1895

Þjóðólfur, 2. ágúst 1895, 47. árg., 88. tbl., bls. 150:

Vígsla Þjórsárbrúarinnar.
Næstl. sunnudag 28. júlí var brúin á Þjórsá milli bæjanna Þjótanda og Urriðafoss vígð af Hannesi Hafstein landritara í umboði landshöfðingja, eins og gert var ráð fyrir. Þótti sumum kynlegt, að landshöfðingi sjálfur skyldi ekki fara austur þangað, með því að svo lítið var að gera á þinginu um það skeið. Sjö þingmenn fengu faraleyfi af þingi og voru viðstaddir athöfn þessa, nfl. Einar Jónsson, Guttormur Vigfússon, Jón Jónsson (í Bakkagerði), Jón Þórarinsson, Klemens Jónsson, Sighvatur Árnason og Þórður Guðmundsson. Allmargt fólk úr Reykjavík reið og austur þangað til skemmtunar, en lengst að austan komu menn úr Mýrdal. En auðvitað var allur þorri mannfjöldans úr Árness- og Rangárvallasýslum. Taldist svo til, að um 2500 manna væru samankomnir við brúna, þá er vígslan fór fram (en 1700 voru við vígslu Ölfusárbrúarinnar). Veður var gott fyrri hluta dagsins, en um kl. 2 fór að rigna, og spillti það nokkuð skemmtuninni, en ekki til muna, því að brátt stytti upp og var besta veður um kveldið. Þá er klukkan var 4 steig Hannes Hafstein á ræðupallinn, og hélt snjalla ræðu. Skýrði hann fyrst frá því, að landshöfðingi hefði falið sér á hendur að tala nokkur orð um leið og þetta glæsilega mannvirki væri opnað til umferðar fyrir almenning, og kvaðst eiga að flytja héraðsbúum kveðju landshöfðingja og stjórnarinnar. Sagði, að þess hefði verið óskað, er Ölfusárbrúin var vígð, að hún mætti verða eins og hringurinn Draupnir, er 8 gullhringar jafnhöfgir drupu af níunda hverja nótt, og þessi ósk hefði að nokkru leyti ræst, því að síðan 1891 hefðu verið byggðar margar brýr, þótt ekki væru þær jafn glæsilegar sem Ölfusárbrúin, t.d. brúin á Hvítá í Borgarfirði hjá Kláffossi, brúin á Austur-Héraðsvötnin í Skagafirði o. fl. Bæri þetta vott um, að nýtt tímabil væri að myndast í samgöngumálum landsins. Saga brúanna á Ölfusá og Þjórsá væri sameiginleg, hefði hinn núverandi 1. þingm. Rangvellinga, Sighvatur Árnason, fyrst hreyft því á fundi í Rangárvallasýslu 1872, að þessar ár væru brúaðar. Rakti ræðumaður því næst stuttlega sögu brúamálsins frá þeim tíma, og gat þess, hversu fljótt hefði verið undinn bugur að því, aðkoma brúnni á Þjórsá, þá er brúin á Ölfusá hefði loks verið fengin eftir langa mæðu; kvað yfirsmiðinn Mr. Vaughan hafa sýnt mikinn dugnað við verkið, hefðu að eins 2 aðrir enskir menn unnið að þessu með honum, en hitt væru allt Íslendingar, og væri Vaughan mjög ánægður með þá. Lagði ræðumaður áherslu á, að íslendingar hefðu nú aflað sér allmikillar þekkingar við verk þetta, og væri það harla mikilsvert. Hugsjónin, er vakað hefði fyrir mönnum um nauðsyn þessarar brúar yfir eitthvert hið mesta jökulvatn á landinu væri nú framkvæmd í verki með ramgervu smíð af stáli og steini, er tengdi saman með traustum strengjum 2 sýslur. Kvað hann mega líkja