1893

Þjóðólfur, 15. des. 1893, 45. árg., 58. tbl., forsíða:

Rödd úr Árnessýslu.
um "fljóthugsuðu lagasmíðina".
Það er enginn vafi á því, að "Ísafold" er greinilega farin að "stálma" undir væntanlegar alþingiskosningar í Árnessýslu að vori, svo að það má gera ráð fyrir reglulegum fæðingarhríðum innan skamms, er sjálfsagt verða harðari og harðari eftir því, sem nær dregur kjördegi. Enn sem komið er hefur "stálminn" lýst sér í því, að ritstj. "Ísaf." hefur gefið Árnesingum ofurlítinn "forsmekk" þess, hvað hann vill, að þeir skuli gera, sérstaklega með greininni í 74. tbl., er á að vera eftir einhvern "Sveitabónda" einhverstaðar í þokunni. Í sömu átt stefnir og greinin í síðasta blaði frá einhverjum "helsta og merkilegasta" manni í Grímsnesinu, slitin sundur með innskots-fleygum, og stöguð aftur saman með rembihnútum af ritst. "Ísaf." sjálfum.
Til samanburðar við þessar greinar og hinar fávíslegu staðhæfingar þeirra, látum vér oss nægja að birta hér í blaðinu grein, er oss barst fyrir stuttu, frá öðrum Árnesingi, vafalaust fullt eins merkum, sem Ísafoldarmanninum. Hún er rituð gegn grein "Sveitabóndans" og lítur dálítið öðruvísi á þetta mál, en hann og Grímsnesingurinn. Rúmsins vegna birtist aðeins helmingur greinarinnar í þetta skipti. Vér látum höf. sjálfan tala, enda höfum vér aldrei fylgt þeirri reglu að limlesta það, er aðrir rita, eða snúa því við eftir eigin geðþekkni. Greinin er svo látandi:
Í 74. tölubl. "Ísafoldar" þ.á. er grein með yfirskriftinni "Fljóthugsuð lagasmíð" eftir einhvern, er nefnir sig "Sveitabónda", og fjargviðrast persóna þessi mikillega út af grein í "Þjóðólfi" í haust með sömu yfirskrift, áhrærandi lagafrumvarp það frá síðasta þingi, sem ákveður, að gæslukostnaður á brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá skuli greiddur úr sýslusjóðum Árnes- og Rangárvallasýslna. Þó að þessi Ísafoldar-grein máske eigi að vera vörn fyrir formælendur þessa máls á þingi, eða einkum fyrir herra Þorlák í Fífuhvammi, og þótt hún kunni að vera hlutdrægnislaust rituð, þá virðist hún samt frá hlið Árnesinga vera sumsstaðar nokkuð fljóthugsuð, eins og lagafrumvarp það, sem hér er um að ræða. Ég skal því leyfa mér, eins og "Sveitabóndinn" kemst að orði, "að leggja orð í belg" um þetta mál.
Hvað lagafrumvarpinu viðvíkur, þá get ég ekki annað álitið, en að Rangvellingar séu eftir því allvel íhaldnir með sinn hluta af gæslukostnaðinum, (þó það hljóti samt að verða æði-hár skattur, þegar Þjórsárbrúin er komin á), þar sem allir hreppar sýslunnar nota sjálfsagt báðar brýrnar að miklu leyti; en með Árnesinga er öðru máli að gegna, því fyrst og fremst nota ekki Ölfusárbrúna nema hrepparnir austan Hvítár og Ölfusár, svo teljandi sé, en Þjórsárbrúna munu Árnesingar aldrei nota svo teljandi sé, eða fremur en önnur héruð, en eftir fumvarpinu eiga Árnesingar fyrir það, að nál. helmingur þeirra notar aðeins aðra brúna, að borga - segi og skrifa - hálfan gæslukostnað á báðum brúnum, eða máske meira. Þó það sé nú sanngjarnt, að þeir, sem nota brýrnar á einhvern hátt, borgi gæsluna, þá get ég ekki annað álitið, en að þetta sé nokkuð ósanngjarn skattur á sýslusjóð Árnessýslu, og verður Árnesingum æði tilfinnanlegur, þegar þess er gætt, að sýslusjóðurinn hefur í mjög mörg horn að líta, hvað vega- eða samgöngumál snertir. Þannig hefur til dæmis verið lagt til vegamála, samkvæmt áætlun og tillögum sýslunefndarinnar, á yfirstandandi ári, 1.811 kr. 14 au., og munu þó sýsluvegirnir vera víða ennþá lítt færir yfirferðar nema í þurrkatíð um hásumarið, og verða svo eflaust í mörg ár enn, þó lögð væri til þeirra sama fjárupphæð árlega; og til þess að geta staðist þetta og önnur óumflýjanleg útgjöld sýslusjóðsins hefur verið jafnað niður á hreppana 1.200 kr., því vegagjaldið var aðeins eftir áætlun 1.753 kr. 13 a.; nú má gera ráð fyrir, að frumv. þetta auki útgjöld sýslusjóðsins um 400-500 kr. að minnsta kosti, svo nú verður sýslunefndin að gera annaðhvort framvegis, að láta ógert eitthvað, sem er til nytsemdar og bráðnauðsynlegt fyrir sýsluna í heild sinni eða