1894

Ísafold, 29. desember 1894, 21. árg., 89. tbl., forsíða:

Vegagerð 1894
Það var unnið í sumar að vegagerð á landssjóðs kostnað á 3 stöðum: í Borgarfirði, á Mosfellsheiði og Hellisheiði, auk þess sem talsverð vina fór í viðgerð og viðhald (ofaníburð) á veginum frá Elliðaám upp í Fóelluvötn, - syðri hluta Hellisheiðarvegarins.
Vegavinnunni í Borgarfirði stýrði Árni Zakaríasson. Var þar lagt framhald af aðalpóstveginum, sem gerður var í fyrra, nefnil. 1 röst (km.) fyrir norðan Hvítá, "af Síðumúlahálsi eftir svokölluðu Húsasundi og norður í Kleifar", og fyrir sunnan Hvítá "frá Kláffossbrúnni og suður á Hamramela (upp í Rjúpnalág,)" rétt að segja 4 rastir. Enn fremur vegarspottar frá brúnni á Flóku, um 170 faðma að norðanverðu og 36 faðmar fyrir sunnan brúna. Loks gert við og rutt um 200 faðm., á Hamramelum og fyrir sunnan Flóku. Er þar með fenginn greiður og góður vegur af Varmalækjarmelum og norður í Kleifar, eða að og frá Kláffossbrúnni, sem áður var vegleysa; enda umferðin mjög mikil um brúna.
Vegavinna þessi stóð yfir frá því í miðjum maímán. og framundir septemberlok, með 23-24 verkamönnum lengst af, auk verkstjóra. En þar í felst einnig vinna að stöplahleðslu við brúna yfir Flókadalsá, er lögð var í sumar, um 250 dagsverk. Verkstjóri hafði 4 ½ kr. í kaup á dag, smiður 4 kr., flokkstjórar (2) 3 kr. 25 a., aðrir 2 kr. 85 a. til 3 kr.; sumir lítið eitt minna. Meðalkaup allra 2 kr. 92 a. Auk þess 1 kr. í fæðispeninga á sunnudögum. Kaup verkamanna alls 7.846 kr.; annar kostnaður nær 900 kr., þar af helmingur hestaleiga.
Lögð var jafnframt í sumar brú á Flókadalsá, illt vatnsfall, þótt ekki sé stórá. Það er trébrú, 22 álna löng, eða þriðjungi styttri en Kláffossbrúin, smíðuð með umsjón Helga kaupmanns Helgasonar í Reykjavík. Hún mun hafa kostað að efni og smíði fram undir 1.000 kr., og stöplarnir að henni aðrar 1.000 kr.; þar við bætist flutningur. Brúin liggur 4-55 föðmum ofar en vegurinn gamli yfir ána, efst í gljúfrapetti þar dálitlu.
Vegavinnunni á Mosfellsheiði stýrði í sumar Einar Finnsson, er vanist hefir vegagerð í Noregi í mörg ár. Hann hafði 33 verkamenn, frá því um miðjan maímán. og fram í októberbyrjun. Það var framhald vegarins upp með Seljadal að austan, sem hann lagði að nýju, nær 4 ½ röst, því nær hallalaust. Það kostaði rúml. 9.600 kr. Enn fremur bar hann eða hans lið ofan í talsverðan spotta af kafla þeim, er lagður var í fyrra sumar og þá var eftir ógert; fóru til þess 3 ½ þús. kr.
Er nú mjög skammt eftir að hinum nýja vegi á háheiðinni. Verkalaunin sömu og í Borgarfirði.
Að Hellisheiðarveginum var unnið í tvennu lagi.
Vestan á heiðinni (eða sunnan) stóð Páll Jónsson fyrir verki. Hann lagði af nýju veg frá Svínahrauni nokkuð upp fyrir Reykjafell, sunnan megin við það, þar sem er miklu óbrattara og ósnjóbættara en um Hellisskarð, og komst nær 6 röstum. Hann byrjaði í miðjum maímán. og hélt áfram til 9. okt. Vinnulið hans var um þrjátíu (31), með sömu kjörum og á hinum stöðunum. Kostnaður 12 ½ þús. kr. Talsvert af þeim vegi er "Púkklagt" (sjá síðar). Mestur halli 1:10 á litlum spotta.
Loks hafði Erlendur Zakaríasson undir austurhluta vegarins, aðallega heiðarbrekkuna að austan, hina alræmdu Kamba, og er það langörðugasti vegarkaflinn, er gerður hefir verið hér á suðurlandi. Hann byrjaði við Hengladalsá, uppi á heiðinni austarlega, og komst spölkorn niður fyrir Kamba, hér um bil 4 rastir alls. Vinnuliðið 33-35, frá miðjum maí fram í miðjan október, með sömu kjörum og á hinum stöðunum, og kostnaður við þann vegarkafla rúmar 15.000 kr. Í vinnunni felst enn fremur brúarstöplahleðsla við Varmá í Ölfusi, er kostaði með steinlímsaðflutningi m. m. um 700 kr.
