1900

Þjóðólfur, 16. nóvember, 52. árg, 53. tbl., bls. 206:

Póstvagnferðirnar sumarið 1900
Ég hafði búist við því, að einhver yrði til þess á undan mér að taka til máls um fyrirtæki það, sem ég skal nú leyfa mér að gera að umtalsefni, nefnilega póstvagnferðinar milli Reykjavíkur og Ægissíðu.
En mér vitanlega hefur enginn rödd látið hið minnsta til sín heyra í blöðunum eða annarsstaðar um framkvæmdir og fyrirkomulag á nefndum vagnferðum síðastliðið sumar og er slíkt næstum einsdæmi á landi hér, þar sem um nýtt og næstum því óþekkt fyrirtæki er að ræða.
Menn eiga því sannarlega ekki að venjast, að verk þeirra eða framkvæmdir séu ekki lögð á metin eða strangur dómur kveðinn upp yfir þeim; – hinu eru menn vanari, að sjá vilhalla dóma og sannleikann fyrir borð borinn og þeim sem einhverju nauðsynja fyrirtæki vill ýta áfram gefin olnbogaskot að óþörfu.
Þegar vagnferðirnar hófust laust eftir miðjan júní næstliðið vor, hugsuðu margir illa til þeirra og gutu ólundar hornauga til okkar, er við lögum af stað í hina fyrstu ferð. – Menn höfðu litla trú á því, að fyrirtæki þetta mætti heppnast líklega einkum af því, að það var að mestu leyti óþekkt áður hér á landi. – Aftur voru nokkrir, einkum austan fjalla, sem gjarnan vildu hafa þetta fyrirkomulag, ef þeir gætu fengið allar sínar nauðsynjavörur, er þeir til Reykjavíkur þyrftu að sækja, með vagninum heim til sín eða því sem næst. Þannig ætluðust þeir til, að hægt yrði að flytja hvaltunnur og tros, brennivínskvartil og kolapoka innan um póstflutninginn og farþegana. – Allt átti þetta að rúmast á póstvagninum.
Jafnvel sljórskyggnum manni var það bersýnilegt, að ómögulegt var að flytja allt þetta á einum og sama vagni.
Fyrir því var aftekið með öllu, að flytja nokkra þungavöru, heldur einungis smáar sendingar og böggla, sem ekki gátu skemmt það, sem með þeim var í vagninum. Öllum betri mönnum fannst þetta eðlilegt og sjálfsagt, en aðrir töldu það vítavert.
Og ég skal taka það fram, að sumir voru svo grunnhyggnir, að þeir kváðu það beinlínis skyldu vagnstjórans, að taka til flutnings á vagninn hverja vöru sem væri, svo framarlega sem þess væri óskað. – En það er hraparlegur misskilningur.
Samkvæmt samningi þeim sem hr. Þorsteinn Davíðsson hefur í höndum frá póststjórninni, er honum því aðeins heimilt að flytja fólk og farangur fyrir eigin reikning, að það ekki komi í bága við flutning á póstinum sjálfum. Svona er þessu varið og engan veginn öðruvísi; vagnstjóri hefur heimild til að neita þeim flutningi sem honum sýnist.
Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvernig vagnferðirnar hafa heppnast, skal ég geta þess að auk vagnstjóra og verslunarerindreka frá Thomsenverslun hér í bænum, sem jafnan var með í hverri ferð, flutti póstvagninn 115 farþegar og flutningur með honum auk pósts, var samtal nálega 12,000 pund. – Voru það 475 stykki, og geta menn nokkurn veginn ráðið af þeirri tölu að jafnan hafi verið full þröngt, þó að hvaltunnum, trosi og kolapokum væri ekki demt þar ofan á.
Kvartað hefur verið yfir því, að sami vagninn var brúkaður til að flytja bæði fólk og farangur. – Og því skal ekki neitað, að æskilegra hefði verið að hafa sérstakan vagn, sem flytti fólk, en því varð ekki við komið. – Og meðan enginn reynsla var fengin fyrir því, að almenningur vildi nota þessar ferðir, hefði það mátt heita óðsmanns æði að leggja út í svo afar mikinn kostnað, og eiga svo jafnvel enga borgun vísa fyrir allmikil peningaútlát og fyrirhöfn. Þetta hlýtur hver maður að viðurkenna.