einstakar sveitir, eða þá að jafna gæslukostnaðinum niður á hreppana, og verð ég að álíta, að þær sveitir að minnsta kosti, sem hvoruga brúna nota, hafi fullgilda ástæðu til að una þeim málalokum illa, og ég segi fyrir mig, að mér þykir hvorugt gott. Úr því nú að útlit er fyrir, að þingmenn okkar Árnesinga hafi ekki fundið neinn heppilegan veg til að ráða þessu brúargæslumáli til lykta, þá verð ég að álíta, að þeir hefðu gert réttara í því, að láta tollfrumvarpið hlutlítið, nema máske reyna til að hafa einhver breytingar-áhrif á það til bóta, heldur en að gerast formælendur þessa fljóthugsaða lagafrumvarps. Ég skal samt geta þess, að ég er enginn vinur brúatollanna, nei, þvert á móti, ég hygg að þeir næðu aldrei tilgangi sínum, heldur mundi tollgæslan, sem hlyti að verða afardýr, gleypa allan brúartollinn og jafnvel meira, eins og ljóslega hefur verið tekið fram á þinginu í sumar, þegar þetta mál var til umræðu; en það er gamalt máltæki: "Af tvennu illu, þá tak ei hið lakara", en frá sanngirninnar "sjónarmiði" er frumvarp þetta miklu verra fyrir Árnessýslu í heild sinni, en tollfrumvarpið með öllum sínum annmörkum.
Ég verð yfir höfuð að álíta, að eftir þessu frumvarpi verði Árnessýsla miklu harðar úti en önnur héruð, þar sem brýr væntanlega verða byggðar, því fylgi þingið sömu stefnu og það hefur gert í sumar, þá verða brýr framvegis byggðar á landssjóðs kostnað, enda er ekkert líklegra og eðlilegra, en þó héruðum verður ef til vill gert að skyldu að kosta gæsluna, þá verða samt Árnesingar að borga sinn hluta af láninu til Ölfusárbrúarinnar, sem önnur héruð verða laus við (að borga nokkuð af byggingarkostnaði sinna brúa), og verður því á einhvern hátt að leggjast skattur á þá, sem ég sé ekki, að verði lagður á annað en landbúnaðinn (að miklu leyti) eftir núgildandi lögum, og því held ég, að "Sveitabóndinn" hefði mátt láta ógert að hrópa hátt til okkar Árnesinga, til að vekja okkur til meðvitundar um, hvílíka ósvinnu "Þjóðólfur" fari fram á, þar sem hann vilji, eins og "Sveitabóndinn" að orði kemst, "velta þessari byrði á þá eina, sem landbúnað stunda, en sleppa öllum öðrum", því ég get ekki annað séð, en að við einir, sem höfum einhvern landbúnað, verðum, eftir því sem nú er uppi á teningnum, að borga "ballið". En að landssjóður geti bæði byggt brýr, eins og landið þarfnast og kostað gæslu á þeim í framtíðinni eða þegar þær fjölga, er óhugsandi, eða þá að þingið yrði að sjá að sér í einhverju tilliti, og vera sparara á "bitlingum" til einstakra manna, en það stundum hefur verið, og álít ég það að vísu engan skaða fyrir landið. Ég verð því eindregið að hallast að þeirri aðalstefnu, sem fram kom í áminnstri "Þjóðólfs" grein í haust, þeirri, að stofna einn sameiginlegan brúasjóð fyrir land allt, sem standi í sambandi við landssjóð, ef því yrði svo fyrir komið, að skattur þessi yrði lagður á eitthvað fleira eða annað en eingöngu landbúnað, og álít þá stefnu miklu betri en allt annað, sem komið hefur fram í þessu máli og mér er kunnugt um. Að skatturinn væri misjafnlega hár á héruðunum, og ef til vill sumsstaðar enginn, þar sem víst væri, að engar brýr væru byggðar nokkurn tíma, það væri ekki nema sjálfsögð sanngirni, og væri að minnsta kosti ekki orsök til annarrar eins óánægju, eins og þessi fljóthugsaða lagasmíð frá síðasta þingi er fyrir hlutaðeigendur. - Um það, í hvaða tilgangi "Þjóðólfs"-greinin í haust mun hafa verið skrifuð,. skal ég ekkert segja, og skiptir í rauninni engu. Þó að Þorlákur í Fífuhvammi hafi lýst því yfir á kjörþinginu í fyrra, að hann væri móti brúartolli, þá var það síður en ekki ástæða fyrir Árnesinga til að hafna honum, heldur þvert á móti, en þá var ekki um annað en brúartoll að ræða; þetta lagafrumv. mun alls ekki hafa verið komið í huga hans þá, því hefði mönnum verið kunnugt, að svo væri, þá efast ég um, að hann hefði fengið öll þau atkvæði, sem hann fékk, og þó Árnesingar yfirhöfuð hafi ávallt borið gott traust til hans, sem þingmanns, þá efast ég um, að hann fái nú við næstu kosningar öll þau atkvæði, sem hann fékk síðast.
