1900

Ísafold, 5. maí, 27. árg, 26. tbl., bls. 102:

Ölfusárbrúin og viðhald hennar.
Í 18. tbl. Ísafoldar þ.á. er ritgerð eftir Sigurð Pétursson verkfræðing með yfirskriftinni: “Um vegi og brýr” m.m. Af því að mál þetta, sem greinin flytur, snertir að nokkru Ölfusárbrúna og viðhald hennar, og gefur að sumu leyti ekki sem réttastar skýringar, þá vil ég biðja ritstjórn Ísafoldar að gera svo vel að ljá nokkrum línum um þetta mál rúm í blaðinu.
Um Ölfusárbrúna segir verkfræðingurinn meðal annars: “Uppskrúfunin” finnst mér athugaverð eins og hún er nú gerð hvað eftir annað o.fl.
Þá er mér var, 1891, falið eftirlit með umferð um Ölfusárbrúna, viðhald á henni o.fl., setti eftirlitsverkfræðingur Ripperda, sá sem stjórnin í Khöfn hafði hér við brúarsmíðina, mér reglur um, hvernig haga skyldi viðhaldinu á brúnni og kvað mig ekki mega út af þeim bregða. Ég set hér stutt ágrip af reglum þessum, með því að það kemur þessu máli nokkuð við.
. Brúarvörðurinn skal sjá um, að brúin sé máluð undir eins og nokkuð ber á ryði; skafa skal nákvæmlega í kringum all ryðbletti. – Hann bjóst við, að annað hvort sumar þyrfti að mála brúna.
. Á alla strengi, uppihaldsstrengi og hliðarstrengi, skal bera heitt asfalt, og gera það mjög vandlega. - Hann kvað vírinn hafa nuddast í meðförum og galvaníseringin því skemmst á stöku stað, og kynnu að koma þar fram ryðneistar.
. Eftir hvert sumar, eða þegar umferð léttir, þarf brúarvörður að kynna sér skrúfur neðan á uppihaldsstöngum brúarinnar, og bera á þær allar. Þær mega með engu móti ryðga. Þá missti skrúfan burðarafl sitt, og ef stöng brotnaði, yrði mjög torvelt að ná henni úr, ef allt stæði fast, með því að illt væri aðstöðu.
. Hvert sumar skal brúarvörður sjá um, að allt gólf brúarinnar sé tjargað, og velja til þess gott veður. – Bjóst við að timbrið entist þá betur, o.fl.
Allt þetta sem nú hefur verið á minnst, hef ég gert, eftir því, sem tök hafa verið á og brúin hefur þarfnast, og er mér hægt að sanna, að svo hafi verið. Haustið 1896, þegar landskjálftarnir dundu yfir, slitnuðu hliðarstrengirnir úr stöpli þeim, sem heldur þeim, og er að vestanverðu við brúna; við það kipptist hún norður á bóginn, og hefur ekki náð sér aftur. Þá brotnuðu einnig 5 stangir í brúnni, en sem betur fór, tókst mjög greiðlega að setja aðrar nýjar í staðinn. Síðan hafa brotnað 3 stangir, sem líklega hafa lamast í landskjálftunum. Allar þessar stangir hafa verið látnar í af vönum járnsmiði, sem (tvö ólæsileg orð) við samsetningu beggja brúnna og þekkti því vel til verka þessara. Vitanlega hefur orðið að hækka eða lækka brúna á þeim stöðum, sem stangir eru teknar úr, því annars nást þær ekki, og má vera að verkfræðingurinn fái einhvern tíma að reyna það. Þá er hr. bankastjóri Tr. Gunnarsson var hér á ferð í sumar og skoðaði brúna eins og hann er vanur að gera, þegar hann er á ferð um hana, og gerði það þá miklu nákvæmar en verkfræðingurinn í þetta sinn (hann reið bara viðstöðulaust yfir hana), talaði hann (Tr.G.) um við mig, að sér þætti mjög leitt að sjá, að hvilft væri í brúna við norðurlandið, og bað mig um að skrúfa hana þar upp, og lengja skrúf á stöngum, þar sem þess þyrfti með. Þetta gerði ég í haust, og jafnaði þar brúna, og mun hún halda því lagi, meðan ekkert verður að. Sanna mun mega það, að brúin þurfti lögunar við á þessum stað og víðar, því hinn geysi mikli akstur á ofaníburði í Eyrarbakkaveginn í sumar reyndi brúna mjög, og er vegavinnuliði hr. Erl. Zakaríssonar kunnugt um það.
Af því, sem nú hefur verið talið, er mér ekki ljóst, hvað óþarflega oft ég hafi skrúfað brúna upp – enda er það orð talsvert villandi, því það má eins vel skilja svo, að ávallt sé verið að hækka brúna, og ég skil ekki í, hvaðan verkfræðingurinn hefur sagnir um það atriði.
