1894

Ísafold, 15. ágúst 1894, 21. árg., 52. tbl., bls. 206:

Fyrirlestur um samgöngumál vor.
(Járnbrautir og gufuskipaferðir)
Það var fjölsóttur fyrirlestur, sá er hr. Sigtryggur Jónasson flutti hér um það mál laugardaginn 11. þ.m.
Hann kvað það hafa verið áhugamál fyrir sér í mörg ár. Hann hefði ritað grein í "Lögberg" um það fyrir 5-6 árum, út af stælunni , sem reis af fyrirlestri síra Jóns Bjarnasonar "Íslands að blása upp" og haldið því fram, þar að vegurinn til að sætta þjóðina viðkjör sín hér væri að rétta við atvinnuvegina og fyrst og fremst að bæta samgöngutækin að siðaðra þjóða dæmi; ættu að rísa upp félög, er tækju það að sér, með styrk af landssjóði, eða að öðrum kosti landsstjórnin sjálf, þó að það vildi víðast reynast miður affarasælt, - kostnaðarsamara o. s. frv. Ferð sín hér í fyrra hefði vakið aftur og glætt fyrir sér þessa hugmynd, og hefði hann hafið máls á því þá, er hann kom til Englands, við nokkru mikils háttar menn þar, að þeir legðu fram fé til slíkra framkvæmda hér og gengjust fyrir þeim. Þeir hefði þá farið að reyna að kynna sér ýmislegt um landið, af bókum og viðtali við menn, er hér hefðu ferðast; þekktu það ekki áður nema að nafni; en gast eigi að, með því ferðamenn rita og tala almennt illa um landið; höfðu sömuleiðis spurnir af verslunarviðskiptum manna hér við enska menn og skoska, en þær oft ekki góðar. Þess vegna mjög örðugt að sannfæra þá um, að landið væri betra en sögur færi af og að það stæði til mikilla bóta, ef því væri sómi sýndur. Hann hefði samt ekki gefist upp, heldur áréttað tilraunir sínar í sömu átt í vetur, er hann kom aftur þangað vestan um haf (til Liverpool), og kom loks málinu það áleiðis, að nokkrir efnamenn í Liverpool hétu til hátíðarbrigða töluverðu fjárframlagi, 50.000 pd. sterl, ef þeir fengju heimildarfélög frá hinu íslenska löggjafar- og fjárveitingarvaldi til járnbrautarlagningar hér m. m. Þannig væri komið undir komið frumvarp það, er nú lægi fyrir þinginu, og hann hefði klambrað saman, samhljóða því er slík lög gerðust í hinum enska heimi, og ætti það því að vera ekki mjög fjarri viti, úr því þar mætti notast við þannig orðuð lög.
Af fyrirtækjum þeim, er frumvarpið hljóðar um, minntist hann fyrst á gufuskipsferðirnar. Sagði hugmyndina vera þá, að hafa skipin miklu hraðskreiðari en póstskipin dönsku, útbúin með tvöföldum gangvélum, tvöföldum skrúfum, til vara, og þannig til hagað, að þau gætu flutt óverkaðan fisk í ís o. s. frv. Það fylgdi og, að félagið þyrfti að gera hafskipabryggju hér í Reykjavík; án hennar væru svo tíðar ferðir ómögulegar, tvisvar í mánuði milli landa. Að þessum tíðu ferðum ætti að geta orðið mikill hagur á ýmsa lund. Meðal annars bættu þær þó nokkuð úr fréttaleysinu, og gæti svo farið, ef Englendingar rækju þetta fyrirtæki til lengdar, að þeir gerðu sig ekki ánægða með minna en fréttaþráð hér milli landa og kæmu þá því máli til framkvæmdar. Þá ætti og landið að hafa gott af samkeppninni við dönsku gufuskipin, sem væri æði dýrseld, enda væri áformið að færa til muna niður fargjald og flutningskaup, er nú væri t. d. 3 aurar á ullarpundinu milli Íslands og Granton, en ekki nema ¼ eyris milli New York og Liverpool (á bómullarpundið). Ekki mundi þá hvað minnstur hagurinn að því, ef algengt yrði að flytja fiskinn nýjan, sem hér aflaðist með skipum þessum beint til Liverpool í ís. Ekki þyrfti nema í eyris hækkun á verðinu fyrir hann nýjan til þess að landið græddi á því ¼ milj. kr. á ári, og það þó að ekki væri seldur nema helmingur aflans á þann hátt, þess er annars væri í kaupstað látinn hér.
