1891

Ísafold, 2. sept. 1891, 18. árg., 70. tbl., bls. 278:

Ölfusárbrúin.
Ölfusárbrúin stendur til að verði vígð eða opnuð af landshöfðingja þriðjudag 8. þ.m. kr. 2. Athöfninni mun fylgja lúrablástur, undir stjórn hr. Helga Helgasonar, og kvæði sungin ný, eitt eða fleiri; enn fremur prýtt með blæjum beggja vegna. Gera má ráð fyrir miklum mannfjölda þar samankominn, og er ætlast til að allur sá múgur gangi í prósessíu yfir brúna, er hún er opnuð. Þangað til verður girt fyrir báða enda hennar með strengjum. Vígslan mun fara fram austan megin árinnar (Selfossmegin), og verða þá aðkomumenn að láta ferja sig yfir um þangað, sem sunnan að koma eða vestan, ef þeir vilja vera viðstaddir. En hesta sína geta þeir skilið eftir vestan megin árinnar, enda slæmur sundstaður fyrir þá hjá Selfossi, þótt gott sé að ferja þar og sjálfsagt nóg um ferjubáta, er notaðir hafa verið við brúarsmíðið í sumar.
Mikið láta þeir, er séð hafa brúna uppkomna, þessa daga, yfir styrkleika hennar og fegurð.


Ísafold, 2. sept. 1891, 18. árg., 70. tbl., bls. 278:

Ölfusárbrúin.
Ölfusárbrúin stendur til að verði vígð eða opnuð af landshöfðingja þriðjudag 8. þ.m. kr. 2. Athöfninni mun fylgja lúrablástur, undir stjórn hr. Helga Helgasonar, og kvæði sungin ný, eitt eða fleiri; enn fremur prýtt með blæjum beggja vegna. Gera má ráð fyrir miklum mannfjölda þar samankominn, og er ætlast til að allur sá múgur gangi í prósessíu yfir brúna, er hún er opnuð. Þangað til verður girt fyrir báða enda hennar með strengjum. Vígslan mun fara fram austan megin árinnar (Selfossmegin), og verða þá aðkomumenn að láta ferja sig yfir um þangað, sem sunnan að koma eða vestan, ef þeir vilja vera viðstaddir. En hesta sína geta þeir skilið eftir vestan megin árinnar, enda slæmur sundstaður fyrir þá hjá Selfossi, þótt gott sé að ferja þar og sjálfsagt nóg um ferjubáta, er notaðir hafa verið við brúarsmíðið í sumar.
Mikið láta þeir, er séð hafa brúna uppkomna, þessa daga, yfir styrkleika hennar og fegurð.