Ölfusá og Þjórsá við tvær heimasætur, er nú hefðu sett upp trúlofunarhringi, er framfarahugur og framtíðartrú Íslendinga hefði smeygt á þær, en það mætti einnig líkja þeim við tvær glæsilegar, glófextar ótemjur, er áður hefðu verið óviðráðanlegar og gert mikið ógagn, en loks hefði þó tekist að koma á þær beisli með stengum úr ensku stáli o.s. frv. Brú þessi táknaði sigur yfir hleypidómum og vantrú mana á framtíð landsins, sýndi það, að þjóðin hefði mikinn þrótt í sér fólginn, væri á framfaraskeiði en alls ekki að fara aftur. Kenningar sumra manna um, að landið væri að blása upp væru á engu byggðar, það væri að gróa upp og dáð og dugur að eflast hjá þjóðinni; að vísu væru framfarirnar nokkuð hægfara, en við öðru væri ekki að búast, með því að við mikla örðugleika væri að berjast. Það þyrfti að sameina kraftana, þá miðaði fyrst áfram. Sagði, að smásaga nokkur eftir norska skáldið Björnstjerne Björnsson ætti vel við þetta land, sagan um fjalldrapann, er í sameiningu við lyngið klæddi hina nöktu fjallshlíð, svo að hún varð loks öll gróðri þakin, þrátt fyrir tilraunir fjallsins til að hrista af sér þetta, sem var að skríða upp eftir því, en þolinmæði fjalldrapans og lyngsins til að fikra sig upp eftir fjallinu allt upp á brún hefði loks unnið sigur. Rakti ræðumaður þá sögu greinilega, sagði, að íslenska þjóðin ætti að fara eins að, ætti að reyna að komast " upp á brúnina", og ekki að láta hugfallast, þótt seint gengi. Þá mundu þeir tímar koma, að öðruvísi væri umhorfs hér á landi, þá mundu orð skáldsins rætast, að "eyjan hvíta á sér enn vor" o. s. frv. "Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna". En hversu margar aldir ættu að renna, hversu lengi ætti að bíða eftir þessu? Að vísu vantaði oss menn til að gangast fyrir þessu, en ef vér notuðum ekki lyngið, notuðum ekki þá litlu krafta, sem vér hefðum. þá kæmumst vér aldrei neitt áleiðis upp eftir. Hér væri nóg að starfa, nógar hlíðar að klæða, og vér hefðum nóg lyng, nógan fjalldrapa til þess. Aðalatriðið væri, að hver þjóð hefði trú á mátt sinn og megin, og vér ættum að gleðjast yfir hverju, sem til framfara horfði m. fl.
Að lokum mælti hann nokkrum þakkarorðum til Mr. Vaughan, er ekki hefði verið hræddur við, að ráðast í þessi fyrirtæki hér, þótt þau gæfu honum ef til vill ekki jafn mikinn arð, sem önnur samkynja stærri fyrirtæki annarsstaðar. Sagði hann að reyna ætti brúna með 80 pd. á hvert erh. fet, en því yrði frestað til næsta árs, og þá yrði brúnni að fullu skilað úr ábyrgð yfirsmiðsins. Það hefði ekki þótt tiltækilegt, að gera þessa reynslu nú þegar. Að svo mæltu kvaðst hann afhenda brúna hlutaðeigandi sýslunefndum til gæslu og lýsa því jafnframt yfir, að brúin á Þjórsá hjá Þjótanda væri opnuð til umferðar fyrir almenning, jafnskjótt sem landshöfðingjafrú (Elín Stephensen), er þar var stödd, klippti í sundur silkiband það, er spennt væri yfir þvera brúna.
