1900

Austri, 24. júlí, 1900, 10. árg., 25. tbl., forsíða:

Bréf frá Páli vegfræðing Jónssyni.
Háttvirti ritstjóri!
Næstliðið haust gat ég þess, að ég vildi fara með farfuglunum, þó ekki lengra en til Noregs, og vita hvers ég yrði vísari í vegagerðum, sem einnig gæti komið hér að liði.
Nú er sumarið komið og farfuglarnir, sem með endurnýjuðum kröftum, hver eftir sínum efnum, syngja um dásemd og dýrð.
Ég er og kominn, vildi feginn geta tekið undir í mínum verkahring og sungið um framför og framfaravon.
Því skal eigi neitað, að ýmislegt bar fyrir augu, sem gaf efni í endurnýjaðan kraft, en sökum mismunandi loftslag með fl., þá verður ekki sungið í sama tón hér og þar (í Noregi). Er ég þó ánægður með för mína og verslun, því fremur hef ég nú von um en áður að ná laginu (verða ekki hjáróma), og vel sé þeim sem leitar sér upplýsinga í sinni eigin grein og framleggur sína krafta, hann hefur von um að ná fram í baráttunni við tilveruna.
Það er enginn efa á að vér ættum að fylgja meginreglum Norðmanna í vegagerðum; það var líka byrjað í þá átt fyrir 15-16 árum, þá var fenginn norskur vegfræðingur með 4 verkamönnum; þeir byggðu eftir þeim lögum, reglum og formum sem tíðkuðust þá í Noregi, allt fór vel og man ég ekki til að neitt hafi verið kvartað undan þessu fyrirkomulagi, enda engin ástæða til þess, þegar hér er jafnað saman vorum eldri vegagerðarreglum; en síðan hefur setið við það sama, ef ekki heldur snúist í gamla horfið. Því skal þó eigi neitað, að þingið hefur sýnt að það vill áfram í þeirri grein, bæði í framkvæmd og stjórn, en því miður hefur viðleitnin ekki borið jafn mikinn ávöxt sem vænta mátti. Þó má ekki eingöngu gefa þinginu það að sök eða stjórn þeirri sem það hefur valið, allt hefur sínar orsakir og skal ég lauslega minnast á þær sem mér virðast helstar.
Þess er áður getið, að Norðmenn byggðu hér eftir sínum lögum og reglum, en hver voru þau? Svo lítur út sem þau séu öllum hulin, og ef svo er, þá er annað auðveldara en að byggja lög og reglur í líkingu við þau sem aldrei hafa heyrst eða sést; svo er og lítil ástæða fyrir þingið að verja kröftum sínum og tíma til að semja lög í þeirri grein, sem ekki er frekar kvartað undan lagaleysi en hér á sér stað.
Í vorum vegagerðarverkahring er ég mínum (sem verkstjóri) kunnugastur, og séu reglur hér bornar saman við þær í Noregi, þá eru þær þar hér um bil á þessa leið: Verkstjóri gefur allar nauðsynlegar reglur um byrjun og framhald vinnunnar, samkvæmar gildandi lögum, samþykktum, formum, höfuðreglum og ákvörðunum frá yfirverkfræðingi. Hér eru ekki slíkar reglur eða form, sem verkstjóri fylgir eða getur rétt sig eftir, og verður því ekki annað sagt en það sé hrópandi vöntun á reglum líkt og Skougaard skrifstofustjóri í vegastjórnardeildinni í Noregi sagði um mótsetningarnar í vegaviðhaldsreglum Norðmanna og Frakka 1895: “Lagaleysi og regluleysi hefur bakað oss mörg þúsund króna tap auk annarra óþæginda”. Hér er þó ekki hægt (og á jafnvel ekki við) að ræða um vegareglur Norðmanna í heild sinni. Vil ég aðeins nefna fá atriði, sem mér virðist að þurfi að ræðast sem allra fyrst, og er þá´:
. Vegstefnan. Um vegstefnuna hjá Norðmönnum stendur meðal annars: Til að fá æskilegt framhald, þá verður að þekkja nákvæmlega hvar vegastefnan er best komin. Á þessu sést að búið á að vera að ræða um það, hvar vegurinn á að liggja áður en verkið er byrjað; en hjá oss hefur ágreiningurinn byrjað með verkinu eða ekki fyrr en það er á enda, þá kemur fyrst upp að vegurinn er á allt öðrum stað en hann átti að vera; allir sjá hver óþægindi þetta eru fyrir hlutaðeigandi og ekki síst fyrir verkstjóra, sem kemur samtímis verkamönnum í óþekkt byggðarlög og verður undir öllum kringumstæðum að byrja verkið án allra rannsókna eða annarra upplýsinga um vegstefuna.
