1895

Ísafold, 6. febrúar 1895, 22. árg., 7. tbl., bls. 26:

Um sýsluvegina í Árnessýslu.
Um sýsluvegina í Árnessýslu skrifar hr. Erlendur Zakaríasson dálitla grein í Ísafold (XXI. 79) og er auðséð af henni, að honum þykir sýslunefndin hafa leitt hjá sér tillögur hans um vegina.
Það er nú aldrei nema vorkunn, þó honum leiðist að sjá ekki einu sinni á pappírnum vott þess, að tillögum hans hafi verið gaumur gefinn. En væri hann nógu kunnugur, mundi hann sjá, að eftir því sem ástatt er, getur þetta ekki öðruvísi verið.
Það heyrir ekki undir verkahring sýslunefndarinnar, að skýra frá því í blöðunum, hvers vegna hún gjörir eða ekki gjörir það eða það. Getur hr. Erlendur Zakaríasson því ekki átt svars von frá henni. En af því að hann á svar skilið, og af því þörf er að ræða málið, vil ég leyfa mér að fara um það nokkrum orðum til að skýra það, þar eð ég er því kunnugur, þó að ég standi fyrir utan sýslunefndina.
Árnessýsla er víðlent hérað og þar er mikil umferð á mörgum stöðum; þarf því marga sýsluvegi og þeir þurfa mikið viðhald árlega til þess að þeir séu færir, - og það þurfa þeir allsstaðar að vera. Í þetta viðhald, sem ekki verður hjá komist, dreifast allir kraftar sýsluvegasjóðsins, meira að segja: tekjur hans hrykki ekki til þess, ef ekki væri varið sem minnstu, er komast má af með, til viðgerðar á hverjum stað, ekki að tala um að kostað verði til gagngjörðra vegabóta neinstaðar. Jú, það mætti með því að taka lán. Þá liggur fyrir spursmálið: Hvar á að byrja? Og áður en því er svarað, verður að svara öðru spursmáli, sem hreift hefir verið: Er ekki unnt að breyta sýsluvegunum neinstaðar þannig, að það yrði sparnaður og ferðamönnum þó ekki til örðugleika?
Til að fá svar upp á þetta spursmál, var hr. E. Z. fenginn til að ferðast um sýsluna 1892. En hann hafði of nauman tíma og gat við of fáa borið sig saman.
Sýslunefndarfundurinn 1893, sem ræddi álitsgjörð hr. E. Z., komst að þeirri niðurstöðu, að við hliðina á því þyrfti að fá álitsgjörðir allra hreppsnefndamanna ummálið. Svo kaus fundurinn standandi veganefnd, er leggja skyldi fyrir sýslunefndarfund 1894 tillögu um sýsluvegina, gjörða með hliðsjón af álitsgjörðum hr. E. Z. og hreppsnefndanna. En áður en veganefndin bjó til tillögu sína, var alþingi búið að samþykka hin nýju vegalög. Veganefndin gekk út frá því, að þau mundu ná staðfestingu, sem líka varð. Sá hún, að skipun sýsluveganna hlaut mjög að vera undir því komin, hvar flutningabrautin yrði lögð. Lagði hún því til, að sýslunefndin skyldi hér eftir, sem hingað til, halda áfram viðgerðum á sýsluvegum þeim, sem nú eru, þangað til búið væri að fá vissu um legu flutningabrautarinnar (ef lögin næði staðfestingu). Lauslega leyfði veganefndin sér auk þess, að segja álit sitt um það, hvar heppilegast mundi að leggja brautina og sýsluvegina í sambandi þar við. Brautina upp yfir Flóann hugsaði hún sér lagða frá Eyrarbakka að Ölfusárbrúnni, þó ekki alveg beint, heldur í bug austur á móts við Hraunshverfið, því þar er mýrin hærri og brautinni því óhættara fyrir skemmdum af leysingavatni, og þar er líka hægara að ná til hennar með veg frá Stokkseyri, ef það álitist nauðsynlegt á sínum tíma. En þó brautin yrði lögð svo austarlega sem verða mætti, þá blandaðist veganefndinni ekki hugur um það, að þá, er brautin væri gjör, félli Melabrúin jafnskjótt úr sýsluvegatölu, en Ásavegurinn áleit hún að hlyti að verða sýsluvegur eftir sem áður. Sýslunefndin var samdóma öllu þessu, nema hvað henni þótti of fljótt að taka ákvörðun um Ásaveginn fyr en brautin væri að minnsta kosti ákveðin.
