1900

Fjallkonan, 13. maí, 1900, 17. árg., 19. tbl., forsíða:

Andhæli.
Flest þykir mér nú fara að ganga andhælis, þegar Sigurður P. er farinn að tala um það, sem “kollega” hans, Sigurður T., einn hefur rétt til að vita og þegja um. Það er varúðarvert, að sletta sér inn í verkahring svoleiðis manns, sem var svo vænn að þiggja einar 3000 kr. í árskaup hjá okkur, þegar hann var búinn að sjá hina nafnfrægu víggirðingu Khafnar, mannvirki í Noregi o.m.fl., eftir að hann skrapp frá “examensborðinu”, og hefur síðan fengið nokkurra ára reynslu hér, reynslu sem aðrir hafa öðlast svo mikinn lærdóm af. Það er alkunnugt, að þessi ágætismaður hefur tekið með þögn og þolinmæði flestum móðgunum, sem hann hefur orðið fyrir af ólærðum vegagerðarverkstjórum og almenningi, sem engan einkarétt höfðu til að hafa betur vit á hlutunum en hann, en það er engin ástæða til að gera sér von um, að hann fyrir því ekki styggist við, er “nýskroppinn” “kollega” fer að látast hafa hugmynd um aðgerðir hans. En ef hann er styggður mjög, gæti skeð, að hann sneri við oss bakinu og væri þá illa komið högum vorum.
Já, sannarlega er S.Th. maður sem vér ekki höfum kunnað rétt að meta. Honum hefur verið mörg móðgun sýnd:
. Breytt var frá stefnu þeirri er hann hafði ætlað veginum frá Kolviðarhóli upp á Hellisheiði og farið eftir tillögu óbreytts vegaverkstjóra. Og þótt almenningi er veginn notar, þyki sú stefna í alla staði betri, er það lítið að marka. Hin stefnan var aldrei reynd, og því ekki séð, hve miklu meiri atvinnu það kynni að hafa veitt, að leggja veginn að ráði S.T., og hve miklu minna hann hefði þar orðið fyrir sliti, er hann lengur hefði legið undir jökli.
. Þvert á móti tillögum og vilja S.T. var Öxarárbrúin lögð yfir hamragljúfrið, og hefur landshöfðingja verið gefin dýrðin fyrir það, en S.T. ætlaðist til að hún yrði sett á sandeyrarnar, þar sem byggja hefði þurft marga djúpt niður grafna stöpla og 3-4 trébrýr yfir, og ættu allir að geta séð hve margfalt drýgri atvinna hefði orðið við það og viðhald þess, en þessa einu brú á berggljúfrinu. En þrátt fyrir þessa mótspyrnu gegn ráðum S.T., leiddi þó það gott af framkvæmdum hans í því efni, að brúartrén, sem afgangs urðu af þeim er hann hafði pantað, fengust – að vísu langlegin og farin að skemmast – fyrir ekki nærri hálfvirði á uppboði, til stórhags fyrir kaupendur.
. Allt útmælingastarf hans í Holtunum var að engu haft, en vegurinn lagður eftir tillögum héraðsmanna og mælingu “ólærðra” manna, sem á engan skóla hafa gengið og engin “hervirki” séð erlendis. Verða þó allir að játa, að atvinna hefði orðið miklu drýgri við vegagerð eftir tillögu S.T., þó vegurinn kynni að hafa orðið lítið eitt óhagkvæmari fyrir notendur, sem aldrei verður af reynslunni sannað.
. Menn eru að segja, að Eyjafjarðarvegurinn sé með öllu óþarfur. Á því svæði, sem búið er að eyða í 14.000 kr. hafi verið dágóður náttúrulegur reiðvegur, og til annars verði hann ekki notaður; en þarna hafa nú margir menn haft atvinnu sumarlangt, og Akureyrarbúar notið þeirrar ánægju, að sjá S.T. á Eyrinni á meðan, og væri ósanngjarnt að öfunda höfuðstað Norðlendinga af þessu.
. Brúin á Hörgá hlýtur að hafa verið illa byggð, segja sumir, úr því að áin velti henni af sér. En gætið að því, góðir hálsar, að fjandinn getur farið í ár, eins og svín og sérhvað annað, til að hleypa þeim upp móti góðum mönnum; en því fleiri brýr, því meiri vinna – og peningar – handa okkur.
