1887

Ísafold, 24. ágúst 1887, 14. árg., 40. tbl., bls. 158:

Lög um vegi.
I. kafli
Um skipting á vegum.
1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstleiðir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vergir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum.
Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.

II. kafli.
Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagjörða og aðgjörða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gjöra mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
6. gr. Landshöfðingi ákveður eftir tillögum sýslunefnda, amtsráða og vegróðra manna, hvar aðalpóstleið skuli liggja um hérað hvert.
7. gr. Vegir á aðalpóstleiðum skulu, þar sem því verður við komið, vera að minnsta kosti 6 álna breiðir. Eigi skulu þeir að jafnaði hafa meiri halla en sem svari 3-4 þuml. Á hverri alin.
8. gr. Landshöfðinginn ræður verkstjóra til vegagjörða á aðalpóstleiðum. Sýslunefndir ráða verkmenn eftir samkomulagi við verkstjóra, hver í sínu héraði, þar sem vegagjörð á að fara fram. Fela mega þær oddvita og öðrum, er situr í sýslunefndinni, þennan starfa á hendur. Ávallt skal vegagjörð tekin út af dómkvöddum mönnum, sem sýslumenn kveðja, hver í sínu héraði, og skal álit þeirra um það, hvernig verkið er unnið og hvort allrar hagsýni hafi verið gætt, sent landshöfðingja.
III. kafli.
Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára, í hverri stöðu sem er.
Hreppstjórar skulu á ári hverju fyrir lok marsm. senda sýslumanni nafnaskrá yfir alla verkfæra menn í hreppnum á þeim aldri, er nú var sagt, og skal sýslumaður eftir því ákveða, hve mikið tillag hver hreppur eigi að greiða. Gjald þetta skal tekið af sveitarsjóðnum og greitt sýslumanni á manntalsþingum.
11. gr. Fela má sýslunefndin hlutaðeigandi sýslunefndarmanni, eða hreppsnefnd, umsjón og vinnu að sýsluvegum, hverjum í sínum hreppi, og ber þeim sem umsjón er falin, að ráða þann verkstjóra, sem hæfastur er til þess starfa.
12. gr. Sýsluvegir skulu vera að minnsta kosti 5 álna breiðir; að örðu leyti gilda um viðhald og gjörð á þeim hinar sömu meginreglur og greindar eru um aðalpóstvegi, sbr. 7. gr.
13. gr. Oddviti sýslunefndar skal ár hvert senda amtsráði aðalskýrslu og aðalreikning yfir sýsluvegagjörðir.
IV. kafli.
Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli.
Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
17. gr. Hreppsnefndin hefir umsjón um vinnu og aðgjörð á hreppavegum, og skal hún skipa umsjónarmenn, einn eða fleiri, til að sjá um vinnuna, og er henni heimilt að greiða þeim í dagpeninga allt að 3 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru við vinnuna.
18. gr. Skyldur skal hver verkmaður að koma á þeim tíma, sem umsjónarmaður eða verkstjóri tiltekur, og að fara eftir fyrirmælum hans; gjaldi húsbóndi ella hið ákveðna kaup og að auk, nema forföll hafi bannað, 1-5 kr. sekt, er renni í vegasjóð, sem stofna skal fyrir hvern hrepp, og hreppsnefndin geymir og hefir ábyrgð á.
19. gr. Hreppavegir skulu að minnsta kosti vera 3 álna breiðir; að örðu leyti skal, þar sem nýr vegur er gjörður, fylgja sömu aðalreglum og teknar eru fram um sýsluvegi.
20. gr. Skyldir skulu hreppsbúar að láta boðskap umsjónarmanns um vegavinnu berast bæja á milli tafarlaust.
21. gr. Hver hreppsnefnd skal gefa sýslunefnd skýrslu um vinnu að hreppavegum á hverju ári fyrir árslok.
VI. kafli.
Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gjöra yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
23. gr. Hver landeigandi er skyldur að leyfa, að vegur sé gjörður um land hans, og efni tekið þar sem næst er, án endurgjalds, ef eigi er skemmt tún, engi, yrkt land eða umgirt land. Þyki nauðsyn að leggja vegi um tún, engi, yrkt land eða umgirt land, skulu fullar bætur fyrir koma úr landssjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, - eftir því hvort vegurinn er aðalpóstvegur, sýsluvegur eða hreppavegur, - eftir mati dómkvaddra manna. Svo skulu bætur fyrir koma úr landsjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, ef vegarefni er tekið landeiganda til skaða.
24. gr. Borgun fyrir vegagjörð skal þá greiða að fullu, er verkinu er lokið, og matsgjörð eða úttekt hefir fram farið.
25. gr. Hvarvetna þar sem mikil umferð er á vetrum, sal byggja nægilegar vörður og viðhalda þeim, og sömuleiðis sæluhús. Á aðalpóstleiðum greiðist kostnaðurinn úr landsjóði, á sýsluvegum úr sýslusjóði, og á hreppavegum úr hreppssjóði.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
27. gr. Hver sem af ásettu ráði skemmir veg, vörður, ferjur eða sæluhús, skal sæta hegningu samkvæmt 296. gr. alm. hegningarl. 25. júní 1869.
28. gr. Brot gegn lögum þessum skal fara með sem almenn lögreglumál.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.
30. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag. janúarm. 1888.