Varla var hugsandi að almenningur notaði vagninn öllu meira en gert var. – Fyrst framan af var aðsóknin að honum fremur lítil, en jókst stöðugt, eftir því, sem fyrirtækið var þekktara og síðustu ferðirnar varð að neita flutningi sakir þrengsla. – Finnst mér þetta næg sönnun fyrir því að fyrirtækið geti þrifist, og er vonandi að næsta þing veiti svo ríflegan fjárstyrk til nefndra póstvagnferða, að sá sem þá veitir þeim forstöðu geti séð sér fært að framkvæma þar í nokkuð stórum stíl. – Þó að Íslendingar séu jafnaðarlega fremur seinir að átta sig á því, sem þeim má að gagni verða, er þó vonandi, að þeim skiljist það smá saman að hér er um mjög þarflegt fyrirtæki að ræða. – En því miður eru þeir menn til, sem bæla vilja hverja framfaraöldu og raka glóðinni frá köku náungans og þykja engir kostagripir. Það er því einkar eðlilegt, að óhollt sé fyrir nýborið fyrirtæki, sem stendur á óstyrkum fótum að vera á vegi slíkra manna. Þannig hafa ýmsir orðið til þess, að hreyta skattyrðum að póstvagnferðum og forstöðumanni þeirra, þótt þeir ekki hafi látið prenta slíkt, svo ég viti til.
Væri fullkomin vissa fyrir því gengin, að næsta þing taki vel í þetta nauðsynjamál vort, sýnist það engum efa bundið, að sjálfsagt væri að fjölga vögnum þegar á komandi sumri, – en undir öllum kringumstæðum finnst mér fásinna að auka þær svo nokkru nemi næsta ár. –Aftaki þingið fjárstyrkinn er auðsætt, að vagnferðinar eru um leið undir lok liðnar og að ekki er til neins að halda þeim áfram úr því, – því það yrði helbert tjón.
Að endingu skal ég geta þess, að víða á vagnleiðinni er vegurinn all illur. Undir Ingólfsfjalli er vegurinn of mjór fyrir vagn og ennfremur afar grýttur. – Flosavegurinn var lítt fær mestan hluta sumarsins; – ofaníburðurinn náði aldrei að þorna og var því til lítilla bóta. Holtavegurinn var gersamlega ófær með vagn síðustu ferðirnar, sakir bleytu; mátti heita, að lausir hestar lægju fastir í honum á nokkrum stöðum, og má af því ráða, hve greiðfær hann var.
Virðist mér öldungis óumflýjanlegt, að bæta verði þann veg, strax á komandi sumri, ella eyðileggst hann alveg.
Að svo mæltu læt ég staðar nema að sinni með þeirri einlægu ósk, að þessar margnefndu póstvagnferðir megi haldast og verða almenningi að slíku gagni og þær geta orðið, sé rétt með farið. Og ég vona fastlega að það verði.
Páll Steingrímsson


Þjóðólfur, 16. nóvember, 52. árg, 53. tbl., bls. 206:

Póstvagnferðirnar sumarið 1900
Ég hafði búist við því, að einhver yrði til þess á undan mér að taka til máls um fyrirtæki það, sem ég skal nú leyfa mér að gera að umtalsefni, nefnilega póstvagnferðinar milli Reykjavíkur og Ægissíðu.
En mér vitanlega hefur enginn rödd látið hið minnsta til sín heyra í blöðunum eða annarsstaðar um framkvæmdir og fyrirkomulag á nefndum vagnferðum síðastliðið sumar og er slíkt næstum einsdæmi á landi hér, þar sem um nýtt og næstum því óþekkt fyrirtæki er að ræða.
Menn eiga því sannarlega ekki að venjast, að verk þeirra eða framkvæmdir séu ekki lögð á metin eða strangur dómur kveðinn upp yfir þeim; – hinu eru menn vanari, að sjá vilhalla dóma og sannleikann fyrir borð borinn og þeim sem einhverju nauðsynja fyrirtæki vill ýta áfram gefin olnbogaskot að óþörfu.
Þegar vagnferðirnar hófust laust eftir miðjan júní næstliðið vor, hugsuðu margir illa til þeirra og gutu ólundar hornauga til okkar, er við lögum af stað í hina fyrstu ferð. – Menn höfðu litla trú á því, að fyrirtæki þetta mætti heppnast líklega einkum af því, að það var að mestu leyti óþekkt áður hér á landi. – Aftur voru nokkrir, einkum austan fjalla, sem gjarnan vildu hafa þetta fyrirkomulag, ef þeir gætu fengið allar sínar nauðsynjavörur, er þeir til Reykjavíkur þyrftu að sækja, með vagninum heim til sín eða því sem næst. Þannig ætluðust þeir til, að hægt yrði að flytja hvaltunnur og tros, brennivínskvartil og kolapoka innan um póstflutninginn og farþegana. – Allt átti þetta að rúmast á póstvagninum.
Jafnvel sljórskyggnum manni var það bersýnilegt, að ómögulegt var að flytja allt þetta á einum og sama vagni.
Fyrir því var aftekið með öllu, að flytja nokkra þungavöru, heldur einungis smáar sendingar og böggla, sem ekki gátu skemmt það, sem með þeim var í vagninum. Öllum betri mönnum fannst þetta eðlilegt og sjálfsagt, en aðrir töldu það vítavert.