Ennfremur stendur í áðurnefndri grein verkfræðingsins: “Ef brúin heldur ekki lagi sínu um stund, verður að athuga fleira en uppihaldsstangirnar”. Það kann nú að vera að svo sé. Allar súlnagrindur eru vandlega hnoðnegldar og því óhreyfanlegar. Af því ég er talsvert kunnugur samsetningu beggja brúnna, sem gerðar hafa verið að umtalsefni, þá get ég ekki stillt mig um að geta þess um Ölfusárbrúna, að líklega verða það helst eða heldur eingöngu uppihaldsstangir og klemmur þær, sem halda þeim uppi, sem ráða legu brúarinnar. Bili eða slitni uppihaldsstrengur, mun viðgerð á honum ekki geta farið fram með þeim áhöldum, sem hér þekkjast eða til eru; verður því hæpið um aðgerð á þeim.
Ölfusárbrúin er ólík Þjórsárbrúnni að því, að í stormum og mikilli umferð hreyfist hún á tvennan hátt: upp og niður, eða til hliðar, mismikið eftir atvikum. Fyrir það ber stundum við, að klemmur hrapa til eftir strengjunum. Þarf þá óðara að koma þeim í samt lag, en ekki hægt að gera það, nema losa um stöngina að neðan, og hreyfa skrúfu. Þegar nú þar til gerð áhöld eru við hendina, og vanir menn gera það (aðrir geta það ekki), þá er ekki gott að sjá, hvaða hætta geti stafað af þessu.
Það er síður en svo, að ekki sé rétt, að verkfræðingur þessi, eða annar jafnsnjall, sé við, þegar meiri háttar viðgerðir fara fram á dýrum mannvirkjum, og ætti það að vera því hægara, sem mönnum þessum fjölgar í landinu. En líklega yrðu fleiri en ég, sem réðu af, ef stöng bilaði í brúnni eða eitthvað smálegt, að láta stöngina sem fljótast í aftur, undir umsjón góðs smiðs, heldur en að bíða með það eftir verkfræðingi, sem kynni þá að vera í öðrum landsfjórðungi.
Þegar hr. S.P. kom heim til mín ásamt förunauti sínum, Einari Finnsyni vegavinnustjóra, átti ég tal við þá um ýmislegt, helst um húsagerð o.fl. Lét ég þá í ljósi við þá, að mér þætti illt hvað áliðið væri dags, og gæti ég því ekki farið með þeim austur að brúnni, og sýnt þeim hana nákvæmlega. Þeir eyddu því; enda var farið að skyggja, regn á með stormi, og þeir að öðru leyti að keppa til náttstaðar. Er því auðsætt, að ekki gat orðið neitt úr nákvæmri skoðun á brúnni, svona á ferð, og þeir áhaldalausir að öllu leyti.
Ég minntist á, að þörf væri ef til vill á, að hafa tvöfaldar rær undir bitaendum brúarinnar, og á 5 stöðum vantar þær að ofan (þegar brúin var látin á, misstu ensku smiðirnir þær í ána, og má vera að hr. Tr. Gunnarsson muni til þess, að stundum fóru þeir óvarlega með verkefni o.fl.). Vitanlega var aldrei ætlast til, að tvöfaldar rær væru að neðan á Ölfusárbrúnni, þótt svo sé á austurbrúnni. Af því ég heyrði, að verkfræðingurinn áleit nú að svo þyrfti að vera hér, og af því, að engar rær eru til af þeirri stærð, væri líklega rétt fyrir hann eða aðra, sem færir eru um það, að panta þær heldur fyrr en síðar. Eftir því sem fram hefur komið, mun ég ekki ráðast í það.
Það sem segir í grein hr. S.P. um vöntun á fráræsluskurði við austurenda landbrúarinnar er rétt. Þörf á einum fráræsluskurði kom fram í vetur, og stafar það eingöngu af samkomu veganna á þessum stað, sem lokið var við í haust; enda var ráðgert, ef slík þörf sýndi sig í vetur, að grafa hann, þegar klaki færi úr jörðu í vor.
Ég bið velvirðingar á, hvað ég hef orðið langorður um þetta mál, sett hér t.d. ágrip af reglum, sem mér var falið að fara eftir við eftirlitið o.fl. En ég hef gert það til sýna, að skoðunum verkfræðinga þessara virðist ekki bera sem best saman, því eftir umyrðum hr. S.P. um bilunarhættu á Ölfusárbrúnni geta ókunnugir ímyndað sér, að hætta sé fyrir dyrum; en svo er ekki, sem betur fer.
Selfossi 8. apríl 1900.
Símon Jónsson,
brúarvörður við Ölfusárbrúna.


