1900

Þjóðólfur, 11. maí, 52. árg, 22. tbl., bls. 89:

Fréttabréf úr Vestur-Skaftafellssýslu (Mýrdal).
Að samgönguleysinu hér við aðrar sveitir landsins þykir mesta mein, og stendur það í vegi fyrir mörgum þægindum og framförum hér, sem annars væru vel hugsanleg til framkvæmda; ekki mundi það mikið kosta, þó “Hólar” hefði hér í Vík ákveðinn viðkomustað í hverri ferð austur og suður um land, en það gæti þó haft mikil þægindi í för með sér fyrir þetta hérað.
Einnig hefur heyrst, að ekki mundi neitt verða úr hinni fyrirhuguðu vegagerð hér í sumar, og þykir það ekki bæta úr samgöngum á landi, því flestir vegir hér eru lítt færir.


Þjóðólfur, 11. maí, 52. árg, 22. tbl., bls. 89:

Fréttabréf úr Vestur-Skaftafellssýslu (Mýrdal).
Að samgönguleysinu hér við aðrar sveitir landsins þykir mesta mein, og stendur það í vegi fyrir mörgum þægindum og framförum hér, sem annars væru vel hugsanleg til framkvæmda; ekki mundi það mikið kosta, þó “Hólar” hefði hér í Vík ákveðinn viðkomustað í hverri ferð austur og suður um land, en það gæti þó haft mikil þægindi í för með sér fyrir þetta hérað.
Einnig hefur heyrst, að ekki mundi neitt verða úr hinni fyrirhuguðu vegagerð hér í sumar, og þykir það ekki bæta úr samgöngum á landi, því flestir vegir hér eru lítt færir.