1898

Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 139:

Vegagerð 1898
Fyrir nokkru er hr. Erlendur Zakaríasson byrjaður á flutningabrautinni niður Flóann, frá Selfossi, í stefnu milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, með allmiklu verkaliði. Hefir Árnessýsla tekið til þess 12.000 kr. lán, en hitt leggur landssjóður til, nema Lefolii verslun á Eyrarbakka 2.000 kr.
Annar vegagerðarstjóri, landsstjórnarinnar, hr. Einar Einarsson, er nýfarinn austur í Holt með nokkurn hóp verkamanna til að byrja á veginum þar, milli Þjórsár og Rangár ytri, sem minnst er á í grein hr. alþingismanns Þórðar í Hala hér í blaðinu. Er þar sem oftar ágreiningur um vegarstefnuna, en sá munurinn þó, að því er merkir og skilorðir innanhéraðsmenn tjá oss, að þeir, héraðsmenn, eru allir á einu máli, því sama og alþm. Þeirra heldur fram, og verðu það þá vonandi ofan á. Til þessarar vegagerðar eru ætlaðar 30.000 kr. þ. á.
Vegagerð í Strandasýslu, er landssjóður styrkir þ. á. með 5.000 kr., móts við annað eins frá sýslubúum, auk tillags úr sýsluvegasjóði, stýrir Tómas Petersen, er réð vegagerð í fyrra í Barðastrandarsýslu.


Ísafold, 4. júní 1898, 25. árg., 35. tbl., bls. 139:

Vegagerð 1898
Fyrir nokkru er hr. Erlendur Zakaríasson byrjaður á flutningabrautinni niður Flóann, frá Selfossi, í stefnu milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, með allmiklu verkaliði. Hefir Árnessýsla tekið til þess 12.000 kr. lán, en hitt leggur landssjóður til, nema Lefolii verslun á Eyrarbakka 2.000 kr.
Annar vegagerðarstjóri, landsstjórnarinnar, hr. Einar Einarsson, er nýfarinn austur í Holt með nokkurn hóp verkamanna til að byrja á veginum þar, milli Þjórsár og Rangár ytri, sem minnst er á í grein hr. alþingismanns Þórðar í Hala hér í blaðinu. Er þar sem oftar ágreiningur um vegarstefnuna, en sá munurinn þó, að því er merkir og skilorðir innanhéraðsmenn tjá oss, að þeir, héraðsmenn, eru allir á einu máli, því sama og alþm. Þeirra heldur fram, og verðu það þá vonandi ofan á. Til þessarar vegagerðar eru ætlaðar 30.000 kr. þ. á.
Vegagerð í Strandasýslu, er landssjóður styrkir þ. á. með 5.000 kr., móts við annað eins frá sýslubúum, auk tillags úr sýsluvegasjóði, stýrir Tómas Petersen, er réð vegagerð í fyrra í Barðastrandarsýslu.