1899

Þjóðólfur, 17. nóvember 1899, 51. árg., 55. tbl., bls. 219:

Ferðamenn
Ferðamenn sem komið hafa hingað þessa dagana Hellisheiðarveginn frá Selfossi, kvarta mjög undan þeim stórgalla á veginum, að tvær ár í Ölfusinu (Gljúfurholtsá og Bakkarholtsá) skuli enn vera óbrúaðar, því að þær séu nær ófærar gangandi mönnum, þá er haustar að og frost og snjóar koma og illfærar með hesta. Telja þeir hina brýnustu nauðsyn á að brúa ár þessar, að minnsta kosti fyrir gangandi menn, og þyrfti það ekki að kosta mikið. Virðist það og hafa verið töluverð yfirsjón, þá er vegurinn var lagður í fyrstu, að leggja hann ekki þar sem ár þessar verða brúaðar, því að brúkleg brúarstæði munu þó vera á ársprænum þessum, eigi langt úr leið. En meðan ár þessar eru óbrúaðar kemur vegurinn ekki að fullum notum sem akvegur nema um hásumartímann, og getur verið fullillt þá í rigningum og vatnavöxtum, að svamla með hlaðna vagna yfir þær. Ætti landsstjórnin að ráða bót á þessum farartálma sem allra fyrst.


Þjóðólfur, 17. nóvember 1899, 51. árg., 55. tbl., bls. 219:

Ferðamenn
Ferðamenn sem komið hafa hingað þessa dagana Hellisheiðarveginn frá Selfossi, kvarta mjög undan þeim stórgalla á veginum, að tvær ár í Ölfusinu (Gljúfurholtsá og Bakkarholtsá) skuli enn vera óbrúaðar, því að þær séu nær ófærar gangandi mönnum, þá er haustar að og frost og snjóar koma og illfærar með hesta. Telja þeir hina brýnustu nauðsyn á að brúa ár þessar, að minnsta kosti fyrir gangandi menn, og þyrfti það ekki að kosta mikið. Virðist það og hafa verið töluverð yfirsjón, þá er vegurinn var lagður í fyrstu, að leggja hann ekki þar sem ár þessar verða brúaðar, því að brúkleg brúarstæði munu þó vera á ársprænum þessum, eigi langt úr leið. En meðan ár þessar eru óbrúaðar kemur vegurinn ekki að fullum notum sem akvegur nema um hásumartímann, og getur verið fullillt þá í rigningum og vatnavöxtum, að svamla með hlaðna vagna yfir þær. Ætti landsstjórnin að ráða bót á þessum farartálma sem allra fyrst.