1899

Þjóðólfur, 1. september 1899, 51. árg., 44. tbl., forsíða:

Afrek þingsins 1899
eru nú orðin lýðum ljós af lagafrumvörpum þeim, er það hefur afgreitt, og getið hefur verið að nokkru. Eru sum þeirra allstórfelld og baka landssjóði afar mikinn kostnað, enda er tekjuhallinn á fjárlögum áætlaður nálega 100.000 kr., og verður eflaust í reyndinni meiri. Verður þess skammt að bíða, að viðlagasjóður verði þurrausinn, ef haldið verður áfram í sömu átt nokkra hríð enn.
¿¿.
Í samgöngumálum hefur þingið ekki stigið neitt verulegt nýtt spor, nema ef telja skyldi veitingu 600 kr. hvort árið til póstvagnferða í hverri viku frá 15. júní – 1. okt., frá Reykjavík austur að Ægissíðu eða Odda, en hætt er við, að sú veiting komi að harla litlu gagni. Veitingin til Lagarfljótsbrúarinnar telst og til samgöngumála.


Þjóðólfur, 1. september 1899, 51. árg., 44. tbl., forsíða:

Afrek þingsins 1899
eru nú orðin lýðum ljós af lagafrumvörpum þeim, er það hefur afgreitt, og getið hefur verið að nokkru. Eru sum þeirra allstórfelld og baka landssjóði afar mikinn kostnað, enda er tekjuhallinn á fjárlögum áætlaður nálega 100.000 kr., og verður eflaust í reyndinni meiri. Verður þess skammt að bíða, að viðlagasjóður verði þurrausinn, ef haldið verður áfram í sömu átt nokkra hríð enn.
¿¿.
Í samgöngumálum hefur þingið ekki stigið neitt verulegt nýtt spor, nema ef telja skyldi veitingu 600 kr. hvort árið til póstvagnferða í hverri viku frá 15. júní – 1. okt., frá Reykjavík austur að Ægissíðu eða Odda, en hætt er við, að sú veiting komi að harla litlu gagni. Veitingin til Lagarfljótsbrúarinnar telst og til samgöngumála.