1894

Ísafold, 29. sept. 1894, 21. árg., 65. tbl., bls. 258:

Lagarfljót er skipgengt (!).
Í 32. tbl. "Fjallkonunnar", 7. ágúst þ.á. er dálítil grein með þessari yfirskrift, sem ég finn mér skylt að mótmæla.
Grein þessi byrjar á því, að segja frá, að nú hafi verið komist með vöruflutning í Lagarfljótsós, og mun það vera satt, að loksins eftir margar atrennur hafi tekist að komast þar að landi með nokkuð af vörum og timbri, með miklum örðugleikum; en til nokkurs var að vinna í þetta sinn, þar sem ánafnað var fyrir þetta þrekvirki 7.000 kr. samtals, úr landssjóði og sýslusjóðum Norðurmúla- og Suðurmúlasýslna; svo að auki kostaði hver hestburður, er fluttur var frá Seyðisfirði, 1 krónu. Ættu flutningar til óssins framvegis að verða nokkuð á þessa leið, sjá allir, hvaða vit er í að framhalda þannig lagaðri uppsigling á kostnað landssjóðs; því sýslurnar gætu og vildu aldrei rísa undir þeim kostnaði fyrir 2 eða 3 sveitir, þó kostnaðurinn yrði minni en hann var í ár (hann var af báðum sýslum 2000 kr.).
Um gufubátaferðirnar fyrirhuguðu eftir Lagarfljóti skal ég aðeins drepa á, að þó öllu, sem lagt yrði af landssjóði fyrir allt landið til brúa- og vegagjörða, yrði varið um næstu 2 ár til að kosta skurði fram hjá torfærunum í fljótinu, svo komist yrði með gufubáta upp í fljótsbotn, mundi það lítið hrökkva. Það sem enn fremur, ásamt fyrrnefndu, þyrfti að gæta betur að, er dýpið í fljótinu, þegar upp eftir kemur, t. d. á Einhleypingi við Ekkjufell er dýpið ekki nema svo sem 2 fet, þegar fljótið er lítið, og ef til vill enn minna stundum. Kostnaðurinn við þessa fljótsleið er fyrirsjáanlega svo ógurlegur, að engum manni sem ber dálítið skyn á þess konar verk sem þessa fyrirhuguðu skurði, mundi detta í hug að ætlast til, að landsstjórnin fyrir eitt hérað á landinu legði út í svo mikinn kostnað. Úthald gufubátanna sjálfra mundi heldur ekki verða neitt smáræði. Það mætti gott heita, ef einungis af og til sigling í sjálfan ósinn gæti heppnast framvegis, en það er tvísýnt. Farvegur fljótsins breytist svo árlega, að naumast verður ár eftir ár farin sama leið, jafnvel líka ár og ár í bili svo miklar grynningar í ósnum, að alls ekki yrði komist upp í hann; auk þess verðu fljótsósinn ætíð óaðgengileg höfn, nema í besta verðri um hásumar.
Góður akvegur beggja megin fljótsins meðfram bæjum mundi verða hentugastur fyrir flestar sveitirnar, og kostnaðurinn við hann svo sem enginn í samanburði við skurðina og gufubátana. Látum Upphéraðsmenn, t. d. Fljótsdælinga, útvega vér gufubát, á fljótið að ofanverðu. Þar er nóg dýpi, nokkuð stórt svið yfir að fara, og efstu sveitirnar svo vel efnum farnar, að þeim mundi ef til vill veita hægt að kosta bátinn af eigin rammleik, ef þær endilega upp á mont vilja heldur hafa gufubát til flutninga en góðan akveg.
Blöðin ættu umfram allt, að víkja hverju máli, sem til þerra kemur, á rétta leið. Síst ættu þau að taka þannig lagaðar greinar, eins og þessa "Fj.konu grein", án athugasemda. Það er nóg, að grunnhyggin alþýða oft og tíðum gefur hinum og þessum, sem kallaðir eru þjóðlegir og framfaramenn, tækifæri til að þeyta framfaraflautir okkar Íslendina. Það er vonandi, að alþingi komi þessari Lagarfljótsleið fyrir ætternisstapa, ef einhver yrði til að flytja það ofurmegn heimskunnar á þing næsta ár.
Gamall Héraðsbúi.