Hvað járnbrautarfyrirtækið snertir, þá væri hugmyndin, að hafa þá tegund járnbrauta er nefnist á ensku máli "Light Railways" og mjög væru orðnir tíðkaðar þar sem fremur væri lítið um flutninga, - algengir í Ástralíu, Afríku, á Indlandi og nokkuð í Canada og víðar. Breidd milli brautarteina ekki nema 30 þumlungar; þverbönd 1925 á hverri enskri mílu. Væri ætlast til, að járnbrautinni, þessari fyrirhuguðu, austur í Árnessýslu, fylgdu 20 opnir vagnar, er tækju 6 smálestir (tons) hver, en 10 luktir jafnstórir, enn fremur 6 ferðamannavagnar III. flokks handa 32 farþegum hver, og 2 farangursvagnar. Til dráttarins væru ætlaðar 2 eimreiðir (locomotivers) Gæti hver eimreið dregið 20 vagna fyrrnefnda 25 mílur enskar (meira en 1 þingmannaleið) á klukkustundinni, þar sem hallalaust væri eða því nær, en 10 vagna jafnþunga (6 tons) upp halla eins og 1:25. Ættu þannig löguð flutningstæki að duga hér í mörg ár. Fréttaþráð þyrfti og auðvitað að leggja meðfram brautinni; það væri alstaðar ómissandi. Járnbrautarlagningin mundi veita fjölda manns atvinnu, auk þess sem 70 manns hefðu fasta ársatvinnu við hana eftir að hún væri komin í gagn. Fljótt mundu menn hér komast upp á að nota járnbrautina, komast upp á að færa sér í nyt flýtinn og ódýrleikann að ferðast. Sig hefði í fyrra kostað ferð héðan norður á Akureyri 1 ½ kr. mílan ensk og 9 dagar hefðu farið til ferðarinnar, en venjulegt járnbrautarfargjald væri 15 aurar fyrir míluna enska og á 15 kl.stundum mundi ekið með járnbraut héðan til Akureyrar. Fyrrum hefði verið 8 sólarhringa ferð með póstvagni milli Edinborgar og Lundúna; nú færi hraðlest það á 8 ½ klukkustund. Það væri ómetanlega mikið varið í tímasparnaðinn til ferðalaga; ferðatímanum væri sem á glæ kastað úr æfi manns. Það væri þægilegt, að geta farið hér upp á Þingvöllum á 1 ½ kl.stund, dvalið þar daglangt og komið heim að kveldi aftur alveg óþreyttur.
Aðrar þjóðir verðu eigi þeim ógrynnum fjár til járnbrauta, sem þær gerðu, ef það væri eigi á neinu viti byggt. T. d. væri eitt félag í Lundúnum, er lagði hefði 120 milj. pd. sterling í járnbrautir sínar.
Járnbraut mundi draga að sér hingað mikinn straum útlendra ferðamanna, sem þá færu og að dveljast hér langdvölum, reisa sér sumarbústaði t. d. við Þingvallavatn, eins og þeir gerðu í Skotalands hálendi. Þá kæmu þar og víðar upp gistiskálar. Útlendingar þyrftu margs með hjá landsmönnum og mundu skapast af því mikil viðskipti og arðsöm. Laxár kæmust þá í miklu hærra verð (leigu), vegna samkeppni, sem nú væri engin, með því þeir sem þær reyndu hér og leigðu, bæru þeim illa söguna, er heim kæmi, til þess að fæla aðra frá þeim.
Hvað bændur snertir, þá mundi þeim bregða við að geta komið jafnóðum og í snatri frá sér á góðan markað hvers konar afurðum, er þeir gætu fram leitt á búum sínum, og eins dregið að sér á sama hátt hvaða þungavöru sem væri. Mundi það meðal annars leiða til mikilla húsabúta, en góð húsakynni bættu heilsu þjóðarinnar og efldu fjör hennar. Þar með mundi og skapast hagfelld sundurskipting atvinnuveganna; er reynslan sýndi að hverri þjóð horfði til farsældar.
