1898

Ísafold, 22. júní 1898, 25. árg., 40. tbl., bls. 159:

Vegabætur og vegabótalán
Amtsráðið leyfði sýslunefnd Strandasýslu að taka 3.200 króna lán til vegabóta (á Bitruhálsi, Stikuhálsi og í Bæjarsveit) í viðbót við 5.000 kr. styrk úr landssjóði. Lánið endurborgist á 15 árum.
Sömuleiðis var Snæfellsness- og Hnappadalssýslu leyfð 1000 kr. vegagerðarlántaka til 10 ára, til móts við 2000 kr. styrk úr landssjóði. Ennfremur sýslunefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu veitt leyfi til allt að 1000 kr. lántöku í sumar til nauðsynlegra vegabóta. En sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu skyldi mega verja allt að 550 kr. af sýsluvegagjaldi til gufubátsferða um Ísafjarðardjúp.
Til brúargerðar í Tunguá í Miðdalahreppi var sýslunefnd Dalasýslu leyft að veita allt að 300 kr. úr sýslusjóði, gegn jafnmiklu tillagi frá hreppsbúum.
Amtsráðið fól forseta sínum að mæla með við landshöfðingja beiðni frá sýslunefnd Mýrarsýslu um að lögákveðinn yrði þjóðvegur frá Borgarnesi vestur yfir Mýrar út að Búðum eða vestur í Stykkishólm, eða þó ekki skemur en vestur fyrir Hítará.
Dalamenn vildu fá Laxárdalsheiðarveg þar í sýslu og veginn yfir Haukadalsskarð numna úr tölu sýsluvega, en í þess stað hina nýju kaupstaðarleið þeirra frá Þorbergsstöðum að Búðardal (um Kambsnes) gerða að sýsluvegi, og samþykkti amtsráðið það.


Ísafold, 22. júní 1898, 25. árg., 40. tbl., bls. 159:

Vegabætur og vegabótalán
Amtsráðið leyfði sýslunefnd Strandasýslu að taka 3.200 króna lán til vegabóta (á Bitruhálsi, Stikuhálsi og í Bæjarsveit) í viðbót við 5.000 kr. styrk úr landssjóði. Lánið endurborgist á 15 árum.
Sömuleiðis var Snæfellsness- og Hnappadalssýslu leyfð 1000 kr. vegagerðarlántaka til 10 ára, til móts við 2000 kr. styrk úr landssjóði. Ennfremur sýslunefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu veitt leyfi til allt að 1000 kr. lántöku í sumar til nauðsynlegra vegabóta. En sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu skyldi mega verja allt að 550 kr. af sýsluvegagjaldi til gufubátsferða um Ísafjarðardjúp.
Til brúargerðar í Tunguá í Miðdalahreppi var sýslunefnd Dalasýslu leyft að veita allt að 300 kr. úr sýslusjóði, gegn jafnmiklu tillagi frá hreppsbúum.
Amtsráðið fól forseta sínum að mæla með við landshöfðingja beiðni frá sýslunefnd Mýrarsýslu um að lögákveðinn yrði þjóðvegur frá Borgarnesi vestur yfir Mýrar út að Búðum eða vestur í Stykkishólm, eða þó ekki skemur en vestur fyrir Hítará.
Dalamenn vildu fá Laxárdalsheiðarveg þar í sýslu og veginn yfir Haukadalsskarð numna úr tölu sýsluvega, en í þess stað hina nýju kaupstaðarleið þeirra frá Þorbergsstöðum að Búðardal (um Kambsnes) gerða að sýsluvegi, og samþykkti amtsráðið það.