1893

Ísa-fold, 21. júní 1893, 20. árg., 39. tbl., bls. 155:

Vegagerð.
Fjórðungur mílu er fullger af hinum nýja vegi upp á Mosfellsheiði, út úr Hellisheiðarveginum hérna megin við Hólmsárbrúna, skammt fyrir ofan Hólm. Vegarstæðið er ágætt og greiðunnið það sem af er, nærri því upp á móts við Miðdal; en bráðum taka við hjallar, upp á heiðarbrúnina; þegar þagnað kemur, er aftur mikið greiðfært. Að vegagerð þessari vinna nú 34-35 verkamenn, undir forustu Erlendar Zakaríassonar. Það hefir viðrað illa fyrir þá til þessa: stórrigningar og rosar, en allt af hafa þeir samt haldið áfram.
Að leggja niður Reynisvatns- og Seljadalsveginn upp á Mosfellsheiði og nota í þess stað austurveginn upp fyrir Hólm sparar landssjóði á að giska 20-30.000 kr. (sbr. Ísafold 21. jan. 1891) að upphafi, en miklu meira, er viðhaldið er athugað, sem hefði orðið margfalt kostnaðarsamara á gömlu vegarstefnunni, vegna árennslis og vatnagangs. - Vitanlega hefði sparnaðurinn orðið helmingi meiri og fram yfir það, ef það snjallræði hefði verið tekið í upphafi, að hafa sameiginlegan veg til Þingvalla og Ölfuss frá Rvík upp fyrir Lyklafell og sneiða þar með alveg hjá Svínahrauni meðal annars.


Ísa-fold, 21. júní 1893, 20. árg., 39. tbl., bls. 155:

Vegagerð.
Fjórðungur mílu er fullger af hinum nýja vegi upp á Mosfellsheiði, út úr Hellisheiðarveginum hérna megin við Hólmsárbrúna, skammt fyrir ofan Hólm. Vegarstæðið er ágætt og greiðunnið það sem af er, nærri því upp á móts við Miðdal; en bráðum taka við hjallar, upp á heiðarbrúnina; þegar þagnað kemur, er aftur mikið greiðfært. Að vegagerð þessari vinna nú 34-35 verkamenn, undir forustu Erlendar Zakaríassonar. Það hefir viðrað illa fyrir þá til þessa: stórrigningar og rosar, en allt af hafa þeir samt haldið áfram.
Að leggja niður Reynisvatns- og Seljadalsveginn upp á Mosfellsheiði og nota í þess stað austurveginn upp fyrir Hólm sparar landssjóði á að giska 20-30.000 kr. (sbr. Ísafold 21. jan. 1891) að upphafi, en miklu meira, er viðhaldið er athugað, sem hefði orðið margfalt kostnaðarsamara á gömlu vegarstefnunni, vegna árennslis og vatnagangs. - Vitanlega hefði sparnaðurinn orðið helmingi meiri og fram yfir það, ef það snjallræði hefði verið tekið í upphafi, að hafa sameiginlegan veg til Þingvalla og Ölfuss frá Rvík upp fyrir Lyklafell og sneiða þar með alveg hjá Svínahrauni meðal annars.