Járnbrautir væri þjóðvegir þessarar aldar; þær ryddu sér alstaðar til rúms, jafnvel hversu strjálbyggt sem væri og hvað vel sem sjórinn lægi við til flutninga. Til dæmis ætluðu Norðmenn nú að verja 64 milj. kr. til að leggja járnbraut strandlengis milli Kristjaníu og Björgvinjar, svo mikið sem væri þó um gufuskipaferðir þar með ströndum fram. Á Newfoundlandi, hrjóstrugu landi og strjálbyggðu með jöklum og öræfum, eins og hér, væri járnbrautir lagðar víðs vegar um land.
Sumir ímynduðuð sér, að ekki væri hægt að leggja járnbrautir nema á jafnsléttu. En það væri nú löngu sannað með reynslu að mikil fjöll og firnindi stæðu alls eigi fyrir, svo sem Hamrafjöllin í Ameríku og fl. Hér væri ekki nema barnaspil að leggja járnbrautir fyrir því. Fannir þyrfti og eigi að óttast framar hér en svo víða annarsstaðar, og væri mönnum eigi vandara um hér en þar, þó að ferðir tepptust stöku sinnum í bili sakir snjóa.
Er Ísland fært um að bera járnbrautir? Því þá síður en önnur lönd jafnstrjálbyggð? Hér ættu að vera 200 mílur enskar af fulldýrum og kostnaðarsömum járnbrautum, miðað við það sem er í Canada eftir fólksfjölda og landrými, en 400 af hinum. Lægi járnbraut norður í Eyjafjörð, væri það samt ekki nema á 3. hundr. mílur enskar, en til hennar næði meiri hluti lands. Eftir viðhaldskostnaði og gagni mundu vegir (akbrautir) dýrari að lokum en járnbrautir.
Gufufærum hefði verið líkt við lífæðarnar í líkama manns, en fréttaþráðunum við taugarnar. Þau lönd væri því eins og dauðir limir á þjóðlíkama mannkynsins, er vantaði þetta tvennt. En England væri verslunarhjarta heimsins, og væri því mjög svo hentugt, að líffæri þessi hingað hefðu þar upptök sín. Öll þing og allar landstjórnir í heimi legðu langmesta áherslu á, að efla og styrja hin bestu samgöngutæki, og lægi meira fé fólgið í járnbrautum en allir bankar heimsins hefðu að geyma.
Vér hefðum fengið verslunarfrelsi 1854, og stjórnfrelsi 1874. Nú, að liðnum öðrum 20 árum, árið 1894, ætti vel við að stigið væri hið 3. mikils háttar stig á framfarabraut landsins - : afráðinn nýr ferill landinu til viðreisnar, með almennilegum samgöngutækjum. -
Móti þessu áformi eða frumvarpinu fyrir þinginu væri haft meðal annars, að eingin trygging væri fyrir, að neitt yrði af framkvæmd fyrirtækisins, þó að heimildarlögin fyrir því gengi fram. En parlamentið enska hefði margsinnis gefið út þess kyns heimildarlög, er orðið hefðu árangurslaus og væri alþingi líklega ekki vandara um. Englendingar væri stórir upp á sig, og mundu firrtast, ef ætlast væri til, að þeir gengi eftir mönnum hér (þinginu) um að fá að hætta sjálfir fé sínu. Mundi þess langt að bíða, að aðrir byðust til, ef þessir væri gerðir afturreka. Hitt væri sennilegt, að ætlast væri til tryggingar fyrir reglu á gufuskipaferðunum. Að öðru leyti yrðu eignir félagsins hér (bryggja, járnbraut, hús o. fl.) sæmileg trygging fyrir skaðabótum af samningsrofum félagsins. Færi allt með felldu ætti Ísland vissulega að hafa meiri hag af þessu en England. Hitt væri og ekki forsjállegt, ef maður væri ekki fær um eitthvað sjálfur, að meina þá öðrum að gera það fyrir hann.
Kvíðbogi fyrir því, að frumvarp þetta mundi eigi frá konungs staðfestingu, ef til kæmi virtist eigi hafa við neitt að styðjast, þar sem konungur hefði einmitt sjálfur tekið það fram í síðustu auglýsingu sinni til Íslendinga, að hann vildi fúslega styðja öll þau störf þingsins, sem lyti að heill og framförum landsins, - þó að ekki gæti hann aðhyllst stjórnarskrárfrumvarpið.


