1896

Þjóðólfur, 12. okt. 1896. 48. árg. 48. tbl. , bls. 192:

Viðgerðin á Ölfusárbrúnni m. fl.
Þá er nú svo langt komið, að lokið er við aðgerð á Ölfusárbrúnni, og verður ekki annað sagt, en að það hafi vel tekist, eftir því sem hún leit út í fyrstu. Eftir allri grjót og sements-vinnu leit Erl. Zakaríasson, vegabótastjóri. Tr. Gunnarsson bankastjóri brá sér hingað austur og sá um smíði á undirviðum á trébrúnni, og var svo greiðlega unnið að þeirri viðgerð, að umferð með hesta tepptist aðeins 8 daga. Til viðgerðar á Ölfusárbrúnni tók Erl. 12 menn af vinnulið sínu, auk þeirra unnu og 2 smiðir og fleiri, sem að flutningum störfuðu. Allur viðgerðarkostnaður á brúnni fer nálægt 980 kr. Til viðgerðar á múrverki á stöplum fóru um 20 tunnur sement, og talið að meira hefði til þurft, en meira var ekki fáanlegt á Eyrarbakka. Til ísteypu í akkerisstöplana fóru nálægt 12 tn., þó nokkuð eftir ósteypt, sem í vantaði. - Skemmdir á veginum frá Hellisheiði austur að brú hafa ekki orðið neitt stórkostlegar; voru það helst rennur og kampar undir trébrúm, sem hrundu, enda var gert við það allt á mjög stuttum tíma og mun kostnaður við það með kaupi 6 verkamanna, sem að því unnu, um 160 kr. - Á litlum kafla fyrir neðan Ingólfsfjall hefur vegurinn sigið, þar sem mýrin er blautust, en þó vel fær eftir sem áður, og að öðru leyti ekki skemmdur.
Nú eru allir í óða önnum að byggja upp bæi sína, en lítið farið að eiga við fénaðarhús enn. Hér í Sandvíkurhreppi og enda víðar mun helst vanta vinnukraft, því um þessar mundir eru réttir og smalamennska, enda á sumum heimilum ekki nema bóndinn einn, sem að moldarverkum getur unnið, svo teljandi sé. Þessi áður nefndi hreppur var fyrir hrunið einn af bestu hreppum sýslunnar, en er nú efalaust hinn lakasti, þegar litið er til býlafjölda, því við nákvæma skoðun , sem hér fór fram fyrir stuttu, kom það í ljós, að 16 býli eru alveg hrunin, 30 stórskemmd, 5 lítið eða ekki skemmd og er nú allt talið. Víst verðu ekki annað sagt, en að verkamenn þeir, sem ganga milli Sandvíkur- og Hraungerðishreppa og voru léðir úr vegagerðarflokki Erl. Z., geri mikið gagn, en 6 menn geta ekki nærri nægt í 2 hreppa; aðrir 6 menn fóru úr sama flokki í Ölfusið og hafa það eitt til yfirferðar, enda er þörfin fyrir því söm þar. Þrátt fyrir þetta eru sumir hinna efnaðir og atorkusamari búnir að byggja upp meiri hluta af innanbæjarhúsum.
Rétt í því að ég er að enda þessar línur, fer hinn svo nefndi Barnavagn hjá, fullfermdur af börnum fátæklinga og annarra, sem hús sín hafa misst, og var mér sagt, að þetta væri 5. vagninn héðan úr sýslu, er færi með barnafarm til Reykjavíkur. Ég get ekki dulist þess, að ýms orð flugu fyrir í fjölmenni því, er við var, um það, að Eyrbekkingar mundu nú eftir öllum ástæðum hafa átt eins hægt með að taka, þó ekki hefði verið nema 4-5 börn, eins og Seltingingar og aðrir sunnanmenn, eftir öll fiskleysis- og bágindaárin, - eða þá ljá nágrönnum sínum vinnustyrk fyrir sanngjarna borgun, - það kann að verða síðar, en bráða þörfina er mest að meta. - Hins vegar sagt hefur verslunarstjórinn þar, P. Nielsen, hjálpað stórkostlega, lánað út timbur svo þúsundum króna skiptir, sömuleiðis tjalda efni víða um sýsluna o. fl. Vegna alls þessa var hætt við byggingu á stóru og vönduðu íshúsi, sem hlýtur að koma sér mjög bagalega. Sagt er og, að hreppstjóri Guðm. Ísleifsson hafi sent 7-8 verkamenn austur og ábyrgst þeim sanngjarna borgun.
Selfossi 28. sept. 1896.

