1892

Austri, 17. ágúst 1892, 2. árg., 22. tbl., forsíða:

Aðalfundur.
Aðalfundur amtsráðs Austuramtsins var haldinn á Seyðisfirði dagana 3. - 6. júlí þ. á. af amtmanni J. Havsteen og amtsráðsmönnunum Sigurði Einarssyni, séra Einari Jónssyni og Jakob Gunnlögssyni.
Þessi mál voru rædd á fundinum:
14. Framlagt landsh.br. 31. mars þ. á., þar sem hann út af áskorun n. d. alþ. 1891; um breyting á aðalpóstleið í Þingeyjarsýslu og Norðurmúlasýslu (sbr. þingskjal 412) mælist til að fá álit hlutaðeigandi sýslun. og amtsráðs um það, hvort ástæða væri til að gjöra breytingu þá, er áskorunin fer fram á.
Sýslun. í N.þingeyjarsýslu fellst á áskorun n.d. alþ. að öðru leyti en því að hún vill að aðalpóstleiðin liggi frá Skinnastöðum yfir Hólsstíg um Raufarhöfn að Svalbarði og sýslunefndin í N.múlasýslu sömuleiðis, nema hvað hún leggur til að aðalpóstleið verði ekki lögð norður að Sauðanesi, heldur að Ytri-Brekkum eða Þórshöfn og þaðan yfir Brekknaheiði og skyldi pósturinn ekki þurfa að leggja leið sína um Krossavík.
Meiri hluti amtsráðsins lagði það til að það fyrirkomulag á aðalpóstleiðinni milli Akureyrar og Seyðisfjarðar sem nú er héldist, svo og ganga aðalpóstsins milli þessara staða, og ganga aukapóstsins milli Grenjaðarstaðar og Vopnaf. um Raufarhöfn.
Minni hluti amtsráðsins féllst á tillögu sýslun. í N.múlasýslu að öllu leyti.
15. Forseti skýrði frá vegabótum á aðalpóstleið í S.múlasýslu 1891. Einnig gat forseti þess að menn hefðu góðar vonir um að fé yrði veitt á næsta ári til vegarins yfir Fjarðarheiði.
Til vörðuhleðslu á Möðrudalsheiði, sem framkvæma átti í fyrra, en fórst þá fyrir, hafði landshöfðingi eftir tillögum forseta endurveitt 250 kr. og á vörðuhleðslan að fara fram í sumar.
¿¿.
21. Samþykkt var að sýsluvegasjóður N.múlasýslu tæki að sér einn þriðja part af 4.000 kr. láni, sem Seyðisfjarðarhreppur ætlar að taka til þess að brúa Fjarðará.


Austri, 17. ágúst 1892, 2. árg., 22. tbl., forsíða:

Aðalfundur.
Aðalfundur amtsráðs Austuramtsins var haldinn á Seyðisfirði dagana 3. - 6. júlí þ. á. af amtmanni J. Havsteen og amtsráðsmönnunum Sigurði Einarssyni, séra Einari Jónssyni og Jakob Gunnlögssyni.
Þessi mál voru rædd á fundinum:
14. Framlagt landsh.br. 31. mars þ. á., þar sem hann út af áskorun n. d. alþ. 1891; um breyting á aðalpóstleið í Þingeyjarsýslu og Norðurmúlasýslu (sbr. þingskjal 412) mælist til að fá álit hlutaðeigandi sýslun. og amtsráðs um það, hvort ástæða væri til að gjöra breytingu þá, er áskorunin fer fram á.
Sýslun. í N.þingeyjarsýslu fellst á áskorun n.d. alþ. að öðru leyti en því að hún vill að aðalpóstleiðin liggi frá Skinnastöðum yfir Hólsstíg um Raufarhöfn að Svalbarði og sýslunefndin í N.múlasýslu sömuleiðis, nema hvað hún leggur til að aðalpóstleið verði ekki lögð norður að Sauðanesi, heldur að Ytri-Brekkum eða Þórshöfn og þaðan yfir Brekknaheiði og skyldi pósturinn ekki þurfa að leggja leið sína um Krossavík.
Meiri hluti amtsráðsins lagði það til að það fyrirkomulag á aðalpóstleiðinni milli Akureyrar og Seyðisfjarðar sem nú er héldist, svo og ganga aðalpóstsins milli þessara staða, og ganga aukapóstsins milli Grenjaðarstaðar og Vopnaf. um Raufarhöfn.
Minni hluti amtsráðsins féllst á tillögu sýslun. í N.múlasýslu að öllu leyti.
15. Forseti skýrði frá vegabótum á aðalpóstleið í S.múlasýslu 1891. Einnig gat forseti þess að menn hefðu góðar vonir um að fé yrði veitt á næsta ári til vegarins yfir Fjarðarheiði.
Til vörðuhleðslu á Möðrudalsheiði, sem framkvæma átti í fyrra, en fórst þá fyrir, hafði landshöfðingi eftir tillögum forseta endurveitt 250 kr. og á vörðuhleðslan að fara fram í sumar.
¿¿.
21. Samþykkt var að sýsluvegasjóður N.múlasýslu tæki að sér einn þriðja part af 4.000 kr. láni, sem Seyðisfjarðarhreppur ætlar að taka til þess að brúa Fjarðará.