1888

Blaðaefni ársins 1888

Ísafold, 18. jan. 1888, 15. árg., 3. tbl., bls. 11:

Skemmdir hafa orðið á nýja veginum sem norskir vegagerðarmenn hafa verið að leggja frá Fóelluvötnum niður í Reykjavík.


Ísafold, 25. jan. 1888, 15. árg., 4. tbl., bls. 15:

Miklar skemmdir hafa orðið á "norska veginum" á milli Svínahrauns og Hólmsár. Átt er við vegarkafla sem norskir vegagerðarmenn hafa lagt.

 

Þjóðólfur, 27. apríl 1888, 60. árg., 21. tbl. forsíða:

Greinarhöfundur telur mikla nauðsyn að efla vegagerð og stingur upp á tómthúsmenn verðir látnir um vegagerð á þeim árstíma sem þeir ella ganga iðjulausir. Brúargerð eigi helst að ganga fyrir svo sem gert hefur verið í Kjósar- og Gullbringusýslu með góðum árangri. Nefnir hann átta ár sem brúaðar hafa verið þar á undanförnum árum en enn séu fimm eftir.

 

Ísafold, 30. maí 1888, 15. árg., 25. tbl., forsíða:

Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp um brúagerð á Ölfusá en hængur er á að enginn hefur fengist til að gera brúna fyrir þá upphæð sem kveðið er á í lagafrumvarpinu. Tryggvi Gunnarsson hefur þó tekið að sér að kanna málið nánar.

 

Þjóðólfur, 1. júní 1888, 60. árg., 26. tbl. forsíða:

Alþingi hefur loksins samþykkt lagafrumvarp um brúargerð á Ölfusá og má brúin kosta allt að 60.000 kr.

 

Ísafold, 6. júní 1888, 15. árg., 26. tbl., bls. 103:

Unnið hefur verið að Hellisheiðarvegi í mörg ár og þykir Ísafold nú loksins vit í framkvæmdum eftir að Hovdenak og norskir vegagerðarmenn tóku við, þó þeir hafi flaskað á sumu.

 

Þjóðólfur, 28. júlí 1888, 60. árg., 35. tbl., bls. 138:

Árnesingar vilja stuðla að byggingu Ölfusárbrúar og hafa bændur í Villingaholtshreppi lofað að flytja 250 klyfjar af brúarefninu ókeypis.

 

Þjóðólfur, 10. ágúst 1888, 60. árg., 37. tbl., bls. 146:

Alþingi hefur samþykkt lög um aðalpóstvegi sem landssjóður á að kosta. Má nú ekki leggja vegi á aðalpóstleið án þess að leitað hafi verið álits vegfróðs manns og þykir mörgum það gott ákvæði, enda oft deilt um bestu vegastæði

 

Þjóðólfur, 23. nóv. 1888, 60. árg., 54. tbl., bls. 215:

Byrjað hefur verið á nýjum vegi mill Keflavíkur og Garðsins. Einnig tveir vegaspottar á Vogastapa. Mikill munur er á kostnaði þessara framkvæmda og segir bréfritari það benda til að eins gott sé að verkfræðingur komi að slíkum málum.

 

Ísafold, 19. des. 1888, 15. árg., 59. tbl., bls. 239:

Deilt er um væntanlega vegagerð í Húnavatnssýslu því menn eru ekki á einu máli um hvar best sé að leggja þessa aðalpóstleið.


Blaðaefni ársins 1888

Ísafold, 18. jan. 1888, 15. árg., 3. tbl., bls. 11:

Skemmdir hafa orðið á nýja veginum sem norskir vegagerðarmenn hafa verið að leggja frá Fóelluvötnum niður í Reykjavík.


Ísafold, 25. jan. 1888, 15. árg., 4. tbl., bls. 15:

Miklar skemmdir hafa orðið á "norska veginum" á milli Svínahrauns og Hólmsár. Átt er við vegarkafla sem norskir vegagerðarmenn hafa lagt.

 

Þjóðólfur, 27. apríl 1888, 60. árg., 21. tbl. forsíða:

Greinarhöfundur telur mikla nauðsyn að efla vegagerð og stingur upp á tómthúsmenn verðir látnir um vegagerð á þeim árstíma sem þeir ella ganga iðjulausir. Brúargerð eigi helst að ganga fyrir svo sem gert hefur verið í Kjósar- og Gullbringusýslu með góðum árangri. Nefnir hann átta ár sem brúaðar hafa verið þar á undanförnum árum en enn séu fimm eftir.

 

Ísafold, 30. maí 1888, 15. árg., 25. tbl., forsíða:

Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp um brúagerð á Ölfusá en hængur er á að enginn hefur fengist til að gera brúna fyrir þá upphæð sem kveðið er á í lagafrumvarpinu. Tryggvi Gunnarsson hefur þó tekið að sér að kanna málið nánar.

 

Þjóðólfur, 1. júní 1888, 60. árg., 26. tbl. forsíða:

Alþingi hefur loksins samþykkt lagafrumvarp um brúargerð á Ölfusá og má brúin kosta allt að 60.000 kr.

 

Ísafold, 6. júní 1888, 15. árg., 26. tbl., bls. 103:

Unnið hefur verið að Hellisheiðarvegi í mörg ár og þykir Ísafold nú loksins vit í framkvæmdum eftir að Hovdenak og norskir vegagerðarmenn tóku við, þó þeir hafi flaskað á sumu.

 

Þjóðólfur, 28. júlí 1888, 60. árg., 35. tbl., bls. 138:

Árnesingar vilja stuðla að byggingu Ölfusárbrúar og hafa bændur í Villingaholtshreppi lofað að flytja 250 klyfjar af brúarefninu ókeypis.

 

Þjóðólfur, 10. ágúst 1888, 60. árg., 37. tbl., bls. 146:

Alþingi hefur samþykkt lög um aðalpóstvegi sem landssjóður á að kosta. Má nú ekki leggja vegi á aðalpóstleið án þess að leitað hafi verið álits vegfróðs manns og þykir mörgum það gott ákvæði, enda oft deilt um bestu vegastæði

 

Þjóðólfur, 23. nóv. 1888, 60. árg., 54. tbl., bls. 215:

Byrjað hefur verið á nýjum vegi mill Keflavíkur og Garðsins. Einnig tveir vegaspottar á Vogastapa. Mikill munur er á kostnaði þessara framkvæmda og segir bréfritari það benda til að eins gott sé að verkfræðingur komi að slíkum málum.

 

Ísafold, 19. des. 1888, 15. árg., 59. tbl., bls. 239:

Deilt er um væntanlega vegagerð í Húnavatnssýslu því menn eru ekki á einu máli um hvar best sé að leggja þessa aðalpóstleið.