Símon Jónsson


Þjóðólfur, 12. okt. 1896. 48. árg. 48. tbl. , bls. 192:

Viðgerðin á Ölfusárbrúnni m. fl.
Þá er nú svo langt komið, að lokið er við aðgerð á Ölfusárbrúnni, og verður ekki annað sagt, en að það hafi vel tekist, eftir því sem hún leit út í fyrstu. Eftir allri grjót og sements-vinnu leit Erl. Zakaríasson, vegabótastjóri. Tr. Gunnarsson bankastjóri brá sér hingað austur og sá um smíði á undirviðum á trébrúnni, og var svo greiðlega unnið að þeirri viðgerð, að umferð með hesta tepptist aðeins 8 daga. Til viðgerðar á Ölfusárbrúnni tók Erl. 12 menn af vinnulið sínu, auk þeirra unnu og 2 smiðir og fleiri, sem að flutningum störfuðu. Allur viðgerðarkostnaður á brúnni fer nálægt 980 kr. Til viðgerðar á múrverki á stöplum fóru um 20 tunnur sement, og talið að meira hefði til þurft, en meira var ekki fáanlegt á Eyrarbakka. Til ísteypu í akkerisstöplana fóru nálægt 12 tn., þó nokkuð eftir ósteypt, sem í vantaði. - Skemmdir á veginum frá Hellisheiði austur að brú hafa ekki orðið neitt stórkostlegar; voru það helst rennur og kampar undir trébrúm, sem hrundu, enda var gert við það allt á mjög stuttum tíma og mun kostnaður við það með kaupi 6 verkamanna, sem að því unnu, um 160 kr. - Á litlum kafla fyrir neðan Ingólfsfjall hefur vegurinn sigið, þar sem mýrin er blautust, en þó vel fær eftir sem áður, og að öðru leyti ekki skemmdur.
Nú eru allir í óða önnum að byggja upp bæi sína, en lítið farið að eiga við fénaðarhús enn. Hér í Sandvíkurhreppi og enda víðar mun helst vanta vinnukraft, því um þessar mundir eru réttir og smalamennska, enda á sumum heimilum ekki nema bóndinn einn, sem að moldarverkum getur unnið, svo teljandi sé. Þessi áður nefndi hreppur var fyrir hrunið einn af bestu hreppum sýslunnar, en er nú efalaust hinn lakasti, þegar litið er til býlafjölda, því við nákvæma skoðun , sem hér fór fram fyrir stuttu, kom það í ljós, að 16 býli eru alveg hrunin, 30 stórskemmd, 5 lítið eða ekki skemmd og er nú allt talið. Víst verðu ekki annað sagt, en að verkamenn þeir, sem ganga milli Sandvíkur- og Hraungerðishreppa og voru léðir úr vegagerðarflokki Erl. Z., geri mikið gagn, en 6 menn geta ekki nærri nægt í 2 hreppa; aðrir 6 menn fóru úr sama flokki í Ölfusið og hafa það eitt til yfirferðar, enda er þörfin fyrir því söm þar. Þrátt fyrir þetta eru sumir hinna efnaðir og atorkusamari búnir að byggja upp meiri hluta af innanbæjarhúsum.
Rétt í því að ég er að enda þessar línur, fer hinn svo nefndi Barnavagn hjá, fullfermdur af börnum fátæklinga og annarra, sem hús sín hafa misst, og var mér sagt, að þetta væri 5. vagninn héðan úr sýslu, er færi með barnafarm til Reykjavíkur. Ég get ekki dulist þess, að ýms orð flugu fyrir í fjölmenni því, er við var, um það, að Eyrbekkingar mundu nú eftir öllum ástæðum hafa átt eins hægt með að taka, þó ekki hefði verið nema 4-5 börn, eins og Seltingingar og aðrir sunnanmenn, eftir öll fiskleysis- og bágindaárin, - eða þá ljá nágrönnum sínum vinnustyrk fyrir sanngjarna borgun, - það kann að verða síðar, en bráða þörfina er mest að meta. - Hins vegar sagt hefur verslunarstjórinn þar, P. Nielsen, hjálpað stórkostlega, lánað út timbur svo þúsundum króna skiptir, sömuleiðis tjalda efni víða um sýsluna o. fl. Vegna alls þessa var hætt við byggingu á stóru og vönduðu íshúsi, sem hlýtur að koma sér mjög bagalega. Sagt er og, að hreppstjóri Guðm. Ísleifsson hafi sent 7-8 verkamenn austur og ábyrgst þeim sanngjarna borgun.
Selfossi 28. sept. 1896.

Símon Jónsson