Ísafold, 15. ágúst 1894, 21. árg., 52. tbl., bls. 206:

Fyrirlestur um samgöngumál vor.
(Járnbrautir og gufuskipaferðir)
Það var fjölsóttur fyrirlestur, sá er hr. Sigtryggur Jónasson flutti hér um það mál laugardaginn 11. þ.m.
Hann kvað það hafa verið áhugamál fyrir sér í mörg ár. Hann hefði ritað grein í "Lögberg" um það fyrir 5-6 árum, út af stælunni , sem reis af fyrirlestri síra Jóns Bjarnasonar "Íslands að blása upp" og haldið því fram, þar að vegurinn til að sætta þjóðina viðkjör sín hér væri að rétta við atvinnuvegina og fyrst og fremst að bæta samgöngutækin að siðaðra þjóða dæmi; ættu að rísa upp félög, er tækju það að sér, með styrk af landssjóði, eða að öðrum kosti landsstjórnin sjálf, þó að það vildi víðast reynast miður affarasælt, - kostnaðarsamara o. s. frv. Ferð sín hér í fyrra hefði vakið aftur og glætt fyrir sér þessa hugmynd, og hefði hann hafið máls á því þá, er hann kom til Englands, við nokkru mikils háttar menn þar, að þeir legðu fram fé til slíkra framkvæmda hér og gengjust fyrir þeim. Þeir hefði þá farið að reyna að kynna sér ýmislegt um landið, af bókum og viðtali við menn, er hér hefðu ferðast; þekktu það ekki áður nema að nafni; en gast eigi að, með því ferðamenn rita og tala almennt illa um landið; höfðu sömuleiðis spurnir af verslunarviðskiptum manna hér við enska menn og skoska, en þær oft ekki góðar. Þess vegna mjög örðugt að sannfæra þá um, að landið væri betra en sögur færi af og að það stæði til mikilla bóta, ef því væri sómi sýndur. Hann hefði samt ekki gefist upp, heldur áréttað tilraunir sínar í sömu átt í vetur, er hann kom aftur þangað vestan um haf (til Liverpool), og kom loks málinu það áleiðis, að nokkrir efnamenn í Liverpool hétu til hátíðarbrigða töluverðu fjárframlagi, 50.000 pd. sterl, ef þeir fengju heimildarfélög frá hinu íslenska löggjafar- og fjárveitingarvaldi til járnbrautarlagningar hér m. m. Þannig væri komið undir komið frumvarp það, er nú lægi fyrir þinginu, og hann hefði klambrað saman, samhljóða því er slík lög gerðust í hinum enska heimi, og ætti það því að vera ekki mjög fjarri viti, úr því þar mætti notast við þannig orðuð lög.
Af fyrirtækjum þeim, er frumvarpið hljóðar um, minntist hann fyrst á gufuskipsferðirnar. Sagði hugmyndina vera þá, að hafa skipin miklu hraðskreiðari en póstskipin dönsku, útbúin með tvöföldum gangvélum, tvöföldum skrúfum, til vara, og þannig til hagað, að þau gætu flutt óverkaðan fisk í ís o. s. frv. Það fylgdi og, að félagið þyrfti að gera hafskipabryggju hér í Reykjavík; án hennar væru svo tíðar ferðir ómögulegar, tvisvar í mánuði milli landa. Að þessum tíðu ferðum ætti að geta orðið mikill hagur á ýmsa lund. Meðal annars bættu þær þó nokkuð úr fréttaleysinu, og gæti svo farið, ef Englendingar rækju þetta fyrirtæki til lengdar, að þeir gerðu sig ekki ánægða með minna en fréttaþráð hér milli landa og kæmu þá því máli til framkvæmdar. Þá ætti og landið að hafa gott af samkeppninni við dönsku gufuskipin, sem væri æði dýrseld, enda væri áformið að færa til muna niður fargjald og flutningskaup, er nú væri t. d. 3 aurar á ullarpundinu milli Íslands og Granton, en ekki nema ¼ eyris milli New York og Liverpool (á bómullarpundið). Ekki mundi þá hvað minnstur hagurinn að því, ef algengt yrði að flytja fiskinn nýjan, sem hér aflaðist með skipum þessum beint til Liverpool í ís. Ekki þyrfti nema í eyris hækkun á verðinu fyrir hann nýjan til þess að landið græddi á því ¼ milj. kr. á ári, og það þó að ekki væri seldur nema helmingur aflans á þann hátt, þess er annars væri í kaupstað látinn hér.