Ísafold, 24. ágúst 1887, 14. árg., 40. tbl., bls. 158:

Lög um vegi.
I. kafli
Um skipting á vegum.
1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstleiðir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vergir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum.
Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.

II. kafli.
Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagjörða og aðgjörða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gjöra mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
6. gr. Landshöfðingi ákveður eftir tillögum sýslunefnda, amtsráða og vegróðra manna, hvar aðalpóstleið skuli liggja um hérað hvert.
7. gr. Vegir á aðalpóstleiðum skulu, þar sem því verður við komið, vera að minnsta kosti 6 álna breiðir. Eigi skulu þeir að jafnaði hafa meiri halla en sem svari 3-4 þuml. Á hverri alin.
8. gr. Landshöfðinginn ræður verkstjóra til vegagjörða á aðalpóstleiðum. Sýslunefndir ráða verkmenn eftir samkomulagi við verkstjóra, hver í sínu héraði, þar sem vegagjörð á að fara fram. Fela mega þær oddvita og öðrum, er situr í sýslunefndinni, þennan starfa á hendur. Ávallt skal vegagjörð tekin út af dómkvöddum mönnum, sem sýslumenn kveðja, hver í sínu héraði, og skal álit þeirra um það, hvernig verkið er unnið og hvort allrar hagsýni hafi verið gætt, sent landshöfðingja.
III. kafli.
Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára, í hverri stöðu sem er.
Hreppstjórar skulu á ári hverju fyrir lok marsm. senda sýslumanni nafnaskrá yfir alla verkfæra menn í hreppnum á þeim aldri, er nú var sagt, og skal sýslumaður eftir því ákveða, hve mikið tillag hver hreppur eigi að greiða. Gjald þetta skal tekið af sveitarsjóðnum og greitt sýslumanni á manntalsþingum.
11. gr. Fela má sýslunefndin hlutaðeigandi sýslunefndarmanni, eða hreppsnefnd, umsjón og vinnu að sýsluvegum, hverjum í sínum hreppi, og ber þeim sem umsjón er falin, að ráða þann verkstjóra, sem hæfastur er til þess starfa.
12. gr. Sýsluvegir skulu vera að minnsta kosti 5 álna breiðir; að örðu leyti gilda um viðhald og gjörð á þeim hinar sömu meginreglur og greindar eru um aðalpóstvegi, sbr. 7. gr.
13. gr. Oddviti sýslunefndar skal ár hvert senda amtsráði aðalskýrslu og aðalreikning yfir sýsluvegagjörðir.
IV. kafli.
Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli.
Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
17. gr. Hreppsnefndin hefir umsjón um vinnu og aðgjörð á hreppavegum, og skal hún skipa umsjónarmenn, einn eða fleiri, til að sjá um vinnuna, og er henni heimilt að greiða þeim í dagpeninga allt að 3 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru við vinnuna.
18. gr. Skyldur skal hver verkmaður að koma á þeim tíma, sem umsjónarmaður eða verkstjóri tiltekur, og að fara eftir fyrirmælum hans; gjaldi húsbóndi ella hið ákveðna kaup og að auk, nema forföll hafi bannað, 1-5 kr. sekt, er renni í vegasjóð, sem stofna skal fyrir hvern hrepp, og hreppsnefndin geymir og hefir ábyrgð á.
19. gr. Hreppavegir skulu að minnsta kosti vera 3 álna breiðir; að örðu leyti skal, þar sem nýr vegur er gjörður, fylgja sömu aðalreglum og teknar eru fram um sýsluvegi.
20. gr. Skyldir skulu hreppsbúar að láta boðskap umsjónarmanns um vegavinnu berast bæja á milli tafarlaust.
21. gr. Hver hreppsnefnd skal gefa sýslunefnd skýrslu um vinnu að hreppavegum á hverju ári fyrir árslok.
VI. kafli.
Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gjöra yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
23. gr. Hver landeigandi er skyldur að leyfa, að vegur sé gjörður um land hans, og efni tekið þar sem næst er, án endurgjalds, ef eigi er skemmt tún, engi, yrkt land eða umgirt land. Þyki nauðsyn að leggja vegi um tún, engi, yrkt land eða umgirt land, skulu fullar bætur fyrir koma úr landssjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, - eftir því hvort vegurinn er aðalpóstvegur, sýsluvegur eða hreppavegur, - eftir mati dómkvaddra manna. Svo skulu bætur fyrir koma úr landsjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, ef vegarefni er tekið landeiganda til skaða.
24. gr. Borgun fyrir vegagjörð skal þá greiða að fullu, er verkinu er lokið, og matsgjörð eða úttekt hefir fram farið.
25. gr. Hvarvetna þar sem mikil umferð er á vetrum, sal byggja nægilegar vörður og viðhalda þeim, og sömuleiðis sæluhús. Á aðalpóstleiðum greiðist kostnaðurinn úr landsjóði, á sýsluvegum úr sýslusjóði, og á hreppavegum úr hreppssjóði.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
27. gr. Hver sem af ásettu ráði skemmir veg, vörður, ferjur eða sæluhús, skal sæta hegningu samkvæmt 296. gr. alm. hegningarl. 25. júní 1869.
28. gr. Brot gegn lögum þessum skal fara með sem almenn lögreglumál.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.
30. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag. janúarm. 1888.