1898

Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 138:

Vegarlagningin milli Þjórsár og Rangár
Þegar framkvæma á stórkostleg mannvirki, sem fjöldi manna á að nota og kostuð eru af almannafé, er mjög áríðandi, að þess sé vandlega gætt, að það verði að sem allra bestum notum og tryggilega af hendi leyst.
Þetta þarf ekki hvað síst að hafa hugfast, þegar er verið að leggja nýja vegi, sem mikið er nú gert að á þessum tímum, og er hið mesta framfaraspor, sem stigið hefur verið hér á landi undanfarin ár, enda verður landsstjórninni ekki ámælt með réttu fyrir það, að hún hafi ekki gert allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að vegagerðir yrðu framkvæmdar á sem fullkomnastan hátt, og á landshöfðingi vor bestu þakkir skilið fyrir sín góðu afskipti af því máli.
Um hið fyrirhugaða vegarstæði frá Þjórsá austur að Ytri-Rangá, sem nú stendur til að fara að leggja veg yfir í vor og sumar og mannvirkjafræðingurinn hr. Sigurður Thoroddsen mældi og til tók í haust sem leið, vil ég leyfa mér að koma með nokkrar bendingar.
Svo virðist, sem hr. S. Thoroddsen hafi hugsað meira um það, að hafa sem allra beinasta vegarstefnuna frá Þjórsárbrúnni austur að Rauðalæk, heldur en hitt, að vegurinn yrði lagður á sem hentugastan stað til yfirferðar að vetrinum, og má að vísu ætla, að það sé sprottið af ókunnugleik hans á landslaginu.
Engum kunnugum manni getur dulist, að ef vegurinn er lagður eftir fyrirlagi hr. Sigurðar, verður vegarkaflinn frá Hárlaugsstöðum austur að Steinslæk lítt fær – oft ófær – um vetrartímann, vegna þess, að hann liggur framan í háum hæðum, sem alltaf fyllast af snjó og mundi gera veginn ófæran; sömuleiðis hlýtur veginum að vera stór hætta búin í leysingum af vatnsrennsli ofan úr hæðunum, nema vatnsaugu séu höfð því þéttar á honum.
Væri nú vegurinn lagður nokkrum hundruðum faðma sunnar eða neðar heldur en hr. Sigurður mældi, liggur hann yfir langtum meira jafnlendi, aldrei utan í hæðum eða háum holtum, og er það mjög mikill kostur, og með því móti fengin vissa fyrir, að vegurinn leggist ekki undir snjóskafla eða verði ófær að vetrinum.
Það er því mín tillaga, að vegurinn verði lagður, þegar austur fyrir Kálfholtsheiðina kemur, fyrir framan lónbotnana austur yfir Steinholstögl, norðan undir Skjólholti, fyrir framan Hárlaugsstaðagil og yfir um Steinslæk framan við bæinn Áshól, þaðan austur fyrir norðan Selssand eða við norðurendann á honum, en þaðan beina stefnu austur að brúarstæðinu á Rauðalæk, sem herra Sigurður ákvað og er mjög vel valið.
Ef vegurinn yrði lagður þannig, losast landssjóður við að kosta 4 eða 5 brýr yfir gil þau, sem eru á hinni vegarstefnunni og eins og ég hefi áður tekið fram, liggur vegurinn þá um mesta jafnlendi, sem til eru á þessari leið, að vísu verðu brúin yfir Steinslæk hjá Áshól dýrari en uppi undir Sumarliðabæ, þar sem hr. Sigurður ætlaði að hafa hann, en vel mun verð þeirra 4 eða 5 brúa nægja í þann mismun, sem sparast, ef vegurinn verður lagður þessa leið, sem ég hefi bent á. Að vegurinn veðri lengri þessa leið munar mjög litlu.
Enn er eitt, sem virðist mæla mjög mikið með þessu vegarstæði, og það er, að með því móti liggur vegurinn alveg við Selssand, en þar mun vera ákjósanlegasti ofaníburður, sem til er á þessum vegarkafla.
Ég vil því leyfa mér fyrir hönd allra þeirra, sem veg þennan þurfa að nota á vetrum, að óska þess alvarlega, að verkstjóri sá, sem falið hefir verið á hendur að standa fyrir vegargerðinni milli Þjórsár og Rangár, skoði báðar þessar vegarstefnur, og efast ég ekki um, að ef hann gerir það nákvæmlega, þá muni hann verða á sama máli og ég; og, ef hann færi síðan þess á leit við landshöfðingja eða hans umboðsmann, að vegurinn muni þá verða lagður á þeim stað, sem ég hefi hér bent á.
Verði þessu ekki gaumur gefinn, má búast við, að þessi vegarkafli verði lítt fær alloft fyrir hesta að vetrinum, auk heldur að hann verði akfær, eins og þó er til ætlast.
Eins og kunnugir munu vita, koma mínir hagsmunir hvergi nærri þessu máli. Heimili mitt veit svo við veginum, að ég hefi hans engin not, hvora leiðina sem hann er heldur lagður. Það stendur alveg á sama, hvað mig snertir. – Ég læt þessa getið vegna þess, að þau tíðkast allmjög nú orðið, hin breiðu spjótin: að hver, sem leggur eitthvað til almennra mála, geri það af óhreinum hvötum, - af síngirni eða einhverri eiginhagsmuna von.
Hala í Holtum 28. maí 1898.
Þ. Guðmundsson.


Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 138:

Vegarlagningin milli Þjórsár og Rangár
Þegar framkvæma á stórkostleg mannvirki, sem fjöldi manna á að nota og kostuð eru af almannafé, er mjög áríðandi, að þess sé vandlega gætt, að það verði að sem allra bestum notum og tryggilega af hendi leyst.
Þetta þarf ekki hvað síst að hafa hugfast, þegar er verið að leggja nýja vegi, sem mikið er nú gert að á þessum tímum, og er hið mesta framfaraspor, sem stigið hefur verið hér á landi undanfarin ár, enda verður landsstjórninni ekki ámælt með réttu fyrir það, að hún hafi ekki gert allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að vegagerðir yrðu framkvæmdar á sem fullkomnastan hátt, og á landshöfðingi vor bestu þakkir skilið fyrir sín góðu afskipti af því máli.
Um hið fyrirhugaða vegarstæði frá Þjórsá austur að Ytri-Rangá, sem nú stendur til að fara að leggja veg yfir í vor og sumar og mannvirkjafræðingurinn hr. Sigurður Thoroddsen mældi og til tók í haust sem leið, vil ég leyfa mér að koma með nokkrar bendingar.
Svo virðist, sem hr. S. Thoroddsen hafi hugsað meira um það, að hafa sem allra beinasta vegarstefnuna frá Þjórsárbrúnni austur að Rauðalæk, heldur en hitt, að vegurinn yrði lagður á sem hentugastan stað til yfirferðar að vetrinum, og má að vísu ætla, að það sé sprottið af ókunnugleik hans á landslaginu.
Engum kunnugum manni getur dulist, að ef vegurinn er lagður eftir fyrirlagi hr. Sigurðar, verður vegarkaflinn frá Hárlaugsstöðum austur að Steinslæk lítt fær – oft ófær – um vetrartímann, vegna þess, að hann liggur framan í háum hæðum, sem alltaf fyllast af snjó og mundi gera veginn ófæran; sömuleiðis hlýtur veginum að vera stór hætta búin í leysingum af vatnsrennsli ofan úr hæðunum, nema vatnsaugu séu höfð því þéttar á honum.
Væri nú vegurinn lagður nokkrum hundruðum faðma sunnar eða neðar heldur en hr. Sigurður mældi, liggur hann yfir langtum meira jafnlendi, aldrei utan í hæðum eða háum holtum, og er það mjög mikill kostur, og með því móti fengin vissa fyrir, að vegurinn leggist ekki undir snjóskafla eða verði ófær að vetrinum.
Það er því mín tillaga, að vegurinn verði lagður, þegar austur fyrir Kálfholtsheiðina kemur, fyrir framan lónbotnana austur yfir Steinholstögl, norðan undir Skjólholti, fyrir framan Hárlaugsstaðagil og yfir um Steinslæk framan við bæinn Áshól, þaðan austur fyrir norðan Selssand eða við norðurendann á honum, en þaðan beina stefnu austur að brúarstæðinu á Rauðalæk, sem herra Sigurður ákvað og er mjög vel valið.
Ef vegurinn yrði lagður þannig, losast landssjóður við að kosta 4 eða 5 brýr yfir gil þau, sem eru á hinni vegarstefnunni og eins og ég hefi áður tekið fram, liggur vegurinn þá um mesta jafnlendi, sem til eru á þessari leið, að vísu verðu brúin yfir Steinslæk hjá Áshól dýrari en uppi undir Sumarliðabæ, þar sem hr. Sigurður ætlaði að hafa hann, en vel mun verð þeirra 4 eða 5 brúa nægja í þann mismun, sem sparast, ef vegurinn verður lagður þessa leið, sem ég hefi bent á. Að vegurinn veðri lengri þessa leið munar mjög litlu.
Enn er eitt, sem virðist mæla mjög mikið með þessu vegarstæði, og það er, að með því móti liggur vegurinn alveg við Selssand, en þar mun vera ákjósanlegasti ofaníburður, sem til er á þessum vegarkafla.
Ég vil því leyfa mér fyrir hönd allra þeirra, sem veg þennan þurfa að nota á vetrum, að óska þess alvarlega, að verkstjóri sá, sem falið hefir verið á hendur að standa fyrir vegargerðinni milli Þjórsár og Rangár, skoði báðar þessar vegarstefnur, og efast ég ekki um, að ef hann gerir það nákvæmlega, þá muni hann verða á sama máli og ég; og, ef hann færi síðan þess á leit við landshöfðingja eða hans umboðsmann, að vegurinn muni þá verða lagður á þeim stað, sem ég hefi hér bent á.
Verði þessu ekki gaumur gefinn, má búast við, að þessi vegarkafli verði lítt fær alloft fyrir hesta að vetrinum, auk heldur að hann verði akfær, eins og þó er til ætlast.
Eins og kunnugir munu vita, koma mínir hagsmunir hvergi nærri þessu máli. Heimili mitt veit svo við veginum, að ég hefi hans engin not, hvora leiðina sem hann er heldur lagður. Það stendur alveg á sama, hvað mig snertir. – Ég læt þessa getið vegna þess, að þau tíðkast allmjög nú orðið, hin breiðu spjótin: að hver, sem leggur eitthvað til almennra mála, geri það af óhreinum hvötum, - af síngirni eða einhverri eiginhagsmuna von.
Hala í Holtum 28. maí 1898.
Þ. Guðmundsson.