Upp eftir frá Ölfusárbrúnni er um tvennt að tefla: Annaðhvort að flutningabrautin liggi upp yfir Flóa og Skeið upp í Hreppa, eða að hún liggi austan undir Ingólfsfjalli og svo yfir Grímsnesið upp í Biskupstungur, sem ýmsir álíta heppilegra. Og því verður ekki neitað að margt mælir með því. Þingvallabrautin gæti þá sameinast við hana fyrir norðan Mosfellsfjalli; Ásavegurinn gæti þá orðið samfelldur frá Loftsstöðum (og Stokkseyri) upp í Hreppa og verið aðal-sýsluvegur; ætti þá að byrja á því, að taka lán til hans. En verði hitt ofan á, að flutningabrautin verði lögð að austanverðu, þá mun þykja einsætt að taka fyrst lán til Grímsnesvegarins. En hvorugt er hægt að gjöra, meðan óvíst er, á hvorum staðnum brautin verður lögð. Og yfir höfuð að tala er ekki hægt að byrja á neinum verulegum umbótum á veginum hér fyr en búið er að ákveða hvar flutningabrautin á að leggjast. Þegar það er búið, veit sýslunefndin fyrst, hvað hún á að gera í þessu efni, enda þótt brautin verði ekki lögð fyr en eftir fleiri ár. Þangað til verður auðvitað að halda Melabrúnni í sýsluvegatölu og hafa hana færa; en eftir það verður hún að eins hreppavegur fyrir nokkra bæi, og kemur því ekki til mála, að verja nú stórfé til hennar.
Oddviti sýslunefndarinnar fór þess á leit við landshöfðingja vorið 1893, að í vegavinnuna yrði tekinn Árnesingur til að læra vegagjörð. En hann kvað annan áður kominn. Hvort sá maður er búinn að ljúka námi sínu, er mér ekki kunnugt. En það eru víst svo margir orðnir æfðir í vegavinnu, að varla yrði torvelt að fá verkstjóra, ef ekkert væri annað til tálmunar. En eins og nú er ástatt, er aðal-tálmunin sú, að óvíst er hvar flutningabrautin verður lögð. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríður því mikið á, að lega hennar verði fastákveðin sem allra-fyrst.
Br. J.


Ísafold, 6. febrúar 1895, 22. árg., 7. tbl., bls. 26:

Um sýsluvegina í Árnessýslu.
Um sýsluvegina í Árnessýslu skrifar hr. Erlendur Zakaríasson dálitla grein í Ísafold (XXI. 79) og er auðséð af henni, að honum þykir sýslunefndin hafa leitt hjá sér tillögur hans um vegina.
Það er nú aldrei nema vorkunn, þó honum leiðist að sjá ekki einu sinni á pappírnum vott þess, að tillögum hans hafi verið gaumur gefinn. En væri hann nógu kunnugur, mundi hann sjá, að eftir því sem ástatt er, getur þetta ekki öðruvísi verið.
Það heyrir ekki undir verkahring sýslunefndarinnar, að skýra frá því í blöðunum, hvers vegna hún gjörir eða ekki gjörir það eða það. Getur hr. Erlendur Zakaríasson því ekki átt svars von frá henni. En af því að hann á svar skilið, og af því þörf er að ræða málið, vil ég leyfa mér að fara um það nokkrum orðum til að skýra það, þar eð ég er því kunnugur, þó að ég standi fyrir utan sýslunefndina.
Árnessýsla er víðlent hérað og þar er mikil umferð á mörgum stöðum; þarf því marga sýsluvegi og þeir þurfa mikið viðhald árlega til þess að þeir séu færir, - og það þurfa þeir allsstaðar að vera. Í þetta viðhald, sem ekki verður hjá komist, dreifast allir kraftar sýsluvegasjóðsins, meira að segja: tekjur hans hrykki ekki til þess, ef ekki væri varið sem minnstu, er komast má af með, til viðgerðar á hverjum stað, ekki að tala um að kostað verði til gagngjörðra vegabóta neinstaðar. Jú, það mætti með því að taka lán. Þá liggur fyrir spursmálið: Hvar á að byrja? Og áður en því er svarað, verður að svara öðru spursmáli, sem hreift hefir verið: Er ekki unnt að breyta sýsluvegunum neinstaðar þannig, að það yrði sparnaður og ferðamönnum þó ekki til örðugleika?
Til að fá svar upp á þetta spursmál, var hr. E. Z. fenginn til að ferðast um sýsluna 1892. En hann hafði of nauman tíma og gat við of fáa borið sig saman.