. Þegar brúin á Blöndu var byggð, fór einhver óbreyttur alþýðumaður að sletta sér fram í að áminna S.T. um, að steinlímið mundi verða of lítið, er hann hafði pantað, og ráða honum til að bæta við það í tíma. Eins og eðlilegt var, sagði S.T., að það kæmi honum ekkert við, og sat við sinn keip. Fyrir það varð ekki lokið við brúna um haustið, og jókst mikið atvinna við það, að ljúka við verkið næsta vor. Ferðirnar urðu fleiri o.s.frv.
. Eins og menn vita, var S.T. fyrir landssjóðs hönd umsjónarmaður með brúarsmíðinni á Þjórsá. Óhlutvandir menn hafa vanþakkað honum þá umsjón og vitna til þess, að brúin hafi fundið eystri akkerisstöpulinn of léttvægan, og því hótað hundruðum manna bráðum bana sjálfan vígsludaginn; geta menn þá ekki munað, að S.T. ásamt sjálfum brúarsmiðnum, vitnaði rétt á eftir, að ekkert væri að óttast út af þessu. Illmálgar tungur segja, að brúin hafi verið sett á vesturklöppina margsprungna, án þess mokað hafi verið ofan af henni moldinni til að skoða hana – fyrr en eftir tvö ár, en þá héngu lausir drangar framan í henni, segja þeir, sem nú eru fallnir. Nú, sé þetta satt, veitir það líklega að minnsta kosti 6-8000 kr. atvinnu, að fáum árum liðnum, að gera við klöppina, og Vaughan þarf ekki að ómaka sig úr því. Það fá Íslendingar – mest verkamenn. Nóg gengur til eftirlauna o.þvíl. samt. S.T. var þar um sumarið og sá um að brúin var svo vel skrúfuð, að ekki kvað hafa þurft að bæta um það síðan.
. Sumum þykir S.T. vinna lítið fyrir kaupinu. Þér heimskingjar! Vitið þér ekki, að hann er mest allt sumarið á milliferðum og við mælingar, stundum jafnvel tímunum saman á dag, ef gott er veður, og allan veturinn er hann hvern góðviðrisdag til sýnis á götum höfuðstaðarins eða tjörninni, en þess á milli (líkl.) í “uppdrætti” og útreikningum, sem geymt gæti ókomnum öldum mikinn fjársjóð, ef safnað væri, - eftir að hann og starfi hans, sem samtíðin ekki kann rétt að meta, fyrir löngu er “fallin í gleymsku og dá”.
Þórarinn Jóhannson
(verkamaður)


Fjallkonan, 13. maí, 1900, 17. árg., 19. tbl., forsíða:

Andhæli.
Flest þykir mér nú fara að ganga andhælis, þegar Sigurður P. er farinn að tala um það, sem “kollega” hans, Sigurður T., einn hefur rétt til að vita og þegja um. Það er varúðarvert, að sletta sér inn í verkahring svoleiðis manns, sem var svo vænn að þiggja einar 3000 kr. í árskaup hjá okkur, þegar hann var búinn að sjá hina nafnfrægu víggirðingu Khafnar, mannvirki í Noregi o.m.fl., eftir að hann skrapp frá “examensborðinu”, og hefur síðan fengið nokkurra ára reynslu hér, reynslu sem aðrir hafa öðlast svo mikinn lærdóm af. Það er alkunnugt, að þessi ágætismaður hefur tekið með þögn og þolinmæði flestum móðgunum, sem hann hefur orðið fyrir af ólærðum vegagerðarverkstjórum og almenningi, sem engan einkarétt höfðu til að hafa betur vit á hlutunum en hann, en það er engin ástæða til að gera sér von um, að hann fyrir því ekki styggist við, er “nýskroppinn” “kollega” fer að látast hafa hugmynd um aðgerðir hans. En ef hann er styggður mjög, gæti skeð, að hann sneri við oss bakinu og væri þá illa komið högum vorum.
Já, sannarlega er S.Th. maður sem vér ekki höfum kunnað rétt að meta. Honum hefur verið mörg móðgun sýnd:
. Breytt var frá stefnu þeirri er hann hafði ætlað veginum frá Kolviðarhóli upp á Hellisheiði og farið eftir tillögu óbreytts vegaverkstjóra. Og þótt almenningi er veginn notar, þyki sú stefna í alla staði betri, er það lítið að marka. Hin stefnan var aldrei reynd, og því ekki séð, hve miklu meiri atvinnu það kynni að hafa veitt, að leggja veginn að ráði S.T., og hve miklu minna hann hefði þar orðið fyrir sliti, er hann lengur hefði legið undir jökli.