Þá gekk landshöfðingjafrúin fram og klippti sundur bandið með silfurskærum, er smíðuð höfðu verið til þessa og kostuðu um 90 krónur(?) Hafði félag það á Englandi, er stendur fyrir brúarsmíðinni gefið skærin í þessum tilgangi. Var ekki trútt um, að sumum þætti klipping þessi með silfurskærunum fremur skopleg og hégómleg. Hr. Helgi kaupm. Helgason og söngflokkur hans þeytti á lúðra Ölfusár-brúardrápu H. Hafsteins, með því að ekkert nýtt kvæði hafði ort verið. Að því búnu hóf mannfjöldinn göngu sína austur yfir brúna í allgóðri reglu og með tilsjón viðstaddra lögreglustjóra o. fl. manna, er gættu þess, að of margir ryddust ekki út á brúna í senn. Um það leyti, sem mannfjöldinn tók aftur að fara vestur yfir, urðu menn þess varir, að sementssteypustöpullinn, eða akkerishleinin í brekkunni að austanverðu, aðalmótspyrnan gegn þyngslum brúarinnar og því sem á henni er, tík að rugga dálítið fram og aftur og lyftist upp svo sem svaraði 2 þuml., þeim megin er að brekkunni vissi, jafnframt því sem eystri röndin á stéttinni undir járnsúlum þeim, er halda brúarstrengjunum uppi, lyftist upp svo sem svaraði 1 ½ þuml., þannig að skrúfurnar í umgerðinni losnuðu upp úr múrnum, svo að vel mátti á milli sjá. Þá er þessa varð vart, var tekið að stöðva strauminn yfir brúna, svo að sem fæstir gengju í senn, og tókst það nokkurn veginn einkum fyrir ötula framgöngu sýslumannsins í Rangárvallasýslu, Magnúsar Torfasonar. Þó sló engum verulegum flemtri á fólkið. Þessi athugaverða bilun á brúnni stafaði eflaust ekki af því, að sementið væri ekki orðið nógu hart, heldur blátt áfram af því, að akkerisstöpullinn er of léttur, of veigalítill, og ekki nógu vel frá honum gengið í hallanum, hefði þurft að vera miklu stærri og traustari, enda töluðu ýmsir um það, áður en vígslan fór fram, hversu umbúnaðurinn að austanverðu virtist lítilfjörlegur, og stöplarnir litlir í samanburði við Ölfusárbrúarstöplana. En Mr. Vaughan þykist geta gert við þetta svo traust verði. Betur að satt væri. En deigari verða menn eftir en áður að treysta brúnni, og í öllu falli var bilun þessi harla óheppileg, og mikil mildi að eigi hlaust af voðaslys.
Það má heita líttfært að komast með hesta að brúnni að austanverðu sakir vegleysu, því þar er bratti mikill og blautt mýrarfen, niður að ánni. Það er á sinn hátt svipuð vegleysa eins og þjóðvegurinn yfir Flóann, sem víðast hvar er miklu verri en enginn vegur.
Engum ræðupalli var slegið upp við brúna, og varð landritarinn að standa á tómri sementstunnu, er hann hélt ræðuna. Mun þessi lélegi útbúnaður hafa orðið til þess, að engir fleiri héldu þar ræður, því það mátti heita frágangssök með því fyrirkomulagi og í slíkum manngrúa. Athöfnin varð því nokkru snubbóttari en ella mundi og ekki svo hátíðleg, sem vænta mátti.
Brúin sjálf er öllu fegurri og haglegar gerð að sjá en Ölfusárbrúin, en ekki jafnstórfengleg; að öðru leyti er hún mjög svipuð henni, en hér um bil 1 alin breiðari eða 10 ½ fet millum handriðanna, sem eru hærri en á Ölfusárbrúnni, og öll úr járni með krossslám.
Eftir kl. 7 fóru menn að tínast burtu og um kl. 11 voru allir aðkomumenn farnir. - Þess má geta, að hinn elsti maður, er við þessa athöfn var staddur var séra Benedikt Eiríksson í Saurbæ í Holtum, fyrrum prestur í Efriholtaþingum, og er hann nú hartnær níræður (f. 1806) og annar elsti skólagenginn maður á Íslandi. Er hann frábærlega ern eftir aldri.