Sýslunefndarfundurinn 1893, sem ræddi álitsgjörð hr. E. Z., komst að þeirri niðurstöðu, að við hliðina á því þyrfti að fá álitsgjörðir allra hreppsnefndamanna ummálið. Svo kaus fundurinn standandi veganefnd, er leggja skyldi fyrir sýslunefndarfund 1894 tillögu um sýsluvegina, gjörða með hliðsjón af álitsgjörðum hr. E. Z. og hreppsnefndanna. En áður en veganefndin bjó til tillögu sína, var alþingi búið að samþykka hin nýju vegalög. Veganefndin gekk út frá því, að þau mundu ná staðfestingu, sem líka varð. Sá hún, að skipun sýsluveganna hlaut mjög að vera undir því komin, hvar flutningabrautin yrði lögð. Lagði hún því til, að sýslunefndin skyldi hér eftir, sem hingað til, halda áfram viðgerðum á sýsluvegum þeim, sem nú eru, þangað til búið væri að fá vissu um legu flutningabrautarinnar (ef lögin næði staðfestingu). Lauslega leyfði veganefndin sér auk þess, að segja álit sitt um það, hvar heppilegast mundi að leggja brautina og sýsluvegina í sambandi þar við. Brautina upp yfir Flóann hugsaði hún sér lagða frá Eyrarbakka að Ölfusárbrúnni, þó ekki alveg beint, heldur í bug austur á móts við Hraunshverfið, því þar er mýrin hærri og brautinni því óhættara fyrir skemmdum af leysingavatni, og þar er líka hægara að ná til hennar með veg frá Stokkseyri, ef það álitist nauðsynlegt á sínum tíma. En þó brautin yrði lögð svo austarlega sem verða mætti, þá blandaðist veganefndinni ekki hugur um það, að þá, er brautin væri gjör, félli Melabrúin jafnskjótt úr sýsluvegatölu, en Ásavegurinn áleit hún að hlyti að verða sýsluvegur eftir sem áður. Sýslunefndin var samdóma öllu þessu, nema hvað henni þótti of fljótt að taka ákvörðun um Ásaveginn fyr en brautin væri að minnsta kosti ákveðin.
Upp eftir frá Ölfusárbrúnni er um tvennt að tefla: Annaðhvort að flutningabrautin liggi upp yfir Flóa og Skeið upp í Hreppa, eða að hún liggi austan undir Ingólfsfjalli og svo yfir Grímsnesið upp í Biskupstungur, sem ýmsir álíta heppilegra. Og því verður ekki neitað að margt mælir með því. Þingvallabrautin gæti þá sameinast við hana fyrir norðan Mosfellsfjalli; Ásavegurinn gæti þá orðið samfelldur frá Loftsstöðum (og Stokkseyri) upp í Hreppa og verið aðal-sýsluvegur; ætti þá að byrja á því, að taka lán til hans. En verði hitt ofan á, að flutningabrautin verði lögð að austanverðu, þá mun þykja einsætt að taka fyrst lán til Grímsnesvegarins. En hvorugt er hægt að gjöra, meðan óvíst er, á hvorum staðnum brautin verður lögð. Og yfir höfuð að tala er ekki hægt að byrja á neinum verulegum umbótum á veginum hér fyr en búið er að ákveða hvar flutningabrautin á að leggjast. Þegar það er búið, veit sýslunefndin fyrst, hvað hún á að gera í þessu efni, enda þótt brautin verði ekki lögð fyr en eftir fleiri ár. Þangað til verður auðvitað að halda Melabrúnni í sýsluvegatölu og hafa hana færa; en eftir það verður hún að eins hreppavegur fyrir nokkra bæi, og kemur því ekki til mála, að verja nú stórfé til hennar.
Oddviti sýslunefndarinnar fór þess á leit við landshöfðingja vorið 1893, að í vegavinnuna yrði tekinn Árnesingur til að læra vegagjörð. En hann kvað annan áður kominn. Hvort sá maður er búinn að ljúka námi sínu, er mér ekki kunnugt. En það eru víst svo margir orðnir æfðir í vegavinnu, að varla yrði torvelt að fá verkstjóra, ef ekkert væri annað til tálmunar. En eins og nú er ástatt, er aðal-tálmunin sú, að óvíst er hvar flutningabrautin verður lögð. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríður því mikið á, að lega hennar verði fastákveðin sem allra-fyrst.
Br. J.