Og ég skal taka það fram, að sumir voru svo grunnhyggnir, að þeir kváðu það beinlínis skyldu vagnstjórans, að taka til flutnings á vagninn hverja vöru sem væri, svo framarlega sem þess væri óskað. – En það er hraparlegur misskilningur.
Samkvæmt samningi þeim sem hr. Þorsteinn Davíðsson hefur í höndum frá póststjórninni, er honum því aðeins heimilt að flytja fólk og farangur fyrir eigin reikning, að það ekki komi í bága við flutning á póstinum sjálfum. Svona er þessu varið og engan veginn öðruvísi; vagnstjóri hefur heimild til að neita þeim flutningi sem honum sýnist.
Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvernig vagnferðirnar hafa heppnast, skal ég geta þess að auk vagnstjóra og verslunarerindreka frá Thomsenverslun hér í bænum, sem jafnan var með í hverri ferð, flutti póstvagninn 115 farþegar og flutningur með honum auk pósts, var samtal nálega 12,000 pund. – Voru það 475 stykki, og geta menn nokkurn veginn ráðið af þeirri tölu að jafnan hafi verið full þröngt, þó að hvaltunnum, trosi og kolapokum væri ekki demt þar ofan á.
Kvartað hefur verið yfir því, að sami vagninn var brúkaður til að flytja bæði fólk og farangur. – Og því skal ekki neitað, að æskilegra hefði verið að hafa sérstakan vagn, sem flytti fólk, en því varð ekki við komið. – Og meðan enginn reynsla var fengin fyrir því, að almenningur vildi nota þessar ferðir, hefði það mátt heita óðsmanns æði að leggja út í svo afar mikinn kostnað, og eiga svo jafnvel enga borgun vísa fyrir allmikil peningaútlát og fyrirhöfn. Þetta hlýtur hver maður að viðurkenna.
Varla var hugsandi að almenningur notaði vagninn öllu meira en gert var. – Fyrst framan af var aðsóknin að honum fremur lítil, en jókst stöðugt, eftir því, sem fyrirtækið var þekktara og síðustu ferðirnar varð að neita flutningi sakir þrengsla. – Finnst mér þetta næg sönnun fyrir því að fyrirtækið geti þrifist, og er vonandi að næsta þing veiti svo ríflegan fjárstyrk til nefndra póstvagnferða, að sá sem þá veitir þeim forstöðu geti séð sér fært að framkvæma þar í nokkuð stórum stíl. – Þó að Íslendingar séu jafnaðarlega fremur seinir að átta sig á því, sem þeim má að gagni verða, er þó vonandi, að þeim skiljist það smá saman að hér er um mjög þarflegt fyrirtæki að ræða. – En því miður eru þeir menn til, sem bæla vilja hverja framfaraöldu og raka glóðinni frá köku náungans og þykja engir kostagripir. Það er því einkar eðlilegt, að óhollt sé fyrir nýborið fyrirtæki, sem stendur á óstyrkum fótum að vera á vegi slíkra manna. Þannig hafa ýmsir orðið til þess, að hreyta skattyrðum að póstvagnferðum og forstöðumanni þeirra, þótt þeir ekki hafi látið prenta slíkt, svo ég viti til.
Væri fullkomin vissa fyrir því gengin, að næsta þing taki vel í þetta nauðsynjamál vort, sýnist það engum efa bundið, að sjálfsagt væri að fjölga vögnum þegar á komandi sumri, – en undir öllum kringumstæðum finnst mér fásinna að auka þær svo nokkru nemi næsta ár. –Aftaki þingið fjárstyrkinn er auðsætt, að vagnferðinar eru um leið undir lok liðnar og að ekki er til neins að halda þeim áfram úr því, – því það yrði helbert tjón.
Að endingu skal ég geta þess, að víða á vagnleiðinni er vegurinn all illur. Undir Ingólfsfjalli er vegurinn of mjór fyrir vagn og ennfremur afar grýttur. – Flosavegurinn var lítt fær mestan hluta sumarsins; – ofaníburðurinn náði aldrei að þorna og var því til lítilla bóta. Holtavegurinn var gersamlega ófær með vagn síðustu ferðirnar, sakir bleytu; mátti heita, að lausir hestar lægju fastir í honum á nokkrum stöðum, og má af því ráða, hve greiðfær hann var.
Virðist mér öldungis óumflýjanlegt, að bæta verði þann veg, strax á komandi sumri, ella eyðileggst hann alveg.
Að svo mæltu læt ég staðar nema að sinni með þeirri einlægu ósk, að þessar margnefndu póstvagnferðir megi haldast og verða almenningi að slíku gagni og þær geta orðið, sé rétt með farið. Og ég vona fastlega að það verði.
Páll Steingrímsson