum á reikningsskilum hans – kvittana skorti – er hann hafði ekki fundið að áður og ekki fann heldur að hjá öðrum á eftir. Fleira mætti sjálfsagt til tína, ef vel er leitað. Og er þessa getið til þess að eina, að sýna fram á, að hægt er að finna áminntum og átöldum orðum stað, en ekki hins, að draga neitt úr verðskulduðu lofi um hr. S.Th. fyrir skyldurækni hans að koma upp alvarlegum ávirðingum þeim, er hann tjáir sig (ólæsileg orð) var orðið hjá E.F. sem ráðsmanni yfir vegavinnufé.