Ísafold, 29. sept. 1894, 21. árg., 65. tbl., bls. 258:

Lagarfljót er skipgengt (!).
Í 32. tbl. "Fjallkonunnar", 7. ágúst þ.á. er dálítil grein með þessari yfirskrift, sem ég finn mér skylt að mótmæla.
Grein þessi byrjar á því, að segja frá, að nú hafi verið komist með vöruflutning í Lagarfljótsós, og mun það vera satt, að loksins eftir margar atrennur hafi tekist að komast þar að landi með nokkuð af vörum og timbri, með miklum örðugleikum; en til nokkurs var að vinna í þetta sinn, þar sem ánafnað var fyrir þetta þrekvirki 7.000 kr. samtals, úr landssjóði og sýslusjóðum Norðurmúla- og Suðurmúlasýslna; svo að auki kostaði hver hestburður, er fluttur var frá Seyðisfirði, 1 krónu. Ættu flutningar til óssins framvegis að verða nokkuð á þessa leið, sjá allir, hvaða vit er í að framhalda þannig lagaðri uppsigling á kostnað landssjóðs; því sýslurnar gætu og vildu aldrei rísa undir þeim kostnaði fyrir 2 eða 3 sveitir, þó kostnaðurinn yrði minni en hann var í ár (hann var af báðum sýslum 2000 kr.).
Um gufubátaferðirnar fyrirhuguðu eftir Lagarfljóti skal ég aðeins drepa á, að þó öllu, sem lagt yrði af landssjóði fyrir allt landið til brúa- og vegagjörða, yrði varið um næstu 2 ár til að kosta skurði fram hjá torfærunum í fljótinu, svo komist yrði með gufubáta upp í fljótsbotn, mundi það lítið hrökkva. Það sem enn fremur, ásamt fyrrnefndu, þyrfti að gæta betur að, er dýpið í fljótinu, þegar upp eftir kemur, t. d. á Einhleypingi við Ekkjufell er dýpið ekki nema svo sem 2 fet, þegar fljótið er lítið, og ef til vill enn minna stundum. Kostnaðurinn við þessa fljótsleið er fyrirsjáanlega svo ógurlegur, að engum manni sem ber dálítið skyn á þess konar verk sem þessa fyrirhuguðu skurði, mundi detta í hug að ætlast til, að landsstjórnin fyrir eitt hérað á landinu legði út í svo mikinn kostnað. Úthald gufubátanna sjálfra mundi heldur ekki verða neitt smáræði. Það mætti gott heita, ef einungis af og til sigling í sjálfan ósinn gæti heppnast framvegis, en það er tvísýnt. Farvegur fljótsins breytist svo árlega, að naumast verður ár eftir ár farin sama leið, jafnvel líka ár og ár í bili svo miklar grynningar í ósnum, að alls ekki yrði komist upp í hann; auk þess verðu fljótsósinn ætíð óaðgengileg höfn, nema í besta verðri um hásumar.
Góður akvegur beggja megin fljótsins meðfram bæjum mundi verða hentugastur fyrir flestar sveitirnar, og kostnaðurinn við hann svo sem enginn í samanburði við skurðina og gufubátana. Látum Upphéraðsmenn, t. d. Fljótsdælinga, útvega vér gufubát, á fljótið að ofanverðu. Þar er nóg dýpi, nokkuð stórt svið yfir að fara, og efstu sveitirnar svo vel efnum farnar, að þeim mundi ef til vill veita hægt að kosta bátinn af eigin rammleik, ef þær endilega upp á mont vilja heldur hafa gufubát til flutninga en góðan akveg.
Blöðin ættu umfram allt, að víkja hverju máli, sem til þerra kemur, á rétta leið. Síst ættu þau að taka þannig lagaðar greinar, eins og þessa "Fj.konu grein", án athugasemda. Það er nóg, að grunnhyggin alþýða oft og tíðum gefur hinum og þessum, sem kallaðir eru þjóðlegir og framfaramenn, tækifæri til að þeyta framfaraflautir okkar Íslendina. Það er vonandi, að alþingi komi þessari Lagarfljótsleið fyrir ætternisstapa, ef einhver yrði til að flytja það ofurmegn heimskunnar á þing næsta ár.
Gamall Héraðsbúi.