Ég þykist nú hafa leitt rök að því, að einn af þeim þremur vegum, sem "Sveitabóndinn" talar um, að séu sanngjarnir, þegar um gæslu á stórbrúm er að ræða, verði eftir lagafrumvarpinu oftnefnda mjög ósanngjarn, hvað Árnessýslu snertir að minnsta kosti, og skal ég í sambandi við það geta þess, að ég þykist hafa skoðað þetta mál hlutdrægnislaust, því ég á heima sunnanmegin við Ölfusá og þarf því oft að brúka brúna á henni.
Árnesingur.
Vér ætlum nú að lofa ritst. Ísafoldar að hugga sína sárþjáðu sál með þessum ofanrituðu línum, enda mun það ærin hugraun fyrir hann, að Árnesingar skuli yfirhöfuð ekki hafa jafn einhliða og takmarkaðar þrákálfaskoðanir, eins og hann sjálfur hefur, bæði í þessu máli og fleirum.
Ritstj.


Þjóðólfur, 15. des. 1893, 45. árg., 58. tbl., forsíða:

Rödd úr Árnessýslu.
um "fljóthugsuðu lagasmíðina".
Það er enginn vafi á því, að "Ísafold" er greinilega farin að "stálma" undir væntanlegar alþingiskosningar í Árnessýslu að vori, svo að það má gera ráð fyrir reglulegum fæðingarhríðum innan skamms, er sjálfsagt verða harðari og harðari eftir því, sem nær dregur kjördegi. Enn sem komið er hefur "stálminn" lýst sér í því, að ritstj. "Ísaf." hefur gefið Árnesingum ofurlítinn "forsmekk" þess, hvað hann vill, að þeir skuli gera, sérstaklega með greininni í 74. tbl., er á að vera eftir einhvern "Sveitabónda" einhverstaðar í þokunni. Í sömu átt stefnir og greinin í síðasta blaði frá einhverjum "helsta og merkilegasta" manni í Grímsnesinu, slitin sundur með innskots-fleygum, og stöguð aftur saman með rembihnútum af ritst. "Ísaf." sjálfum.
Til samanburðar við þessar greinar og hinar fávíslegu staðhæfingar þeirra, látum vér oss nægja að birta hér í blaðinu grein, er oss barst fyrir stuttu, frá öðrum Árnesingi, vafalaust fullt eins merkum, sem Ísafoldarmanninum. Hún er rituð gegn grein "Sveitabóndans" og lítur dálítið öðruvísi á þetta mál, en hann og Grímsnesingurinn. Rúmsins vegna birtist aðeins helmingur greinarinnar í þetta skipti. Vér látum höf. sjálfan tala, enda höfum vér aldrei fylgt þeirri reglu að limlesta það, er aðrir rita, eða snúa því við eftir eigin geðþekkni. Greinin er svo látandi:
Í 74. tölubl. "Ísafoldar" þ.á. er grein með yfirskriftinni "Fljóthugsuð lagasmíð" eftir einhvern, er nefnir sig "Sveitabónda", og fjargviðrast persóna þessi mikillega út af grein í "Þjóðólfi" í haust með sömu yfirskrift, áhrærandi lagafrumvarp það frá síðasta þingi, sem ákveður, að gæslukostnaður á brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá skuli greiddur úr sýslusjóðum Árnes- og Rangárvallasýslna. Þó að þessi Ísafoldar-grein máske eigi að vera vörn fyrir formælendur þessa máls á þingi, eða einkum fyrir herra Þorlák í Fífuhvammi, og þótt hún kunni að vera hlutdrægnislaust rituð, þá virðist hún samt frá hlið Árnesinga vera sumsstaðar nokkuð fljóthugsuð, eins og lagafrumvarp það, sem hér er um að ræða. Ég skal því leyfa mér, eins og "Sveitabóndinn" kemst að orði, "að leggja orð í belg" um þetta mál.