. Þá kemur vegformið. Auðvitað byggir hver eftir sínum hugsunarhætti. Hér skal aðeins minnst á vegbreiddina, sem hefur svo afarmikla þýðingu að vegurinn sé ekki hafður óþarflega breiður, eða sé svo mjór að það komi í bága við vanalega umferð. Í undanfarin ár hef ég haft vegabreiddina 9 fet, þegar vegagerðin er í nokkru samhengi og ekki verður annað álitið en vegurinn verði notaður sem klyfjavegur, þó geta kerrur mæst á þessari breidd. Þegar engin aðalstefna er valin önnur en fylgja gamla veginum, sem upphaflega var myndaður af hestunum, og vegagerðin eða réttara vegabótin er í smá pörtum, þá hef ég haft breiddina aðeins 6 fet, t.d. í Norðurárdal í Skagafirði. Áðurnefnd 9 feta breidd á klyfjaveginum á nú að vera búin að sýna hvort hún er fullnægjandi í þeim byggðarlögum sem hún er, sé hún það, þá sjást ekki ástæður sem mæla á móti því að hún væri samþykkt, þegar aðalvegstefnan er ákvörðuð fyrirfram. Það getur verið að vagnvegir verði að vera breiðari – 4 metra eða 12 fet álít ég þó óþarfa – en þess má geta, að með umferðinni og aldrinum breikkar vegflöturinn.
. Vegbyggingin. Í Noregi er vegurinn byggður með steinaundirlagi (púkki) og hann álitinn því ódýrari sem “púkkið” er sterkara (það er að skilja þegar til viðhaldsins kemur). Það hefur líka verið byggt hér með “púkki” nokkur undanfarin ár hjá einum verkstjóranum, en hvort þar verður áframhald og önnur félög byrja á því er efasamt. Það eru þó allar líkur til að sama reyndin verði hér allstaðar með “púkk”vegi að öðru en því sem minnst er á í Bjarka IV. Nr. 45; það ætti þó ekki að standa í vegi, því ef það virðist ógerningur að fyrirbyggja slíkt, þá er ekki óhugsandi (engin sönnun) að byggja mætti svo að það hefði ekki stórspillandi áhrif, einkum þar sem gott byggingarefni væri við hendina (sjá “Ísafold” XXVII, nr. 1), en telja má það vísast að viðhaldið verði dýrara en ella og vegurinn endingarminni. Því verður ekki neitað að bygging “púkk”vega verður dýrara en malarvega, þó getur það fyrirkomið, á köflum, að “púkk” verði ekki dýrara, þegar efni er við hendina og erfitt með möl, sem oft á sér stað, enda farið að horfa til vandræða með möl til viðhalds á vorum eldri vegum, þó ekki sé langt um liðið. Það er því hugsun mín, að það ætti að minnsta kosti að byggja með “púkki” þar sem efni í það er við hendina og útlit fyrir vöntun á möl til viðhalds í framtíðinni, en auðvitað krefur verkið lengri tíma.
. Vinnureglur. Í Noregi er vegavinnan unnin í “akkorðum” (forsagt Arbeide), og því bækur og blöð stíluð eftir því, en hér er aftur á móti unnið fyrir daglaun. Báðar þessar reglur hafa mikið við að styðjast, og einnig hvor sína skuggahlið. Ég hef álitið, að daglaunavinnan væri sú réttlátasta bæði fyrir vinnuveitendur og vinnumenn, en reynslan er farin að sýna að hún er eigi svo heppileg sem skyldi, og jafnvel engu betri viðfangs en “akkorðs”vinnan, þó eru engar líkur til að breytt verði um vinnureglur fyrst um sinn, því “akkorðs”vinna krefur nákvæmari áætlun um kostnaðinn en vér höfum nú fyrir hendi, og þó skýrslur Norðmanna getið mikið hjálpað í þessari grein, þá eru þær ekki fullnægjandi sökum mismunandi vinnulags m.fl.
. Stjórnin. Samvinna og sambönd milli verkstjóra og yfirverkfræðings þurfa að vera mikil og góð, og án þess verður verkstjórnin meira eða minna ófullkomin, hér ræði ég ekki meira um þetta samband.
Margt væri fleira á að minnast, svo sem viðhald vega, brúargerðir, góða akvegi o.fl., en nú hef ég kvakað á greininni um stund og verð að fljúga burt að sinni; getur verið að ég kvaki aftur ef tími leyfir og ég hef von um að það hafi einhvern árangur.
Þess skal getið við þá, sem vilja ræða um þetta mál og ætla að byggja skoðanir sínar um það á vegareglum Norðmanna, þá hef ég í hyggju, að afhenda þær sem ég hef fengið til landshöfðingja.