Ísafold, 5. maí, 27. árg, 26. tbl., bls. 102:

Ölfusárbrúin og viðhald hennar.
Í 18. tbl. Ísafoldar þ.á. er ritgerð eftir Sigurð Pétursson verkfræðing með yfirskriftinni: “Um vegi og brýr” m.m. Af því að mál þetta, sem greinin flytur, snertir að nokkru Ölfusárbrúna og viðhald hennar, og gefur að sumu leyti ekki sem réttastar skýringar, þá vil ég biðja ritstjórn Ísafoldar að gera svo vel að ljá nokkrum línum um þetta mál rúm í blaðinu.
Um Ölfusárbrúna segir verkfræðingurinn meðal annars: “Uppskrúfunin” finnst mér athugaverð eins og hún er nú gerð hvað eftir annað o.fl.
Þá er mér var, 1891, falið eftirlit með umferð um Ölfusárbrúna, viðhald á henni o.fl., setti eftirlitsverkfræðingur Ripperda, sá sem stjórnin í Khöfn hafði hér við brúarsmíðina, mér reglur um, hvernig haga skyldi viðhaldinu á brúnni og kvað mig ekki mega út af þeim bregða. Ég set hér stutt ágrip af reglum þessum, með því að það kemur þessu máli nokkuð við.
. Brúarvörðurinn skal sjá um, að brúin sé máluð undir eins og nokkuð ber á ryði; skafa skal nákvæmlega í kringum all ryðbletti. – Hann bjóst við, að annað hvort sumar þyrfti að mála brúna.
. Á alla strengi, uppihaldsstrengi og hliðarstrengi, skal bera heitt asfalt, og gera það mjög vandlega. - Hann kvað vírinn hafa nuddast í meðförum og galvaníseringin því skemmst á stöku stað, og kynnu að koma þar fram ryðneistar.
. Eftir hvert sumar, eða þegar umferð léttir, þarf brúarvörður að kynna sér skrúfur neðan á uppihaldsstöngum brúarinnar, og bera á þær allar. Þær mega með engu móti ryðga. Þá missti skrúfan burðarafl sitt, og ef stöng brotnaði, yrði mjög torvelt að ná henni úr, ef allt stæði fast, með því að illt væri aðstöðu.
. Hvert sumar skal brúarvörður sjá um, að allt gólf brúarinnar sé tjargað, og velja til þess gott veður. – Bjóst við að timbrið entist þá betur, o.fl.
Allt þetta sem nú hefur verið á minnst, hef ég gert, eftir því, sem tök hafa verið á og brúin hefur þarfnast, og er mér hægt að sanna, að svo hafi verið. Haustið 1896, þegar landskjálftarnir dundu yfir, slitnuðu hliðarstrengirnir úr stöpli þeim, sem heldur þeim, og er að vestanverðu við brúna; við það kipptist hún norður á bóginn, og hefur ekki náð sér aftur. Þá brotnuðu einnig 5 stangir í brúnni, en sem betur fór, tókst mjög greiðlega að setja aðrar nýjar í staðinn. Síðan hafa brotnað 3 stangir, sem líklega hafa lamast í landskjálftunum. Allar þessar stangir hafa verið látnar í af vönum járnsmiði, sem (tvö ólæsileg orð) við samsetningu beggja brúnna og þekkti því vel til verka þessara. Vitanlega hefur orðið að hækka eða lækka brúna á þeim stöðum, sem stangir eru teknar úr, því annars nást þær ekki, og má vera að verkfræðingurinn fái einhvern tíma að reyna það. Þá er hr. bankastjóri Tr. Gunnarsson var hér á ferð í sumar og skoðaði brúna eins og hann er vanur að gera, þegar hann er á ferð um hana, og gerði það þá miklu nákvæmar en verkfræðingurinn í þetta sinn (hann reið bara viðstöðulaust yfir hana), talaði hann (Tr.G.) um við mig, að sér þætti mjög leitt að sjá, að hvilft væri í brúna við norðurlandið, og bað mig um að skrúfa hana þar upp, og lengja skrúf á stöngum, þar sem þess þyrfti með. Þetta gerði ég í haust, og jafnaði þar brúna, og mun hún halda því lagi, meðan ekkert verður að. Sanna mun mega það, að brúin þurfti lögunar við á þessum stað og víðar, því hinn geysi mikli akstur á ofaníburði í Eyrarbakkaveginn í sumar reyndi brúna mjög, og er vegavinnuliði hr. Erl. Zakaríssonar kunnugt um það.
Af því, sem nú hefur verið talið, er mér ekki ljóst, hvað óþarflega oft ég hafi skrúfað brúna upp – enda er það orð talsvert villandi, því það má eins vel skilja svo, að ávallt sé verið að hækka brúna, og ég skil ekki í, hvaðan verkfræðingurinn hefur sagnir um það atriði.