Þjóðólfur, 2. ágúst 1895, 47. árg., 88. tbl., bls. 150:

Vígsla Þjórsárbrúarinnar.
Næstl. sunnudag 28. júlí var brúin á Þjórsá milli bæjanna Þjótanda og Urriðafoss vígð af Hannesi Hafstein landritara í umboði landshöfðingja, eins og gert var ráð fyrir. Þótti sumum kynlegt, að landshöfðingi sjálfur skyldi ekki fara austur þangað, með því að svo lítið var að gera á þinginu um það skeið. Sjö þingmenn fengu faraleyfi af þingi og voru viðstaddir athöfn þessa, nfl. Einar Jónsson, Guttormur Vigfússon, Jón Jónsson (í Bakkagerði), Jón Þórarinsson, Klemens Jónsson, Sighvatur Árnason og Þórður Guðmundsson. Allmargt fólk úr Reykjavík reið og austur þangað til skemmtunar, en lengst að austan komu menn úr Mýrdal. En auðvitað var allur þorri mannfjöldans úr Árness- og Rangárvallasýslum. Taldist svo til, að um 2500 manna væru samankomnir við brúna, þá er vígslan fór fram (en 1700 voru við vígslu Ölfusárbrúarinnar). Veður var gott fyrri hluta dagsins, en um kl. 2 fór að rigna, og spillti það nokkuð skemmtuninni, en ekki til muna, því að brátt stytti upp og var besta veður um kveldið. Þá er klukkan var 4 steig Hannes Hafstein á ræðupallinn, og hélt snjalla ræðu. Skýrði hann fyrst frá því, að landshöfðingi hefði falið sér á hendur að tala nokkur orð um leið og þetta glæsilega mannvirki væri opnað til umferðar fyrir almenning, og kvaðst eiga að flytja héraðsbúum kveðju landshöfðingja og stjórnarinnar. Sagði, að þess hefði verið óskað, er Ölfusárbrúin var vígð, að hún mætti verða eins og hringurinn Draupnir, er 8 gullhringar jafnhöfgir drupu af níunda hverja nótt, og þessi ósk hefði að nokkru leyti ræst, því að síðan 1891 hefðu verið byggðar margar brýr, þótt ekki væru þær jafn glæsilegar sem Ölfusárbrúin, t.d. brúin á Hvítá í Borgarfirði hjá Kláffossi, brúin á Austur-Héraðsvötnin í Skagafirði o. fl. Bæri þetta vott um, að nýtt tímabil væri að myndast í samgöngumálum landsins. Saga brúanna á Ölfusá og Þjórsá væri sameiginleg, hefði hinn núverandi 1. þingm. Rangvellinga, Sighvatur Árnason, fyrst hreyft því á fundi í Rangárvallasýslu 1872, að þessar ár væru brúaðar. Rakti ræðumaður því næst stuttlega sögu brúamálsins frá þeim tíma, og gat þess, hversu fljótt hefði verið undinn bugur að því, aðkoma brúnni á Þjórsá, þá er brúin á Ölfusá hefði loks verið fengin eftir langa mæðu; kvað yfirsmiðinn Mr. Vaughan hafa sýnt mikinn dugnað við verkið, hefðu að eins 2 aðrir enskir menn unnið að þessu með honum, en hitt væru allt Íslendingar, og væri Vaughan mjög ánægður með þá. Lagði ræðumaður áherslu á, að íslendingar hefðu nú aflað sér allmikillar þekkingar við verk þetta, og væri það harla mikilsvert. Hugsjónin, er vakað hefði fyrir mönnum um nauðsyn þessarar brúar yfir eitthvert hið mesta jökulvatn á landinu væri nú framkvæmd í verki með ramgervu smíð af stáli og steini, er tengdi saman með traustum strengjum 2 sýslur. Kvað hann mega líkja Ölfusá