Hvað lagafrumvarpinu viðvíkur, þá get ég ekki annað álitið, en að Rangvellingar séu eftir því allvel íhaldnir með sinn hluta af gæslukostnaðinum, (þó það hljóti samt að verða æði-hár skattur, þegar Þjórsárbrúin er komin á), þar sem allir hreppar sýslunnar nota sjálfsagt báðar brýrnar að miklu leyti; en með Árnesinga er öðru máli að gegna, því fyrst og fremst nota ekki Ölfusárbrúna nema hrepparnir austan Hvítár og Ölfusár, svo teljandi sé, en Þjórsárbrúna munu Árnesingar aldrei nota svo teljandi sé, eða fremur en önnur héruð, en eftir fumvarpinu eiga Árnesingar fyrir það, að nál. helmingur þeirra notar aðeins aðra brúna, að borga - segi og skrifa - hálfan gæslukostnað á báðum brúnum, eða máske meira. Þó það sé nú sanngjarnt, að þeir, sem nota brýrnar á einhvern hátt, borgi gæsluna, þá get ég ekki annað álitið, en að þetta sé nokkuð ósanngjarn skattur á sýslusjóð Árnessýslu, og verður Árnesingum æði tilfinnanlegur, þegar þess er gætt, að sýslusjóðurinn hefur í mjög mörg horn að líta, hvað vega- eða samgöngumál snertir. Þannig hefur til dæmis verið lagt til vegamála, samkvæmt áætlun og tillögum sýslunefndarinnar, á yfirstandandi ári, 1.811 kr. 14 au., og munu þó sýsluvegirnir vera víða ennþá lítt færir yfirferðar nema í þurrkatíð um hásumarið, og verða svo eflaust í mörg ár enn, þó lögð væri til þeirra sama fjárupphæð árlega; og til þess að geta staðist þetta og önnur óumflýjanleg útgjöld sýslusjóðsins hefur verið jafnað niður á hreppana 1.200 kr., því vegagjaldið var aðeins eftir áætlun 1.753 kr. 13 a.; nú má gera ráð fyrir, að frumv. þetta auki útgjöld sýslusjóðsins um 400-500 kr. að minnsta kosti, svo nú verður sýslunefndin að gera annaðhvort framvegis, að láta ógert eitthvað, sem er til nytsemdar og bráðnauðsynlegt fyrir sýsluna í heild sinni eða einstakar sveitir, eða þá að jafna gæslukostnaðinum niður á hreppana, og verð ég að álíta, að þær sveitir að minnsta kosti, sem hvoruga brúna nota, hafi fullgilda ástæðu til að una þeim málalokum illa, og ég segi fyrir mig, að mér þykir hvorugt gott. Úr því nú að útlit er fyrir, að þingmenn okkar Árnesinga hafi ekki fundið neinn heppilegan veg til að ráða þessu brúargæslumáli til lykta, þá verð ég að álíta, að þeir hefðu gert réttara í því, að láta tollfrumvarpið hlutlítið, nema máske reyna til að hafa einhver breytingar-áhrif á það til bóta, heldur en að gerast formælendur þessa fljóthugsaða lagafrumvarps. Ég skal samt geta þess, að ég er enginn vinur brúatollanna, nei, þvert á móti, ég hygg að þeir næðu aldrei tilgangi sínum, heldur mundi tollgæslan, sem hlyti að verða afardýr, gleypa allan brúartollinn og jafnvel meira, eins og ljóslega hefur verið tekið fram á þinginu í sumar, þegar þetta mál var til umræðu; en það er gamalt máltæki: "Af tvennu illu, þá tak ei hið lakara", en frá sanngirninnar "sjónarmiði" er frumvarp þetta miklu verra fyrir Árnessýslu í heild sinni, en tollfrumvarpið með öllum sínum annmörkum.
