1895

Ísafold, 7. sept. 1895, 22. árg., 75. tbl., bls. 299:

Þjórsárbrúin.
Það er verið að umbæta akkerisstöplana, og fyrir nokkru lokið við hinn eystri, er sýndi sig svo greinilega of léttan brúarvígsludaginn. Hefir hann verið stækkaður um réttan helming bæði hlaðið ofan á hann og framan við hann, allt sementerað. Þar að auki hefir verið hlaðið ¾ álnar þykkri stétt sementeraðri ofan á stéttina undir járnsúlunum eystri, er vantaði undir dálítið þegar akkerisstöpullinn þeim megin fór að bifast. Loks er nú verið að ljúka við að gera vestari akkerisstöpulinn söm eða lík skil sem hinum eystri. Mun þá mega treysta því, að brúin geti alls eigi bilað á sama hátt og í sumar að minnsta kosti.


Ísafold, 7. sept. 1895, 22. árg., 75. tbl., bls. 299:

Þjórsárbrúin.
Það er verið að umbæta akkerisstöplana, og fyrir nokkru lokið við hinn eystri, er sýndi sig svo greinilega of léttan brúarvígsludaginn. Hefir hann verið stækkaður um réttan helming bæði hlaðið ofan á hann og framan við hann, allt sementerað. Þar að auki hefir verið hlaðið ¾ álnar þykkri stétt sementeraðri ofan á stéttina undir járnsúlunum eystri, er vantaði undir dálítið þegar akkerisstöpullinn þeim megin fór að bifast. Loks er nú verið að ljúka við að gera vestari akkerisstöpulinn söm eða lík skil sem hinum eystri. Mun þá mega treysta því, að brúin geti alls eigi bilað á sama hátt og í sumar að minnsta kosti.