1889

Ísafold, 2. mars 1889, 16. árg., 18. tbl., bls. 70:

Vegagjörð á Laxárdalsheiði
Í "Fj. Kon." 23. tbl. f.á. er bréf úr Dalasýslu, er eingöngu ræðir um vegagjörð á Laxárdalsheiði, og hefir of lengi dregist að minnast á bréf þetta. Það kemst þannig að orði um nefnda vegagjörð:
"Vegurinn yfir Laxárdalsheiði er lagður svo ráðlauslega og með svo miklum kostnaði, sem auðið verðist. Hann er gjörður um enska mílu lengri en hann þarf að vera, og þar að auki er sneitt hjá hæðum og hryggjum, svo hann verður eigi notaður á vetrum að eða frá verslunarstaðnum Borðeyri, enda er ekki vetrarleið nálægt þeim vegi".
Enn fremur segir höfundur bréfsins, að "kostnaður landssjóðs til vegagjörðar á Laxárdalsheiði yrði eigi samtals meiri, þó hætt væri við þennan veg og önnur beinni stefna tekin¿."
Þó það, sem fréttaritari "Fj.k." segir hér, séu tilhæfulaus ósannindi, og enginn, að líkindum, sem nokkuð þekkir til, taki mark á því, þá geta ef til vill ókunnugir leiðst til að trúa því.
Þess vegna leyfum við undirskrifaðir okkur að skýra almenningi frá hinu sanna og rétta um vegagjörðina á nefndu svæði.
Þegar fyrst var lagt fé til vegagjörðar á heiðinni vorum við undirskrifaðir ásamt hr. Jóni Bjarnasyni, fyrrum alþingismanni í Ólafsdal, kjörnir til að yfirlíta og ákveða, hvar hentugast mundi vera að leggja veg yfir nefnda heiði. Komumst við þá að þeirri niðurstöðu allir, að ráðlegast væri að endurbæta veg þann, er liggur upp frá bænum Borðeyri, og sem lengi hefir verið notaður.
Það geta allir séð, er fara um Laxárdal, þegar jörð er snjólaus, að til þess útheimtast margfalt meiri peningar, ef ætti að leggja nýjan veg yfir oftnefnda heiði, svo sem upp frá verslunarstaðnum vestur hjá Hvíslaseli. Á því svæði þyrfti að leggja eina brú frá verslunarhúsunum alla leið vestur að Laxárkvíslum, yfir rótlaus foræði og urðarholt, þar sem á gamla veginum þarf ekki brýr nema í stöku stað vestur að Laxá, sem rennur í Hrútafjörð; því sá vegur liggur mestallur eftir melum og melhryggjum, hinum lengstu, sem til eru á heiðinni, alla leið að verslunarstaðnum og getur sá vegur orðið ágætur, ef hann væri vel ruddur.
Yfirumsjónarmaður vegagjörðarinnar á fjallvegi þessum er sýslumaðurinn í Stranda- og Dalasýslu og hefir hann oft áður sýnt, að hann hefir meiri áhuga og vit á vegabótum en svo, að hann kasti út fé til ráðlauslegra vegagjörða.
Sólheimum og Kjörseyri í janúar 1889.
Sigtryggur Finnsson. Finnur Jónsson.


Ísafold, 2. mars 1889, 16. árg., 18. tbl., bls. 70:

Vegagjörð á Laxárdalsheiði
Í "Fj. Kon." 23. tbl. f.á. er bréf úr Dalasýslu, er eingöngu ræðir um vegagjörð á Laxárdalsheiði, og hefir of lengi dregist að minnast á bréf þetta. Það kemst þannig að orði um nefnda vegagjörð:
"Vegurinn yfir Laxárdalsheiði er lagður svo ráðlauslega og með svo miklum kostnaði, sem auðið verðist. Hann er gjörður um enska mílu lengri en hann þarf að vera, og þar að auki er sneitt hjá hæðum og hryggjum, svo hann verður eigi notaður á vetrum að eða frá verslunarstaðnum Borðeyri, enda er ekki vetrarleið nálægt þeim vegi".
Enn fremur segir höfundur bréfsins, að "kostnaður landssjóðs til vegagjörðar á Laxárdalsheiði yrði eigi samtals meiri, þó hætt væri við þennan veg og önnur beinni stefna tekin¿."
Þó það, sem fréttaritari "Fj.k." segir hér, séu tilhæfulaus ósannindi, og enginn, að líkindum, sem nokkuð þekkir til, taki mark á því, þá geta ef til vill ókunnugir leiðst til að trúa því.
Þess vegna leyfum við undirskrifaðir okkur að skýra almenningi frá hinu sanna og rétta um vegagjörðina á nefndu svæði.
Þegar fyrst var lagt fé til vegagjörðar á heiðinni vorum við undirskrifaðir ásamt hr. Jóni Bjarnasyni, fyrrum alþingismanni í Ólafsdal, kjörnir til að yfirlíta og ákveða, hvar hentugast mundi vera að leggja veg yfir nefnda heiði. Komumst við þá að þeirri niðurstöðu allir, að ráðlegast væri að endurbæta veg þann, er liggur upp frá bænum Borðeyri, og sem lengi hefir verið notaður.
Það geta allir séð, er fara um Laxárdal, þegar jörð er snjólaus, að til þess útheimtast margfalt meiri peningar, ef ætti að leggja nýjan veg yfir oftnefnda heiði, svo sem upp frá verslunarstaðnum vestur hjá Hvíslaseli. Á því svæði þyrfti að leggja eina brú frá verslunarhúsunum alla leið vestur að Laxárkvíslum, yfir rótlaus foræði og urðarholt, þar sem á gamla veginum þarf ekki brýr nema í stöku stað vestur að Laxá, sem rennur í Hrútafjörð; því sá vegur liggur mestallur eftir melum og melhryggjum, hinum lengstu, sem til eru á heiðinni, alla leið að verslunarstaðnum og getur sá vegur orðið ágætur, ef hann væri vel ruddur.
Yfirumsjónarmaður vegagjörðarinnar á fjallvegi þessum er sýslumaðurinn í Stranda- og Dalasýslu og hefir hann oft áður sýnt, að hann hefir meiri áhuga og vit á vegabótum en svo, að hann kasti út fé til ráðlauslegra vegagjörða.
Sólheimum og Kjörseyri í janúar 1889.
Sigtryggur Finnsson. Finnur Jónsson.