Hvað járnbrautarfyrirtækið snertir, þá væri hugmyndin, að hafa þá tegund járnbrauta er nefnist á ensku máli "Light Railways" og mjög væru orðnir tíðkaðar þar sem fremur væri lítið um flutninga, - algengir í Ástralíu, Afríku, á Indlandi og nokkuð í Canada og víðar. Breidd milli brautarteina ekki nema 30 þumlungar; þverbönd 1925 á hverri enskri mílu. Væri ætlast til, að járnbrautinni, þessari fyrirhuguðu, austur í Árnessýslu, fylgdu 20 opnir vagnar, er tækju 6 smálestir (tons) hver, en 10 luktir jafnstórir, enn fremur 6 ferðamannavagnar III. flokks handa 32 farþegum hver, og 2 farangursvagnar. Til dráttarins væru ætlaðar 2 eimreiðir (locomotivers) Gæti hver eimreið dregið 20 vagna fyrrnefnda 25 mílur enskar (meira en 1 þingmannaleið) á klukkustundinni, þar sem hallalaust væri eða því nær, en 10 vagna jafnþunga (6 tons) upp halla eins og 1:25. Ættu þannig löguð flutningstæki að duga hér í mörg ár. Fréttaþráð þyrfti og auðvitað að leggja meðfram brautinni; það væri alstaðar ómissandi. Járnbrautarlagningin mundi veita fjölda manns atvinnu, auk þess sem 70 manns hefðu fasta ársatvinnu við hana eftir að hún væri komin í gagn. Fljótt mundu menn hér komast upp á að nota járnbrautina, komast upp á að færa sér í nyt flýtinn og ódýrleikann að ferðast. Sig hefði í fyrra kostað ferð héðan norður á Akureyri 1 ½ kr. mílan ensk og 9 dagar hefðu farið til ferðarinnar, en venjulegt járnbrautarfargjald væri 15 aurar fyrir míluna enska og á 15 kl.stundum mundi ekið með járnbraut héðan til Akureyrar. Fyrrum hefði verið 8 sólarhringa ferð með póstvagni milli Edinborgar og Lundúna; nú færi hraðlest það á 8 ½ klukkustund. Það væri ómetanlega mikið varið í tímasparnaðinn til ferðalaga; ferðatímanum væri sem á glæ kastað úr æfi manns. Það væri þægilegt, að geta farið hér upp á Þingvöllum á 1 ½ kl.stund, dvalið þar daglangt og komið heim að kveldi aftur alveg óþreyttur.
Aðrar þjóðir verðu eigi þeim ógrynnum fjár til járnbrauta, sem þær gerðu, ef það væri eigi á neinu viti byggt. T. d. væri eitt félag í Lundúnum, er lagði hefði 120 milj. pd. sterling í járnbrautir sínar.
Járnbraut mundi draga að sér hingað mikinn straum útlendra ferðamanna, sem þá færu og að dveljast hér langdvölum, reisa sér sumarbústaði t. d. við Þingvallavatn, eins og þeir gerðu í Skotalands hálendi. Þá kæmu þar og víðar upp gistiskálar. Útlendingar þyrftu margs með hjá landsmönnum og mundu skapast af því mikil viðskipti og arðsöm. Laxár kæmust þá í miklu hærra verð (leigu), vegna samkeppni, sem nú væri engin, með því þeir sem þær reyndu hér og leigðu, bæru þeim illa söguna, er heim kæmi, til þess að fæla aðra frá þeim.
Hvað bændur snertir, þá mundi þeim bregða við að geta komið jafnóðum og í snatri frá sér á góðan markað hvers konar afurðum, er þeir gætu fram leitt á búum sínum, og eins dregið að sér á sama hátt hvaða þungavöru sem væri. Mundi það meðal annars leiða til mikilla húsabúta, en góð húsakynni bættu heilsu þjóðarinnar og efldu fjör hennar. Þar með mundi og skapast hagfelld sundurskipting atvinnuveganna; er reynslan sýndi að hverri þjóð horfði til farsældar.