Það er ekki all-lítið mannvirki, hinn nýi Kambavegur. Þrátt fyrir hina miklu brekku þar er vegurinn hvergi brattari en 1:10½ og má skeiðríða hann upp og ofan, enda sléttur eins og fjalagólf nú fyrst í stað og vonandi til frambúðar; svo vandlega hefir verið frá honum gengið. Sem nærri má geta, þurfti ákaflega miklar sneiðingar til þess að fá veginn svona óbrattan, og eru þær á 18 stöðum svo krappar, að geisli bogans er ekki nema 2 ½ - 4 faðmar. Víða varð að grafa í gegnum hryggi og klappir, eða fylla upp í lautir. Hlaða varð og víða allháan grjótvegg undir vegarbrúninni, þar sem hún er nokkuð há, stabbasteinar, með 1 faðms millibili, svo sem til varnar í myrkri. Mestur hluti vegar þessa er "púkklagður", þ. e. gerður úr muldu grjóti, smækkandi eftir því, sem ofar dregur, en smágerður ofaníburður efst. Eru slíkir vegir stórum mun traustari og haldbetri en ella, og svarar það sjálfsagt hinum aukna kostnaði, þar sem leið er fjölfarin. Rúmar 7 kr. hefir faðmurinn kostað upp og niður í þessum vegarkafla öllum, á einum stað í Kömbum kostaði hann 24. kr.
Brúarstöplarnir við Varmá eru 14 álna langir hvor, en 3 álna hár vestri stöpullinn og 4 ½ alin sá eystri. Brúna á Varmá sjálfa, trébrú, 16 álna lagna, smíðaði eða smíða lét Helgi kaupmaður Helgason í Reykjavík, og mun hún hafa kostað 5-600 kr., auk flutnings, sem varð fremur ódýr, - viðinum fleytt upp frá Ölfusá og Varmá. Brúin er spölkorn fyrir neðan þjóðveginn, sem var yfir ána.
Aðalforsögn og eftirlit með vegagerðum þessum hefir mannvirkjafræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, haft, eftir fyrirskipunum landshöfðingja og með hans ráði.
Á sumri komanda mun verða lokið við Hellisheiðarveginn, háheiðina, ásamt dálitlum kafla fyrir neðan heiðina, beggja megin Varmárbrúarinnar, og verður þá kominn akvegur alla leið frá Reykjavík austur að Ölfusárbrú, nema hvað gera þarf samt enn talsvert við Svínahraun til þess, og svo er aðeins reiðvegur spölkorn fram með Ingólfsfjalli.


Ísafold, 29. desember 1894, 21. árg., 89. tbl., forsíða:

Vegagerð 1894
Það var unnið í sumar að vegagerð á landssjóðs kostnað á 3 stöðum: í Borgarfirði, á Mosfellsheiði og Hellisheiði, auk þess sem talsverð vina fór í viðgerð og viðhald (ofaníburð) á veginum frá Elliðaám upp í Fóelluvötn, - syðri hluta Hellisheiðarvegarins.
Vegavinnunni í Borgarfirði stýrði Árni Zakaríasson. Var þar lagt framhald af aðalpóstveginum, sem gerður var í fyrra, nefnil. 1 röst (km.) fyrir norðan Hvítá, "af Síðumúlahálsi eftir svokölluðu Húsasundi og norður í Kleifar", og fyrir sunnan Hvítá "frá Kláffossbrúnni og suður á Hamramela (upp í Rjúpnalág,)" rétt að segja 4 rastir. Enn fremur vegarspottar frá brúnni á Flóku, um 170 faðma að norðanverðu og 36 faðmar fyrir sunnan brúna. Loks gert við og rutt um 200 faðm., á Hamramelum og fyrir sunnan Flóku. Er þar með fenginn greiður og góður vegur af Varmalækjarmelum og norður í Kleifar, eða að og frá Kláffossbrúnni, sem áður var vegleysa; enda umferðin mjög mikil um brúna.
Vegavinna þessi stóð yfir frá því í miðjum maímán. og framundir septemberlok, með 23-24 verkamönnum lengst af, auk verkstjóra. En þar í felst einnig vinna að stöplahleðslu við brúna yfir Flókadalsá, er lögð var í sumar, um 250 dagsverk. Verkstjóri hafði 4 ½ kr. í kaup á dag, smiður 4 kr., flokkstjórar (2) 3 kr. 25 a., aðrir 2 kr. 85 a. til 3 kr.; sumir lítið eitt minna. Meðalkaup allra 2 kr. 92 a. Auk þess 1 kr. í fæðispeninga á sunnudögum. Kaup verkamanna alls 7.846 kr.; annar kostnaður nær 900 kr., þar af helmingur hestaleiga.
Lögð var jafnframt í sumar brú á Flókadalsá, illt vatnsfall, þótt ekki sé stórá. Það er trébrú, 22 álna löng, eða þriðjungi styttri en Kláffossbrúin, smíðuð með umsjón Helga kaupmanns Helgasonar í Reykjavík. Hún mun hafa kostað að efni og smíði fram undir 1.000 kr., og stöplarnir að henni aðrar 1.000 kr.; þar við bætist flutningur. Brúin liggur 4-55 föðmum ofar en vegurinn gamli yfir ána, efst í gljúfrapetti þar dálitlu.