Virðingarfyllst
Páll Jónsson


Austri, 24. júlí, 1900, 10. árg., 25. tbl., forsíða:

Bréf frá Páli vegfræðing Jónssyni.
Háttvirti ritstjóri!
Næstliðið haust gat ég þess, að ég vildi fara með farfuglunum, þó ekki lengra en til Noregs, og vita hvers ég yrði vísari í vegagerðum, sem einnig gæti komið hér að liði.
Nú er sumarið komið og farfuglarnir, sem með endurnýjuðum kröftum, hver eftir sínum efnum, syngja um dásemd og dýrð.
Ég er og kominn, vildi feginn geta tekið undir í mínum verkahring og sungið um framför og framfaravon.
Því skal eigi neitað, að ýmislegt bar fyrir augu, sem gaf efni í endurnýjaðan kraft, en sökum mismunandi loftslag með fl., þá verður ekki sungið í sama tón hér og þar (í Noregi). Er ég þó ánægður með för mína og verslun, því fremur hef ég nú von um en áður að ná laginu (verða ekki hjáróma), og vel sé þeim sem leitar sér upplýsinga í sinni eigin grein og framleggur sína krafta, hann hefur von um að ná fram í baráttunni við tilveruna.
Það er enginn efa á að vér ættum að fylgja meginreglum Norðmanna í vegagerðum; það var líka byrjað í þá átt fyrir 15-16 árum, þá var fenginn norskur vegfræðingur með 4 verkamönnum; þeir byggðu eftir þeim lögum, reglum og formum sem tíðkuðust þá í Noregi, allt fór vel og man ég ekki til að neitt hafi verið kvartað undan þessu fyrirkomulagi, enda engin ástæða til þess, þegar hér er jafnað saman vorum eldri vegagerðarreglum; en síðan hefur setið við það sama, ef ekki heldur snúist í gamla horfið. Því skal þó eigi neitað, að þingið hefur sýnt að það vill áfram í þeirri grein, bæði í framkvæmd og stjórn, en því miður hefur viðleitnin ekki borið jafn mikinn ávöxt sem vænta mátti. Þó má ekki eingöngu gefa þinginu það að sök eða stjórn þeirri sem það hefur valið, allt hefur sínar orsakir og skal ég lauslega minnast á þær sem mér virðast helstar.
Þess er áður getið, að Norðmenn byggðu hér eftir sínum lögum og reglum, en hver voru þau? Svo lítur út sem þau séu öllum hulin, og ef svo er, þá er annað auðveldara en að byggja lög og reglur í líkingu við þau sem aldrei hafa heyrst eða sést; svo er og lítil ástæða fyrir þingið að verja kröftum sínum og tíma til að semja lög í þeirri grein, sem ekki er frekar kvartað undan lagaleysi en hér á sér stað.
Í vorum vegagerðarverkahring er ég mínum (sem verkstjóri) kunnugastur, og séu reglur hér bornar saman við þær í Noregi, þá eru þær þar hér um bil á þessa leið: Verkstjóri gefur allar nauðsynlegar reglur um byrjun og framhald vinnunnar, samkvæmar gildandi lögum, samþykktum, formum, höfuðreglum og ákvörðunum frá yfirverkfræðingi. Hér eru ekki slíkar reglur eða form, sem verkstjóri fylgir eða getur rétt sig eftir, og verður því ekki annað sagt en það sé hrópandi vöntun á reglum líkt og Skougaard skrifstofustjóri í vegastjórnardeildinni í Noregi sagði um mótsetningarnar í vegaviðhaldsreglum Norðmanna og Frakka 1895: “Lagaleysi og regluleysi hefur bakað oss mörg þúsund króna tap auk annarra óþæginda”. Hér er þó ekki hægt (og á jafnvel ekki við) að ræða um vegareglur Norðmanna í heild sinni. Vil ég aðeins nefna fá atriði, sem mér virðist að þurfi að ræðast sem allra fyrst, og er þá´:
. Vegstefnan. Um vegstefnuna hjá Norðmönnum stendur meðal annars: Til að fá æskilegt framhald, þá verður að þekkja nákvæmlega hvar vegastefnan er best komin. Á þessu sést að búið á að vera að ræða um það, hvar vegurinn á að liggja áður en verkið er byrjað; en hjá oss hefur ágreiningurinn byrjað með verkinu eða ekki fyrr en það er á enda, þá kemur fyrst upp að vegurinn er á allt öðrum stað en hann átti að vera; allir sjá hver óþægindi þetta eru fyrir hlutaðeigandi og ekki síst fyrir verkstjóra, sem kemur samtímis verkamönnum í óþekkt byggðarlög og verður undir öllum kringumstæðum að byrja verkið án allra rannsókna eða annarra upplýsinga um vegstefuna.