Járnbrautir væri þjóðvegir þessarar aldar; þær ryddu sér alstaðar til rúms, jafnvel hversu strjálbyggt sem væri og hvað vel sem sjórinn lægi við til flutninga. Til dæmis ætluðu Norðmenn nú að verja 64 milj. kr. til að leggja járnbraut strandlengis milli Kristjaníu og Björgvinjar, svo mikið sem væri þó um gufuskipaferðir þar með ströndum fram. Á Newfoundlandi, hrjóstrugu landi og strjálbyggðu með jöklum og öræfum, eins og hér, væri járnbrautir lagðar víðs vegar um land.
Sumir ímynduðuð sér, að ekki væri hægt að leggja járnbrautir nema á jafnsléttu. En það væri nú löngu sannað með reynslu að mikil fjöll og firnindi stæðu alls eigi fyrir, svo sem Hamrafjöllin í Ameríku og fl. Hér væri ekki nema barnaspil að leggja járnbrautir fyrir því. Fannir þyrfti og eigi að óttast framar hér en svo víða annarsstaðar, og væri mönnum eigi vandara um hér en þar, þó að ferðir tepptust stöku sinnum í bili sakir snjóa.
Er Ísland fært um að bera járnbrautir? Því þá síður en önnur lönd jafnstrjálbyggð? Hér ættu að vera 200 mílur enskar af fulldýrum og kostnaðarsömum járnbrautum, miðað við það sem er í Canada eftir fólksfjölda og landrými, en 400 af hinum. Lægi járnbraut norður í Eyjafjörð, væri það samt ekki nema á 3. hundr. mílur enskar, en til hennar næði meiri hluti lands. Eftir viðhaldskostnaði og gagni mundu vegir (akbrautir) dýrari að lokum en járnbrautir.
Gufufærum hefði verið líkt við lífæðarnar í líkama manns, en fréttaþráðunum við taugarnar. Þau lönd væri því eins og dauðir limir á þjóðlíkama mannkynsins, er vantaði þetta tvennt. En England væri verslunarhjarta heimsins, og væri því mjög svo hentugt, að líffæri þessi hingað hefðu þar upptök sín. Öll þing og allar landstjórnir í heimi legðu langmesta áherslu á, að efla og styrja hin bestu samgöngutæki, og lægi meira fé fólgið í járnbrautum en allir bankar heimsins hefðu að geyma.
Vér hefðum fengið verslunarfrelsi 1854, og stjórnfrelsi 1874. Nú, að liðnum öðrum 20 árum, árið 1894, ætti vel við að stigið væri hið 3. mikils háttar stig á framfarabraut landsins - : afráðinn nýr ferill landinu til viðreisnar, með almennilegum samgöngutækjum. -
Móti þessu áformi eða frumvarpinu fyrir þinginu væri haft meðal annars, að eingin trygging væri fyrir, að neitt yrði af framkvæmd fyrirtækisins, þó að heimildarlögin fyrir því gengi fram. En parlamentið enska hefði margsinnis gefið út þess kyns heimildarlög, er orðið hefðu árangurslaus og væri alþingi líklega ekki vandara um. Englendingar væri stórir upp á sig, og mundu firrtast, ef ætlast væri til, að þeir gengi eftir mönnum hér (þinginu) um að fá að hætta sjálfir fé sínu. Mundi þess langt að bíða, að aðrir byðust til, ef þessir væri gerðir afturreka. Hitt væri sennilegt, að ætlast væri til tryggingar fyrir reglu á gufuskipaferðunum. Að öðru leyti yrðu eignir félagsins hér (bryggja, járnbraut, hús o. fl.) sæmileg trygging fyrir skaðabótum af samningsrofum félagsins. Færi allt með felldu ætti Ísland vissulega að hafa meiri hag af þessu en England. Hitt væri og ekki forsjállegt, ef maður væri ekki fær um eitthvað sjálfur, að meina þá öðrum að gera það fyrir hann.
Kvíðbogi fyrir því, að frumvarp þetta mundi eigi frá konungs staðfestingu, ef til kæmi virtist eigi hafa við neitt að styðjast, þar sem konungur hefði einmitt sjálfur tekið það fram í síðustu auglýsingu sinni til Íslendinga, að hann vildi fúslega styðja öll þau störf þingsins, sem lyti að heill og framförum landsins, - þó að ekki gæti hann aðhyllst stjórnarskrárfrumvarpið.