1893

Þjóðólfur, 29. sept. 1893, 45. árg., 46. tbl., bls. 179:

Um póstgöngur í Norður-Þingeyjarsýslu.
(Svar).
Herra ritstjóri! Út af grein eftir séra Þorleif Jónsson á Skinnastað, sem er prentuð í "Þjóðólfi" nr. 28. þ. á., vil ég hér með leyfa mér að biðja yður svo vel gera, að ljá rúm í hinu heiðraða blaði yðar eftirfylgjandi leiðréttingum.
Ég er ekki höfundur greinarinnar, sem stóð í "Austra" fyrir ári síðan, með fyrirsögn: "Um vegi og samgöngur", eins og séra Þorleifur gefur í skyn í grein sinni.
Séra Þorleifur þykist tilfæra orðrétt eftir mig setningu úr "Bréfi af Sléttu", en sú setning, sem hann tilfærir, stendur hvergi í téðu bréfi. Hún verður því að álítast prestsins eigin "ruglvefur".
Að ég fái "póstana þvert á móti því sem þeir mega og er skipað fyrir, (til) að bíða eftir bréfum" mínum, meðan ég svara bréfum um hæl með sama pósti, er alveg tilhæfulaust. Ekki er það heldur rétt, að sýslunefnd Norður-Þingeyinga hafi ætíð álitið, að póstleiðin um Norður-Þingeyjarsýslu ætti að liggja yfir Axarfjarðarheiði. Það sýnir, meðal annars, eftirfylgjandi "útdráttur úr fundargerðum sýslunefndarinnar í Norður-Þingeyjarsýslu 28. og 29. febrúar 1888".
¿¿¿"12. Oddviti framlagði og las upp bréf amtsins, dags. 5. f. m., um að því verði sendar í byrjun næstkomandi aprílmán. tillögur sýslunefndarinnar um það, hvar aðal-póstleið skuli liggja, og um það, hverjir vegir skuli vera sýsluvegir.
Nefndin íhugaði og ræddi mál þetta ítarlega og komst að þeirri niðurstöðu, að yfirgnæf-andi ástæður mæltu með þeirri tillögu1, að aðalpóstleiðin yrði lögð frá Húsavík norður yfir Tunguheiði, eftir Kelduhverfi að lögferjunni yfir Jökulsá hjá Ferjubakka að Skinna-stöðum, þaðan eftir Axarfirði í Núpasveit, yfir Hólsstíg að Raufarhöfn1 þaðan að Sval-barði í Þistilfirði og eftir honum út á Þórshöfn (Syðralón). Tók nefndin fram, að þetta væri aðalsamgönguleið allra þessara byggðarlaga og jafnframt þrautaleið, sem fara yrði þegar nokkuð væri að vegum og veðri"1¿¿
Þetta var nú samhuga álit sýslunefndarinnar 1888. Vegalengdirnar eru alveg hinar sömu nú eins og þá, en einmitt Hólsstígur hefur batnað mikið síðan, því næstliðin ár hefur verið kostað 100 kr. árlega til vörðuhleðslu á honum.
Ég álít óþarft, að gefa frekari gaum grein prestsins. Hún mun sjálf bera með sér, að hún hafi meira inni að halda af fljótfærnislega hugsuðum, órökstuddum fullyrðingum, en skyn--samlegri röksemdarfærslu, enda mun höfundinum láta betur að fást við forn rit, en að rita blaðagreinar.
Raufarhöfn 14. ágúst 1893.
Jakob Gunnlögsson.


Þjóðólfur, 29. sept. 1893, 45. árg., 46. tbl., bls. 179:

Um póstgöngur í Norður-Þingeyjarsýslu.
(Svar).
Herra ritstjóri! Út af grein eftir séra Þorleif Jónsson á Skinnastað, sem er prentuð í "Þjóðólfi" nr. 28. þ. á., vil ég hér með leyfa mér að biðja yður svo vel gera, að ljá rúm í hinu heiðraða blaði yðar eftirfylgjandi leiðréttingum.
Ég er ekki höfundur greinarinnar, sem stóð í "Austra" fyrir ári síðan, með fyrirsögn: "Um vegi og samgöngur", eins og séra Þorleifur gefur í skyn í grein sinni.
Séra Þorleifur þykist tilfæra orðrétt eftir mig setningu úr "Bréfi af Sléttu", en sú setning, sem hann tilfærir, stendur hvergi í téðu bréfi. Hún verður því að álítast prestsins eigin "ruglvefur".
Að ég fái "póstana þvert á móti því sem þeir mega og er skipað fyrir, (til) að bíða eftir bréfum" mínum, meðan ég svara bréfum um hæl með sama pósti, er alveg tilhæfulaust. Ekki er það heldur rétt, að sýslunefnd Norður-Þingeyinga hafi ætíð álitið, að póstleiðin um Norður-Þingeyjarsýslu ætti að liggja yfir Axarfjarðarheiði. Það sýnir, meðal annars, eftirfylgjandi "útdráttur úr fundargerðum sýslunefndarinnar í Norður-Þingeyjarsýslu 28. og 29. febrúar 1888".
¿¿¿"12. Oddviti framlagði og las upp bréf amtsins, dags. 5. f. m., um að því verði sendar í byrjun næstkomandi aprílmán. tillögur sýslunefndarinnar um það, hvar aðal-póstleið skuli liggja, og um það, hverjir vegir skuli vera sýsluvegir.
Nefndin íhugaði og ræddi mál þetta ítarlega og komst að þeirri niðurstöðu, að yfirgnæf-andi ástæður mæltu með þeirri tillögu1, að aðalpóstleiðin yrði lögð frá Húsavík norður yfir Tunguheiði, eftir Kelduhverfi að lögferjunni yfir Jökulsá hjá Ferjubakka að Skinna-stöðum, þaðan eftir Axarfirði í Núpasveit, yfir Hólsstíg að Raufarhöfn1 þaðan að Sval-barði í Þistilfirði og eftir honum út á Þórshöfn (Syðralón). Tók nefndin fram, að þetta væri aðalsamgönguleið allra þessara byggðarlaga og jafnframt þrautaleið, sem fara yrði þegar nokkuð væri að vegum og veðri"1¿¿
Þetta var nú samhuga álit sýslunefndarinnar 1888. Vegalengdirnar eru alveg hinar sömu nú eins og þá, en einmitt Hólsstígur hefur batnað mikið síðan, því næstliðin ár hefur verið kostað 100 kr. árlega til vörðuhleðslu á honum.
Ég álít óþarft, að gefa frekari gaum grein prestsins. Hún mun sjálf bera með sér, að hún hafi meira inni að halda af fljótfærnislega hugsuðum, órökstuddum fullyrðingum, en skyn--samlegri röksemdarfærslu, enda mun höfundinum láta betur að fást við forn rit, en að rita blaðagreinar.
Raufarhöfn 14. ágúst 1893.
Jakob Gunnlögsson.