. Þá kemur vegformið. Auðvitað byggir hver eftir sínum hugsunarhætti. Hér skal aðeins minnst á vegbreiddina, sem hefur svo afarmikla þýðingu að vegurinn sé ekki hafður óþarflega breiður, eða sé svo mjór að það komi í bága við vanalega umferð. Í undanfarin ár hef ég haft vegabreiddina 9 fet, þegar vegagerðin er í nokkru samhengi og ekki verður annað álitið en vegurinn verði notaður sem klyfjavegur, þó geta kerrur mæst á þessari breidd. Þegar engin aðalstefna er valin önnur en fylgja gamla veginum, sem upphaflega var myndaður af hestunum, og vegagerðin eða réttara vegabótin er í smá pörtum, þá hef ég haft breiddina aðeins 6 fet, t.d. í Norðurárdal í Skagafirði. Áðurnefnd 9 feta breidd á klyfjaveginum á nú að vera búin að sýna hvort hún er fullnægjandi í þeim byggðarlögum sem hún er, sé hún það, þá sjást ekki ástæður sem mæla á móti því að hún væri samþykkt, þegar aðalvegstefnan er ákvörðuð fyrirfram. Það getur verið að vagnvegir verði að vera breiðari – 4 metra eða 12 fet álít ég þó óþarfa – en þess má geta, að með umferðinni og aldrinum breikkar vegflöturinn.
. Vegbyggingin. Í Noregi er vegurinn byggður með steinaundirlagi (púkki) og hann álitinn því ódýrari sem “púkkið” er sterkara (það er að skilja þegar til viðhaldsins kemur). Það hefur líka verið byggt hér með “púkki” nokkur undanfarin ár hjá einum verkstjóranum, en hvort þar verður áframhald og önnur félög byrja á því er efasamt. Það eru þó allar líkur til að sama reyndin verði hér allstaðar með “púkk”vegi að öðru en því sem minnst er á í Bjarka IV. Nr. 45; það ætti þó ekki að standa í vegi, því ef það virðist ógerningur að fyrirbyggja slíkt, þá er ekki óhugsandi (engin sönnun) að byggja mætti svo að það hefði ekki stórspillandi áhrif, einkum þar sem gott byggingarefni væri við hendina (sjá “Ísafold” XXVII, nr. 1), en telja má það vísast að viðhaldið verði dýrara en ella og vegurinn endingarminni. Því verður ekki neitað að bygging “púkk”vega verður dýrara en malarvega, þó getur það fyrirkomið, á köflum, að “púkk” verði ekki dýrara, þegar efni er við hendina og erfitt með möl, sem oft á sér stað, enda farið að horfa til vandræða með möl til viðhalds á vorum eldri vegum, þó ekki sé langt um liðið. Það er því hugsun mín, að það ætti að minnsta kosti að byggja með “púkki” þar sem efni í það er við hendina og útlit fyrir vöntun á möl til viðhalds í framtíðinni, en auðvitað krefur verkið lengri tíma.
. Vinnureglur. Í Noregi er vegavinnan unnin í “akkorðum” (forsagt Arbeide), og því bækur og blöð stíluð eftir því, en hér er aftur á móti unnið fyrir daglaun. Báðar þessar reglur hafa mikið við að styðjast, og einnig hvor sína skuggahlið. Ég hef álitið, að daglaunavinnan væri sú réttlátasta bæði fyrir vinnuveitendur og vinnumenn, en reynslan er farin að sýna að hún er eigi svo heppileg sem skyldi, og jafnvel engu betri viðfangs en “akkorðs”vinnan, þó eru engar líkur til að breytt verði um vinnureglur fyrst um sinn, því “akkorðs”vinna krefur nákvæmari áætlun um kostnaðinn en vér höfum nú fyrir hendi, og þó skýrslur Norðmanna getið mikið hjálpað í þessari grein, þá eru þær ekki fullnægjandi sökum mismunandi vinnulags m.fl.
. Stjórnin. Samvinna og sambönd milli verkstjóra og yfirverkfræðings þurfa að vera mikil og góð, og án þess verður verkstjórnin meira eða minna ófullkomin, hér ræði ég ekki meira um þetta samband.
Margt væri fleira á að minnast, svo sem viðhald vega, brúargerðir, góða akvegi o.fl., en nú hef ég kvakað á greininni um stund og verð að fljúga burt að sinni; getur verið að ég kvaki aftur ef tími leyfir og ég hef von um að það hafi einhvern árangur.
Þess skal getið við þá, sem vilja ræða um þetta mál og ætla að byggja skoðanir sínar um það á vegareglum Norðmanna, þá hef ég í hyggju, að afhenda þær sem ég hef fengið til landshöfðingja.
Virðingarfyllst
Páll Jónsson