Vegavinnunni á Mosfellsheiði stýrði í sumar Einar Finnsson, er vanist hefir vegagerð í Noregi í mörg ár. Hann hafði 33 verkamenn, frá því um miðjan maímán. og fram í októberbyrjun. Það var framhald vegarins upp með Seljadal að austan, sem hann lagði að nýju, nær 4 ½ röst, því nær hallalaust. Það kostaði rúml. 9.600 kr. Enn fremur bar hann eða hans lið ofan í talsverðan spotta af kafla þeim, er lagður var í fyrra sumar og þá var eftir ógert; fóru til þess 3 ½ þús. kr.
Er nú mjög skammt eftir að hinum nýja vegi á háheiðinni. Verkalaunin sömu og í Borgarfirði.
Að Hellisheiðarveginum var unnið í tvennu lagi.
Vestan á heiðinni (eða sunnan) stóð Páll Jónsson fyrir verki. Hann lagði af nýju veg frá Svínahrauni nokkuð upp fyrir Reykjafell, sunnan megin við það, þar sem er miklu óbrattara og ósnjóbættara en um Hellisskarð, og komst nær 6 röstum. Hann byrjaði í miðjum maímán. og hélt áfram til 9. okt. Vinnulið hans var um þrjátíu (31), með sömu kjörum og á hinum stöðunum. Kostnaður 12 ½ þús. kr. Talsvert af þeim vegi er "Púkklagt" (sjá síðar). Mestur halli 1:10 á litlum spotta.
Loks hafði Erlendur Zakaríasson undir austurhluta vegarins, aðallega heiðarbrekkuna að austan, hina alræmdu Kamba, og er það langörðugasti vegarkaflinn, er gerður hefir verið hér á suðurlandi. Hann byrjaði við Hengladalsá, uppi á heiðinni austarlega, og komst spölkorn niður fyrir Kamba, hér um bil 4 rastir alls. Vinnuliðið 33-35, frá miðjum maí fram í miðjan október, með sömu kjörum og á hinum stöðunum, og kostnaður við þann vegarkafla rúmar 15.000 kr. Í vinnunni felst enn fremur brúarstöplahleðsla við Varmá í Ölfusi, er kostaði með steinlímsaðflutningi m. m. um 700 kr.
Það er ekki all-lítið mannvirki, hinn nýi Kambavegur. Þrátt fyrir hina miklu brekku þar er vegurinn hvergi brattari en 1:10½ og má skeiðríða hann upp og ofan, enda sléttur eins og fjalagólf nú fyrst í stað og vonandi til frambúðar; svo vandlega hefir verið frá honum gengið. Sem nærri má geta, þurfti ákaflega miklar sneiðingar til þess að fá veginn svona óbrattan, og eru þær á 18 stöðum svo krappar, að geisli bogans er ekki nema 2 ½ - 4 faðmar. Víða varð að grafa í gegnum hryggi og klappir, eða fylla upp í lautir. Hlaða varð og víða allháan grjótvegg undir vegarbrúninni, þar sem hún er nokkuð há, stabbasteinar, með 1 faðms millibili, svo sem til varnar í myrkri. Mestur hluti vegar þessa er "púkklagður", þ. e. gerður úr muldu grjóti, smækkandi eftir því, sem ofar dregur, en smágerður ofaníburður efst. Eru slíkir vegir stórum mun traustari og haldbetri en ella, og svarar það sjálfsagt hinum aukna kostnaði, þar sem leið er fjölfarin. Rúmar 7 kr. hefir faðmurinn kostað upp og niður í þessum vegarkafla öllum, á einum stað í Kömbum kostaði hann 24. kr.
Brúarstöplarnir við Varmá eru 14 álna langir hvor, en 3 álna hár vestri stöpullinn og 4 ½ alin sá eystri. Brúna á Varmá sjálfa, trébrú, 16 álna lagna, smíðaði eða smíða lét Helgi kaupmaður Helgason í Reykjavík, og mun hún hafa kostað 5-600 kr., auk flutnings, sem varð fremur ódýr, - viðinum fleytt upp frá Ölfusá og Varmá. Brúin er spölkorn fyrir neðan þjóðveginn, sem var yfir ána.
Aðalforsögn og eftirlit með vegagerðum þessum hefir mannvirkjafræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, haft, eftir fyrirskipunum landshöfðingja og með hans ráði.
Á sumri komanda mun verða lokið við Hellisheiðarveginn, háheiðina, ásamt dálitlum kafla fyrir neðan heiðina, beggja megin Varmárbrúarinnar, og verður þá kominn akvegur alla leið frá Reykjavík austur að Ölfusárbrú, nema hvað gera þarf samt enn talsvert við Svínahraun til þess, og svo er aðeins reiðvegur spölkorn fram með Ingólfsfjalli.