og Þjórsá við tvær heimasætur, er nú hefðu sett upp trúlofunarhringi, er framfarahugur og framtíðartrú Íslendinga hefði smeygt á þær, en það mætti einnig líkja þeim við tvær glæsilegar, glófextar ótemjur, er áður hefðu verið óviðráðanlegar og gert mikið ógagn, en loks hefði þó tekist að koma á þær beisli með stengum úr ensku stáli o.s. frv. Brú þessi táknaði sigur yfir hleypidómum og vantrú mana á framtíð landsins, sýndi það, að þjóðin hefði mikinn þrótt í sér fólginn, væri á framfaraskeiði en alls ekki að fara aftur. Kenningar sumra manna um, að landið væri að blása upp væru á engu byggðar, það væri að gróa upp og dáð og dugur að eflast hjá þjóðinni; að vísu væru framfarirnar nokkuð hægfara, en við öðru væri ekki að búast, með því að við mikla örðugleika væri að berjast. Það þyrfti að sameina kraftana, þá miðaði fyrst áfram. Sagði, að smásaga nokkur eftir norska skáldið Björnstjerne Björnsson ætti vel við þetta land, sagan um fjalldrapann, er í sameiningu við lyngið klæddi hina nöktu fjallshlíð, svo að hún varð loks öll gróðri þakin, þrátt fyrir tilraunir fjallsins til að hrista af sér þetta, sem var að skríða upp eftir því, en þolinmæði fjalldrapans og lyngsins til að fikra sig upp eftir fjallinu allt upp á brún hefði loks unnið sigur. Rakti ræðumaður þá sögu greinilega, sagði, að íslenska þjóðin ætti að fara eins að, ætti að reyna að komast " upp á brúnina", og ekki að láta hugfallast, þótt seint gengi. Þá mundu þeir tímar koma, að öðruvísi væri umhorfs hér á landi, þá mundu orð skáldsins rætast, að "eyjan hvíta á sér enn vor" o. s. frv. "Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna". En hversu margar aldir ættu að renna, hversu lengi ætti að bíða eftir þessu? Að vísu vantaði oss menn til að gangast fyrir þessu, en ef vér notuðum ekki lyngið, notuðum ekki þá litlu krafta, sem vér hefðum. þá kæmumst vér aldrei neitt áleiðis upp eftir. Hér væri nóg að starfa, nógar hlíðar að klæða, og vér hefðum nóg lyng, nógan fjalldrapa til þess. Aðalatriðið væri, að hver þjóð hefði trú á mátt sinn og megin, og vér ættum að gleðjast yfir hverju, sem til framfara horfði m. fl.
Að lokum mælti hann nokkrum þakkarorðum til Mr. Vaughan, er ekki hefði verið hræddur við, að ráðast í þessi fyrirtæki hér, þótt þau gæfu honum ef til vill ekki jafn mikinn arð, sem önnur samkynja stærri fyrirtæki annarsstaðar. Sagði hann að reyna ætti brúna með 80 pd. á hvert erh. fet, en því yrði frestað til næsta árs, og þá yrði brúnni að fullu skilað úr ábyrgð yfirsmiðsins. Það hefði ekki þótt tiltækilegt, að gera þessa reynslu nú þegar. Að svo mæltu kvaðst hann afhenda brúna hlutaðeigandi sýslunefndum til gæslu og lýsa því jafnframt yfir, að brúin á Þjórsá hjá Þjótanda væri opnuð til umferðar fyrir almenning, jafnskjótt sem landshöfðingjafrú (Elín Stephensen), er þar var stödd, klippti í sundur silkiband það, er spennt væri yfir þvera brúna.
