1894

Ísafold, 8. desember 1894, 21. árg., 79. tbl., bls. 314:

Um sýsluvegina í Árnessýslu.
Haustið 1892 skoðaði ég sýsluvegina í Árnessýslu, eftir áskorun sýslumanns, og átti að segja álit mitt um, hvað gera skyldi til viðreisnar sýsluveginum. Tíminn var af skornum skammti, sem ég hafði til að ferðast um sýsluna, en ég reyndi eftir megni að kynna mér málið, og sendi sýslunefndinni skýrslu um ferðina og hvað mér virtist ráð að gera.
Hið fyrsta, sem ég áleit að gera ætti, var, að fá sér mann, sem vildi læra vegagjörð, helst þar innlendan, og láta hann standa fyrir allri vegavinnu í sýslunni. Annað var það, að skipta sem minnst í sundur sýsluvegapeningunum. Með öðrum orðum: láta vinna á sem fæstum stöðum í einu, en það lítið gjört væri, væri vel af hendi leyst. Þegar maður er fenginn, sem kann að verkinu, þá getur hann vandið menn við vinnuna - það er hægt að fá góða verkamenn í Árnessýslu; þar eru yfirleitt vel duglegir menn - og sagt til, hvaða verkfæri eigi að nota við vinnuna. Það er mikið í það varið, að hafa hin réttu verkfæri. Það er ótrúlegt, hverju það munar.
En ég sé ekki, að sýslunefndin hafi tekið þessar tillögur mínar neitt til greina. Það er síður en svo. Hafi vegavinnunni þar ekki farið aftur síðan, þá hefir henni ekkert farið fram.
Tökum til dæmis Mela- eða Nesbrúna. Sýslunefndarmennirnir í þeim hreppum, sem vegurinn liggur eftir, hafa hver sinn hluta til aðgerðar, hver í sínu umdæmi, og mun enginn geta sagt, að það verk lofi meistarann; það er eitthvað annað. Þó má geta þess, að vorið 1892 gerði Grímur bóndi í Óseyrarnesi við dálítinn spotta af veginum, og var það vonum fremur vel gert.
Í vor fór ég um Nesbrúna og sá þá hvernig verki var framkvæmt. Þar sem kantarnir höfðu aflagast, þá var tekið utan úr þeim og vegurinn mjókkaður. Þetta hefir gengið ár eftir ár, svo nú er hann ekki orðinn á köflum meira en 3½ alin á breidd. Upphaflega var hann 5 álnir. Verði þessari aðferð haldið áfram má hamingjan vita, hvað vegurinn verður mjór á endanum.
Sumir voru að mylja grjót - því annan ofaníburð er varla auðið að fá - og höfðu mjög vond verkfæri, og því verri vinnuaðferð. Meðal annars var verið að flytja grjót að veginum, og var það borið á hestum í krókum. Í haust fór ég eftir veginum og var hann þá hér um bil ófær. Hestarnir óðu moldina og grjótið, oftast í hné. Það máatti svo segja, að hann væri ekki fær nema fuglinum fljúgandi.
Það er vitaskuld, að meira verður að leggja til vegarins heldur en gert hefur verið að undanförnu - 200 eða 300 kr. á ári, - en þá væru peningaútlátin einu sinni fyrir allt. Væri haganlega að farið, mundi ekki kosta meira en 2000-2500 kr. að gera þennan veg góðan. En þá væri hann líka óhultur um langan tíma.
Þessu munu menn svara þannig, að sýslunefndin hafi ekki svo mikið fé til umráða, og í öðru lagi, að það sé ekki vert fyrir sýsluna að fara að leggja svo mikið fé til þessa vegar, því hann verði óþarfur þegar hin fyrirhugaða flutningsbraut komi af Eyrarbakka og yfir Flóann.
Fyrri viðbárunni mætti svara þannig, að betra er að taka lán hjá landssjóði, sem afborgast ætti á 28 árum með vöxtum; það yrði 120-150 kr. útborgun á ári fyrir sýslusjóðinn. Hinu má svar á þá leið, að það er ekki víst hvar flutningbrautin verður látin liggja, þó margt mæli með því að hin liggi frá Ölfusárbrúnni fyrir austan Sandvík, þar beint niður yfir Breiðumýri og lendi skammt fyrir austan Eyrarbakka. Þetta er ekki mögulegt að ákveða fyr en búið er að rannsaka á fleiri stöðum. Í öðru lagi er það, að langt verður þangað til að þessi vegur kemur, að öllum líkindum ekki fyr en eftir aldamót. Fyrst verður vegurinn austur í Rangárvallasýslu lagður, og það er langur vegur austur að Ytri-Rangá.
Hvernig sem fer, þá eru mikil líkindi til, að þessi fyrirhugaða flutningsbraut liggi ekki svo vestarlega yfir Flóann, að ekki verði þörf á að halda Nesbrúnni við eins fyrir það; en vitaskuld er það, að umferðin minnkar; en þá þolir hún líka lengur.
Reykjavík, 3. desember 1894
Erl. Zakaríasson.