Ég verð yfir höfuð að álíta, að eftir þessu frumvarpi verði Árnessýsla miklu harðar úti en önnur héruð, þar sem brýr væntanlega verða byggðar, því fylgi þingið sömu stefnu og það hefur gert í sumar, þá verða brýr framvegis byggðar á landssjóðs kostnað, enda er ekkert líklegra og eðlilegra, en þó héruðum verður ef til vill gert að skyldu að kosta gæsluna, þá verða samt Árnesingar að borga sinn hluta af láninu til Ölfusárbrúarinnar, sem önnur héruð verða laus við (að borga nokkuð af byggingarkostnaði sinna brúa), og verður því á einhvern hátt að leggjast skattur á þá, sem ég sé ekki, að verði lagður á annað en landbúnaðinn (að miklu leyti) eftir núgildandi lögum, og því held ég, að "Sveitabóndinn" hefði mátt láta ógert að hrópa hátt til okkar Árnesinga, til að vekja okkur til meðvitundar um, hvílíka ósvinnu "Þjóðólfur" fari fram á, þar sem hann vilji, eins og "Sveitabóndinn" að orði kemst, "velta þessari byrði á þá eina, sem landbúnað stunda, en sleppa öllum öðrum", því ég get ekki annað séð, en að við einir, sem höfum einhvern landbúnað, verðum, eftir því sem nú er uppi á teningnum, að borga "ballið". En að landssjóður geti bæði byggt brýr, eins og landið þarfnast og kostað gæslu á þeim í framtíðinni eða þegar þær fjölga, er óhugsandi, eða þá að þingið yrði að sjá að sér í einhverju tilliti, og vera sparara á "bitlingum" til einstakra manna, en það stundum hefur verið, og álít ég það að vísu engan skaða fyrir landið. Ég verð því eindregið að hallast að þeirri aðalstefnu, sem fram kom í áminnstri "Þjóðólfs" grein í haust, þeirri, að stofna einn sameiginlegan brúasjóð fyrir land allt, sem standi í sambandi við landssjóð, ef því yrði svo fyrir komið, að skattur þessi yrði lagður á eitthvað fleira eða annað en eingöngu landbúnað, og álít þá stefnu miklu betri en allt annað, sem komið hefur fram í þessu máli og mér er kunnugt um. Að skatturinn væri misjafnlega hár á héruðunum, og ef til vill sumsstaðar enginn, þar sem víst væri, að engar brýr væru byggðar nokkurn tíma, það væri ekki nema sjálfsögð sanngirni, og væri að minnsta kosti ekki orsök til annarrar eins óánægju, eins og þessi fljóthugsaða lagasmíð frá síðasta þingi er fyrir hlutaðeigendur. - Um það, í hvaða tilgangi "Þjóðólfs"-greinin í haust mun hafa verið skrifuð,. skal ég ekkert segja, og skiptir í rauninni engu. Þó að Þorlákur í Fífuhvammi hafi lýst því yfir á kjörþinginu í fyrra, að hann væri móti brúartolli, þá var það síður en ekki ástæða fyrir Árnesinga til að hafna honum, heldur þvert á móti, en þá var ekki um annað en brúartoll að ræða; þetta lagafrumv. mun alls ekki hafa verið komið í huga hans þá, því hefði mönnum verið kunnugt, að svo væri, þá efast ég um, að hann hefði fengið öll þau atkvæði, sem hann fékk, og þó Árnesingar yfirhöfuð hafi ávallt borið gott traust til hans, sem þingmanns, þá efast ég um, að hann fái nú við næstu kosningar öll þau atkvæði, sem hann fékk síðast.
Ég þykist nú hafa leitt rök að því, að einn af þeim þremur vegum, sem "Sveitabóndinn" talar um, að séu sanngjarnir, þegar um gæslu á stórbrúm er að ræða, verði eftir lagafrumvarpinu oftnefnda mjög ósanngjarn, hvað Árnessýslu snertir að minnsta kosti, og skal ég í sambandi við það geta þess, að ég þykist hafa skoðað þetta mál hlutdrægnislaust, því ég á heima sunnanmegin við Ölfusá og þarf því oft að brúka brúna á henni.
Árnesingur.
Vér ætlum nú að lofa ritst. Ísafoldar að hugga sína sárþjáðu sál með þessum ofanrituðu línum, enda mun það ærin hugraun fyrir hann, að Árnesingar skuli yfirhöfuð ekki hafa jafn einhliða og takmarkaðar þrákálfaskoðanir, eins og hann sjálfur hefur, bæði í þessu máli og fleirum.
Ritstj.