1896

Ísafold, 20. júní 1896, 23. árg., 42. tbl., bls. 166:

Lands-vegagerð.
Að vegagerð á landsjóðs kostnað er unnið í sumar á 4 stöðum, með allmiklu liði. Stærsti flokkurinn, nær 70 manns, hefir byrjað í vor á Flóaveginum, milli brúnna á Þjórsá og Ölfusá. Fyrir honum ræður Erlendur Zakaríasson. Verkið hafið við Ölfusárbrúna hjá Selfossi.
Þá er annar flokkurinn á Mosfellsheiði, nær 40, undir forustu Einars Finnssonar, sem er við 12. mann að afmá hinn alkunna Kárastaðastíg ofan í Almannagjá. Þarf að sprengja mikið af einstiginu niður í gjána og jafnframt hlaða upp veginn til muna eftir gjánni, til þess að fá hallann ekki meiri en lög mæla fyrir. Síðan á vegurinn að liggja austur úr gjánni á sama stað sem nú, og þá austur með brekkunni og yfir ána rétt fyrir neðan fossinn, austur á vellina. Það verður nú 16 álna brú á ánni. - Sumir eru á því, að veginn hefði heldur átt að leggja miklu nær vatninu, Þingvallavatni, þar sem Almannagjá er nær horfin; en þar kvað samt vera til vegarstæði.
Þá vinnur einn flokkur vestur í Geiradal, og fyrir honum Árni Zakaríasson. Þeir munu vera um 30 saman, þar af 20 vanir verkamenn sunnlenskir.
Loks er Páll Jónsson með nokkra menn austur í Múlasýslum.


Ísafold, 20. júní 1896, 23. árg., 42. tbl., bls. 166:

Lands-vegagerð.
Að vegagerð á landsjóðs kostnað er unnið í sumar á 4 stöðum, með allmiklu liði. Stærsti flokkurinn, nær 70 manns, hefir byrjað í vor á Flóaveginum, milli brúnna á Þjórsá og Ölfusá. Fyrir honum ræður Erlendur Zakaríasson. Verkið hafið við Ölfusárbrúna hjá Selfossi.
Þá er annar flokkurinn á Mosfellsheiði, nær 40, undir forustu Einars Finnssonar, sem er við 12. mann að afmá hinn alkunna Kárastaðastíg ofan í Almannagjá. Þarf að sprengja mikið af einstiginu niður í gjána og jafnframt hlaða upp veginn til muna eftir gjánni, til þess að fá hallann ekki meiri en lög mæla fyrir. Síðan á vegurinn að liggja austur úr gjánni á sama stað sem nú, og þá austur með brekkunni og yfir ána rétt fyrir neðan fossinn, austur á vellina. Það verður nú 16 álna brú á ánni. - Sumir eru á því, að veginn hefði heldur átt að leggja miklu nær vatninu, Þingvallavatni, þar sem Almannagjá er nær horfin; en þar kvað samt vera til vegarstæði.
Þá vinnur einn flokkur vestur í Geiradal, og fyrir honum Árni Zakaríasson. Þeir munu vera um 30 saman, þar af 20 vanir verkamenn sunnlenskir.
Loks er Páll Jónsson með nokkra menn austur í Múlasýslum.