Ísafold, 8. desember 1894, 21. árg., 79. tbl., bls. 314:

Um sýsluvegina í Árnessýslu.
Haustið 1892 skoðaði ég sýsluvegina í Árnessýslu, eftir áskorun sýslumanns, og átti að segja álit mitt um, hvað gera skyldi til viðreisnar sýsluveginum. Tíminn var af skornum skammti, sem ég hafði til að ferðast um sýsluna, en ég reyndi eftir megni að kynna mér málið, og sendi sýslunefndinni skýrslu um ferðina og hvað mér virtist ráð að gera.
Hið fyrsta, sem ég áleit að gera ætti, var, að fá sér mann, sem vildi læra vegagjörð, helst þar innlendan, og láta hann standa fyrir allri vegavinnu í sýslunni. Annað var það, að skipta sem minnst í sundur sýsluvegapeningunum. Með öðrum orðum: láta vinna á sem fæstum stöðum í einu, en það lítið gjört væri, væri vel af hendi leyst. Þegar maður er fenginn, sem kann að verkinu, þá getur hann vandið menn við vinnuna - það er hægt að fá góða verkamenn í Árnessýslu; þar eru yfirleitt vel duglegir menn - og sagt til, hvaða verkfæri eigi að nota við vinnuna. Það er mikið í það varið, að hafa hin réttu verkfæri. Það er ótrúlegt, hverju það munar.
En ég sé ekki, að sýslunefndin hafi tekið þessar tillögur mínar neitt til greina. Það er síður en svo. Hafi vegavinnunni þar ekki farið aftur síðan, þá hefir henni ekkert farið fram.
Tökum til dæmis Mela- eða Nesbrúna. Sýslunefndarmennirnir í þeim hreppum, sem vegurinn liggur eftir, hafa hver sinn hluta til aðgerðar, hver í sínu umdæmi, og mun enginn geta sagt, að það verk lofi meistarann; það er eitthvað annað. Þó má geta þess, að vorið 1892 gerði Grímur bóndi í Óseyrarnesi við dálítinn spotta af veginum, og var það vonum fremur vel gert.
Í vor fór ég um Nesbrúna og sá þá hvernig verki var framkvæmt. Þar sem kantarnir höfðu aflagast, þá var tekið utan úr þeim og vegurinn mjókkaður. Þetta hefir gengið ár eftir ár, svo nú er hann ekki orðinn á köflum meira en 3½ alin á breidd. Upphaflega var hann 5 álnir. Verði þessari aðferð haldið áfram má hamingjan vita, hvað vegurinn verður mjór á endanum.
Sumir voru að mylja grjót - því annan ofaníburð er varla auðið að fá - og höfðu mjög vond verkfæri, og því verri vinnuaðferð. Meðal annars var verið að flytja grjót að veginum, og var það borið á hestum í krókum. Í haust fór ég eftir veginum og var hann þá hér um bil ófær. Hestarnir óðu moldina og grjótið, oftast í hné. Það máatti svo segja, að hann væri ekki fær nema fuglinum fljúgandi.
Það er vitaskuld, að meira verður að leggja til vegarins heldur en gert hefur verið að undanförnu - 200 eða 300 kr. á ári, - en þá væru peningaútlátin einu sinni fyrir allt. Væri haganlega að farið, mundi ekki kosta meira en 2000-2500 kr. að gera þennan veg góðan. En þá væri hann líka óhultur um langan tíma.
Þessu munu menn svara þannig, að sýslunefndin hafi ekki svo mikið fé til umráða, og í öðru lagi, að það sé ekki vert fyrir sýsluna að fara að leggja svo mikið fé til þessa vegar, því hann verði óþarfur þegar hin fyrirhugaða flutningsbraut komi af Eyrarbakka og yfir Flóann.
Fyrri viðbárunni mætti svara þannig, að betra er að taka lán hjá landssjóði, sem afborgast ætti á 28 árum með vöxtum; það yrði 120-150 kr. útborgun á ári fyrir sýslusjóðinn. Hinu má svar á þá leið, að það er ekki víst hvar flutningbrautin verður látin liggja, þó margt mæli með því að hin liggi frá Ölfusárbrúnni fyrir austan Sandvík, þar beint niður yfir Breiðumýri og lendi skammt fyrir austan Eyrarbakka. Þetta er ekki mögulegt að ákveða fyr en búið er að rannsaka á fleiri stöðum. Í öðru lagi er það, að langt verður þangað til að þessi vegur kemur, að öllum líkindum ekki fyr en eftir aldamót. Fyrst verður vegurinn austur í Rangárvallasýslu lagður, og það er langur vegur austur að Ytri-Rangá.
Hvernig sem fer, þá eru mikil líkindi til, að þessi fyrirhugaða flutningsbraut liggi ekki svo vestarlega yfir Flóann, að ekki verði þörf á að halda Nesbrúnni við eins fyrir það; en vitaskuld er það, að umferðin minnkar; en þá þolir hún líka lengur.
Reykjavík, 3. desember 1894
Erl. Zakaríasson.