1896

Ísafold, 1. júlí 1896, 23. árg., 45. tbl., bls. 179:

Þjórsárbrúin.
Þjórsárbrúin var reynd í vikunni sem leið (23. f. m.) af brúarsmiðnum, Mr. Vaughan frá Newcastle, í viðurvist vegfræðings landsins, hr. Sig. Thoroddsen: borið á hana alla 6 þuml. þykkt grjótlag, er kvað hafa talist til að samsvaraði tilskildum þunga, 80 pd. á ferfeti hverju, sama sem 100 smálestum á allri brúnni. Ekki lét brúin hót undan. Grjótinu síðan rutt í ána.


Ísafold, 1. júlí 1896, 23. árg., 45. tbl., bls. 179:

Þjórsárbrúin.
Þjórsárbrúin var reynd í vikunni sem leið (23. f. m.) af brúarsmiðnum, Mr. Vaughan frá Newcastle, í viðurvist vegfræðings landsins, hr. Sig. Thoroddsen: borið á hana alla 6 þuml. þykkt grjótlag, er kvað hafa talist til að samsvaraði tilskildum þunga, 80 pd. á ferfeti hverju, sama sem 100 smálestum á allri brúnni. Ekki lét brúin hót undan. Grjótinu síðan rutt í ána.