1900

Fjallkonan, 9. júlí, 1900, 17. árg., 26. tbl., bls. 2:

Flóavegurinn.
Flestir sem um veg þennan fara, sem liggur yfir Flóann milli brúnna (Þjórsár og Ölfusár) dæma ekki öðruvísi um hann en að hann sé lítt fær, hvort heldur sem er fyrir lausa hesta eða klyfjaða, nema þá því aðeins, að snjór sé yfir honum.
Þessi vegur er alveg nýgerður, en gallinn er, að ofaníburður sá, sem í hann var hafður, er svo laus fyrir, að þegar hann þornar hefur hann rokið jafnóðum í burt og af þeim ástæðum hefur “púkkið” jafnskjótt losnað upp; er hann því yfirferðar engu betri en hraungata full af smágrjóti, því að hestar geta hvergi stigið annars staðar en á hnullungssteina frá því skammt fyrir austan Ölfusárbrú og á móts við Hraungerði; úr því eru smákaflar í honum heldur skárri.
Allir þeir ferðamenn, sem ég hef talað við, kvarta sáran yfir því, að geta ekki brúkað svo góðan veg, sem hann í fyrstunni var talinn. – Svo væri vel trúlegt, að hann yrði ógreiður fyrir póstvagninn, ef hann á að fara í viku hverri eftir honum.
Að fá góðan ofaníburð og laga þennan veg eins og með þyrfti mundi kosta æði mikið fé, og líklega ekki hægt sem stendur, því erfitt verður að fá reglulega góðan íburð, en að bæta veginn, svo hann yrði brúklegur, mundi ekki kosta mjög mikið fé. Ætti þá að ryðja öllu grjóti bæði smáu og stóru af honum, sem þar liggur laust, og er algjörlega gagnslaust, nema ferðamönnum og hestum þeirra til tálmunar.
Þetta gæti bætt veginn mikið í bráðina, en ef til vill yrði það ekki til langframa.
Auðvitað væri æskilegast, að vegurinn væri bættur það, sem þörfin krefur, en af tveimur fjárútlátum, sem af því mundu leiða, tók ég hér þau minni.
Allur almenningur, sem veg þennan þarf að nota, að meira eða minna leyti, óskar svo góðs af þeim sem yfir vegum og brúm eiga að ráða hér á landi, að þeir ráði einhverja bót á þessu.
Á Jónsmessudag 1900.
Ferðamaður


Fjallkonan, 9. júlí, 1900, 17. árg., 26. tbl., bls. 2:

Flóavegurinn.
Flestir sem um veg þennan fara, sem liggur yfir Flóann milli brúnna (Þjórsár og Ölfusár) dæma ekki öðruvísi um hann en að hann sé lítt fær, hvort heldur sem er fyrir lausa hesta eða klyfjaða, nema þá því aðeins, að snjór sé yfir honum.
Þessi vegur er alveg nýgerður, en gallinn er, að ofaníburður sá, sem í hann var hafður, er svo laus fyrir, að þegar hann þornar hefur hann rokið jafnóðum í burt og af þeim ástæðum hefur “púkkið” jafnskjótt losnað upp; er hann því yfirferðar engu betri en hraungata full af smágrjóti, því að hestar geta hvergi stigið annars staðar en á hnullungssteina frá því skammt fyrir austan Ölfusárbrú og á móts við Hraungerði; úr því eru smákaflar í honum heldur skárri.
Allir þeir ferðamenn, sem ég hef talað við, kvarta sáran yfir því, að geta ekki brúkað svo góðan veg, sem hann í fyrstunni var talinn. – Svo væri vel trúlegt, að hann yrði ógreiður fyrir póstvagninn, ef hann á að fara í viku hverri eftir honum.
Að fá góðan ofaníburð og laga þennan veg eins og með þyrfti mundi kosta æði mikið fé, og líklega ekki hægt sem stendur, því erfitt verður að fá reglulega góðan íburð, en að bæta veginn, svo hann yrði brúklegur, mundi ekki kosta mjög mikið fé. Ætti þá að ryðja öllu grjóti bæði smáu og stóru af honum, sem þar liggur laust, og er algjörlega gagnslaust, nema ferðamönnum og hestum þeirra til tálmunar.
Þetta gæti bætt veginn mikið í bráðina, en ef til vill yrði það ekki til langframa.
Auðvitað væri æskilegast, að vegurinn væri bættur það, sem þörfin krefur, en af tveimur fjárútlátum, sem af því mundu leiða, tók ég hér þau minni.
Allur almenningur, sem veg þennan þarf að nota, að meira eða minna leyti, óskar svo góðs af þeim sem yfir vegum og brúm eiga að ráða hér á landi, að þeir ráði einhverja bót á þessu.
Á Jónsmessudag 1900.
Ferðamaður