. Þvert á móti tillögum og vilja S.T. var Öxarárbrúin lögð yfir hamragljúfrið, og hefur landshöfðingja verið gefin dýrðin fyrir það, en S.T. ætlaðist til að hún yrði sett á sandeyrarnar, þar sem byggja hefði þurft marga djúpt niður grafna stöpla og 3-4 trébrýr yfir, og ættu allir að geta séð hve margfalt drýgri atvinna hefði orðið við það og viðhald þess, en þessa einu brú á berggljúfrinu. En þrátt fyrir þessa mótspyrnu gegn ráðum S.T., leiddi þó það gott af framkvæmdum hans í því efni, að brúartrén, sem afgangs urðu af þeim er hann hafði pantað, fengust – að vísu langlegin og farin að skemmast – fyrir ekki nærri hálfvirði á uppboði, til stórhags fyrir kaupendur.
. Allt útmælingastarf hans í Holtunum var að engu haft, en vegurinn lagður eftir tillögum héraðsmanna og mælingu “ólærðra” manna, sem á engan skóla hafa gengið og engin “hervirki” séð erlendis. Verða þó allir að játa, að atvinna hefði orðið miklu drýgri við vegagerð eftir tillögu S.T., þó vegurinn kynni að hafa orðið lítið eitt óhagkvæmari fyrir notendur, sem aldrei verður af reynslunni sannað.
. Menn eru að segja, að Eyjafjarðarvegurinn sé með öllu óþarfur. Á því svæði, sem búið er að eyða í 14.000 kr. hafi verið dágóður náttúrulegur reiðvegur, og til annars verði hann ekki notaður; en þarna hafa nú margir menn haft atvinnu sumarlangt, og Akureyrarbúar notið þeirrar ánægju, að sjá S.T. á Eyrinni á meðan, og væri ósanngjarnt að öfunda höfuðstað Norðlendinga af þessu.
. Brúin á Hörgá hlýtur að hafa verið illa byggð, segja sumir, úr því að áin velti henni af sér. En gætið að því, góðir hálsar, að fjandinn getur farið í ár, eins og svín og sérhvað annað, til að hleypa þeim upp móti góðum mönnum; en því fleiri brýr, því meiri vinna – og peningar – handa okkur.
. Þegar brúin á Blöndu var byggð, fór einhver óbreyttur alþýðumaður að sletta sér fram í að áminna S.T. um, að steinlímið mundi verða of lítið, er hann hafði pantað, og ráða honum til að bæta við það í tíma. Eins og eðlilegt var, sagði S.T., að það kæmi honum ekkert við, og sat við sinn keip. Fyrir það varð ekki lokið við brúna um haustið, og jókst mikið atvinna við það, að ljúka við verkið næsta vor. Ferðirnar urðu fleiri o.s.frv.
. Eins og menn vita, var S.T. fyrir landssjóðs hönd umsjónarmaður með brúarsmíðinni á Þjórsá. Óhlutvandir menn hafa vanþakkað honum þá umsjón og vitna til þess, að brúin hafi fundið eystri akkerisstöpulinn of léttvægan, og því hótað hundruðum manna bráðum bana sjálfan vígsludaginn; geta menn þá ekki munað, að S.T. ásamt sjálfum brúarsmiðnum, vitnaði rétt á eftir, að ekkert væri að óttast út af þessu. Illmálgar tungur segja, að brúin hafi verið sett á vesturklöppina margsprungna, án þess mokað hafi verið ofan af henni moldinni til að skoða hana – fyrr en eftir tvö ár, en þá héngu lausir drangar framan í henni, segja þeir, sem nú eru fallnir. Nú, sé þetta satt, veitir það líklega að minnsta kosti 6-8000 kr. atvinnu, að fáum árum liðnum, að gera við klöppina, og Vaughan þarf ekki að ómaka sig úr því. Það fá Íslendingar – mest verkamenn. Nóg gengur til eftirlauna o.þvíl. samt. S.T. var þar um sumarið og sá um að brúin var svo vel skrúfuð, að ekki kvað hafa þurft að bæta um það síðan.
. Sumum þykir S.T. vinna lítið fyrir kaupinu. Þér heimskingjar! Vitið þér ekki, að hann er mest allt sumarið á milliferðum og við mælingar, stundum jafnvel tímunum saman á dag, ef gott er veður, og allan veturinn er hann hvern góðviðrisdag til sýnis á götum höfuðstaðarins eða tjörninni, en þess á milli (líkl.) í “uppdrætti” og útreikningum, sem geymt gæti ókomnum öldum mikinn fjársjóð, ef safnað væri, - eftir að hann og starfi hans, sem samtíðin ekki kann rétt að meta, fyrir löngu er “fallin í gleymsku og dá”.
Þórarinn Jóhannson
(verkamaður)