Þá gekk landshöfðingjafrúin fram og klippti sundur bandið með silfurskærum, er smíðuð höfðu verið til þessa og kostuðu um 90 krónur(?) Hafði félag það á Englandi, er stendur fyrir brúarsmíðinni gefið skærin í þessum tilgangi. Var ekki trútt um, að sumum þætti klipping þessi með silfurskærunum fremur skopleg og hégómleg. Hr. Helgi kaupm. Helgason og söngflokkur hans þeytti á lúðra Ölfusár-brúardrápu H. Hafsteins, með því að ekkert nýtt kvæði hafði ort verið. Að því búnu hóf mannfjöldinn göngu sína austur yfir brúna í allgóðri reglu og með tilsjón viðstaddra lögreglustjóra o. fl. manna, er gættu þess, að of margir ryddust ekki út á brúna í senn. Um það leyti, sem mannfjöldinn tók aftur að fara vestur yfir, urðu menn þess varir, að sementssteypustöpullinn, eða akkerishleinin í brekkunni að austanverðu, aðalmótspyrnan gegn þyngslum brúarinnar og því sem á henni er, tík að rugga dálítið fram og aftur og lyftist upp svo sem svaraði 2 þuml., þeim megin er að brekkunni vissi, jafnframt því sem eystri röndin á stéttinni undir járnsúlum þeim, er halda brúarstrengjunum uppi, lyftist upp svo sem svaraði 1 ½ þuml., þannig að skrúfurnar í umgerðinni losnuðu upp úr múrnum, svo að vel mátti á milli sjá. Þá er þessa varð vart, var tekið að stöðva strauminn yfir brúna, svo að sem fæstir gengju í senn, og tókst það nokkurn veginn einkum fyrir ötula framgöngu sýslumannsins í Rangárvallasýslu, Magnúsar Torfasonar. Þó sló engum verulegum flemtri á fólkið. Þessi athugaverða bilun á brúnni stafaði eflaust ekki af því, að sementið væri ekki orðið nógu hart, heldur blátt áfram af því, að akkerisstöpullinn er of léttur, of veigalítill, og ekki nógu vel frá honum gengið í hallanum, hefði þurft að vera miklu stærri og traustari, enda töluðu ýmsir um það, áður en vígslan fór fram, hversu umbúnaðurinn að austanverðu virtist lítilfjörlegur, og stöplarnir litlir í samanburði við Ölfusárbrúarstöplana. En Mr. Vaughan þykist geta gert við þetta svo traust verði. Betur að satt væri. En deigari verða menn eftir en áður að treysta brúnni, og í öllu falli var bilun þessi harla óheppileg, og mikil mildi að eigi hlaust af voðaslys.
Það má heita líttfært að komast með hesta að brúnni að austanverðu sakir vegleysu, því þar er bratti mikill og blautt mýrarfen, niður að ánni. Það er á sinn hátt svipuð vegleysa eins og þjóðvegurinn yfir Flóann, sem víðast hvar er miklu verri en enginn vegur.
Engum ræðupalli var slegið upp við brúna, og varð landritarinn að standa á tómri sementstunnu, er hann hélt ræðuna. Mun þessi lélegi útbúnaður hafa orðið til þess, að engir fleiri héldu þar ræður, því það mátti heita frágangssök með því fyrirkomulagi og í slíkum manngrúa. Athöfnin varð því nokkru snubbóttari en ella mundi og ekki svo hátíðleg, sem vænta mátti.
Brúin sjálf er öllu fegurri og haglegar gerð að sjá en Ölfusárbrúin, en ekki jafnstórfengleg; að öðru leyti er hún mjög svipuð henni, en hér um bil 1 alin breiðari eða 10 ½ fet millum handriðanna, sem eru hærri en á Ölfusárbrúnni, og öll úr járni með krossslám.
Eftir kl. 7 fóru menn að tínast burtu og um kl. 11 voru allir aðkomumenn farnir. - Þess má geta, að hinn elsti maður, er við þessa athöfn var staddur var séra Benedikt Eiríksson í Saurbæ í Holtum, fyrrum prestur í Efriholtaþingum, og er hann nú hartnær níræður (f. 1806) og annar elsti skólagenginn maður á Íslandi. Er hann frábærlega ern eftir aldri.