Ennfremur stendur í áðurnefndri grein verkfræðingsins: “Ef brúin heldur ekki lagi sínu um stund, verður að athuga fleira en uppihaldsstangirnar”. Það kann nú að vera að svo sé. Allar súlnagrindur eru vandlega hnoðnegldar og því óhreyfanlegar. Af því ég er talsvert kunnugur samsetningu beggja brúnna, sem gerðar hafa verið að umtalsefni, þá get ég ekki stillt mig um að geta þess um Ölfusárbrúna, að líklega verða það helst eða heldur eingöngu uppihaldsstangir og klemmur þær, sem halda þeim uppi, sem ráða legu brúarinnar. Bili eða slitni uppihaldsstrengur, mun viðgerð á honum ekki geta farið fram með þeim áhöldum, sem hér þekkjast eða til eru; verður því hæpið um aðgerð á þeim.
Ölfusárbrúin er ólík Þjórsárbrúnni að því, að í stormum og mikilli umferð hreyfist hún á tvennan hátt: upp og niður, eða til hliðar, mismikið eftir atvikum. Fyrir það ber stundum við, að klemmur hrapa til eftir strengjunum. Þarf þá óðara að koma þeim í samt lag, en ekki hægt að gera það, nema losa um stöngina að neðan, og hreyfa skrúfu. Þegar nú þar til gerð áhöld eru við hendina, og vanir menn gera það (aðrir geta það ekki), þá er ekki gott að sjá, hvaða hætta geti stafað af þessu.
Það er síður en svo, að ekki sé rétt, að verkfræðingur þessi, eða annar jafnsnjall, sé við, þegar meiri háttar viðgerðir fara fram á dýrum mannvirkjum, og ætti það að vera því hægara, sem mönnum þessum fjölgar í landinu. En líklega yrðu fleiri en ég, sem réðu af, ef stöng bilaði í brúnni eða eitthvað smálegt, að láta stöngina sem fljótast í aftur, undir umsjón góðs smiðs, heldur en að bíða með það eftir verkfræðingi, sem kynni þá að vera í öðrum landsfjórðungi.
Þegar hr. S.P. kom heim til mín ásamt förunauti sínum, Einari Finnsyni vegavinnustjóra, átti ég tal við þá um ýmislegt, helst um húsagerð o.fl. Lét ég þá í ljósi við þá, að mér þætti illt hvað áliðið væri dags, og gæti ég því ekki farið með þeim austur að brúnni, og sýnt þeim hana nákvæmlega. Þeir eyddu því; enda var farið að skyggja, regn á með stormi, og þeir að öðru leyti að keppa til náttstaðar. Er því auðsætt, að ekki gat orðið neitt úr nákvæmri skoðun á brúnni, svona á ferð, og þeir áhaldalausir að öllu leyti.
Ég minntist á, að þörf væri ef til vill á, að hafa tvöfaldar rær undir bitaendum brúarinnar, og á 5 stöðum vantar þær að ofan (þegar brúin var látin á, misstu ensku smiðirnir þær í ána, og má vera að hr. Tr. Gunnarsson muni til þess, að stundum fóru þeir óvarlega með verkefni o.fl.). Vitanlega var aldrei ætlast til, að tvöfaldar rær væru að neðan á Ölfusárbrúnni, þótt svo sé á austurbrúnni. Af því ég heyrði, að verkfræðingurinn áleit nú að svo þyrfti að vera hér, og af því, að engar rær eru til af þeirri stærð, væri líklega rétt fyrir hann eða aðra, sem færir eru um það, að panta þær heldur fyrr en síðar. Eftir því sem fram hefur komið, mun ég ekki ráðast í það.
Það sem segir í grein hr. S.P. um vöntun á fráræsluskurði við austurenda landbrúarinnar er rétt. Þörf á einum fráræsluskurði kom fram í vetur, og stafar það eingöngu af samkomu veganna á þessum stað, sem lokið var við í haust; enda var ráðgert, ef slík þörf sýndi sig í vetur, að grafa hann, þegar klaki færi úr jörðu í vor.
Ég bið velvirðingar á, hvað ég hef orðið langorður um þetta mál, sett hér t.d. ágrip af reglum, sem mér var falið að fara eftir við eftirlitið o.fl. En ég hef gert það til sýna, að skoðunum verkfræðinga þessara virðist ekki bera sem best saman, því eftir umyrðum hr. S.P. um bilunarhættu á Ölfusárbrúnni geta ókunnugir ímyndað sér, að hætta sé fyrir dyrum; en svo er ekki, sem betur fer.
Selfossi 8. apríl 1900.
Símon Jónsson,
brúarvörður við Ölfusárbrúna.