1886

Ísafold, 23. apríl 1886, 13. árg., 21. tbl., viðaukablað, forsíða:

Ágrip
af sýslufundargjörðum í Árnessýslu 1885 og 1886
a. Á aukafundi 30. sept. og 1. okt. 1885.
Á fundinum, sem var haldinn í barnaskólahúsinu á Eyrarbakka, voru mættir, auk oddvita, nefndarmenn úr öllum hreppum sýslunnar, nema Grafningshreppi, þar sem nefndarmaður var dáinn. Nýkosnir nefndarmenn voru mættir; fyrir Hrunamannahrepp: Skúli Þorvarðarson, alþm. á Berghyl, fyrir Skeiðahrepp: Jón hreppstjóri Jónsson á Skeiðáholti, og fyrir Selvogshrepp: Þorsteinn bóndi Ásbjarnarson á Bjarnastöðum.
Til skrifara var kosinn nefndarmaður Ölfushrepps.
13. Tilkynnt bréf suðuramtsins (26. júní), er skýrir frá, að landshöfðingi hafi veitt 1.000 kr. þetta ár til aðalpóstvega, og samþykkt, að þær 487 kr. 47 au., er ekki varð unnið fyrir vegna ótíðar fyrra ár, megi einnig brúkast í ár.
Nefndarmaður Hraungerðishrepps lagði fram álit um og reikning yfir vinnu á aðalpóstvegum þetta ár, sem og kvittanir verkstjórans fyrir gjaldinu.
15. Lagðir fram 2 reikningar um aukaviðgerð á Melabrúnni, að upphæð c. 90 kr.; samþykkt, að greiða þær úr sýsluvegasjóði.
16. Skýrt var frá, að “Melabrúin” hefði í sumar verið endurbætt á þann hátt, að nægilega stórir skurðir hefðu verið gjörðir beggja megin og brúin víða hlaðin að utan, svo að nú vantaði helst íburð. Ákveðið, að gera ráðstafanir fyrir að fá 2.000 kr. lán af þeim 150.000 kr., sem í enda fjárlaganna fyrir 1886-87 eru ætlaðar til að veita mönnum atvinnu, panta nú þegar verkstjóra og láta taka upp og flytja grjót að brúnni til íburðar.
Spurt var um, hvort ákvörðun nefndarinnar á síðasta fundi áhrærandi skemmdir á Melabrúnni hefði verið fullnægt (sjá 34. tölul. síðustu prentuðu fundargerða). Nefndarmaður Sandvíkurhrepps skýrði frá, að allir hlutaðeigendur hefðu neitað að inna verkið (25 dagsverk) af hendi. Samþykkt, að oddviti og nefndarmaður Sandvíkurhrepps taki á sig fulla ábyrgð á, að 50 dagsverk séu unnin að Melabrúnni fyrir næstu fardaga, og lýsi yfir í blaðinu “Ísafold”, að þau séu unnin sem bætur af hálfu þeirra, sem gerðu spjöll á Melabrúnni næstliðið ár, með því að teppa aðalvatnsrúm hennar.
b. Á aðalfundi 13.-17. apríl 1886.
Á þessum fundi, sem haldinn var á sama stað og áður, voru, auk oddvita, mættir allir nefndarmenn, nema frá Grafningshreppi, þar sem nefndarmaðurinn var dáinn. Til skrifara var kosinn nefndarmaður Ölfushrepps.
9. Nefndin veitti fyrir þetta ár 50 kr. styrk af sýslusjóði til sæluhúsahalds á Kolviðarhóli eftir beiðni hreppsnefndar Ölfushrepps.
Nefndin fól oddvita, að fara þess á leit við amtsráðið, að það sjái sæluhúsinu fyrir tryggingu gegn eldsvoða.
26. Oddviti hafði í fundarboðuninni talið málið um brúargerð á Þjórsá og Ölfusá meðal þeirra, er koma mundu til umræðu; tók því nefndin það fyrir, og lýsti því yfir, að þetta mál væri sér sama áhugamál og fyr; en af því alþingi í sumar hafði sérstakan starfa, en fengist ekki við sérstök fjárhagsmál, væri þýðingarlaust að leggja þetta mál fyrir það að þessu sinni.
27. Þá var rætt um sýsluvegi sýslunnar. Nefndinni höfðu ekki borist neinar uppástungur um nýja sýsluvegi, eða breytingar á hinum ákveðnu sýsluvegum.
Þá er rannsakaðar voru skýrslur um verkfæra menn, fundust nokkrir misbrestir á, að ákvörðun nefndarinnar hefði verið fylgt í Grafnings- Biskupstungna- og Hrunamannahreppum. – Nefndin heldur því fram, að þeirri ákvörðun hennar sé rækilega fylgt, að hreppstjórar láti skýrslur prestanna fylgja listum sínum sem fylgiskjöl, og sendi sýslumanni hvorttveggja að minnsta kosti á vorfund sýslunefndarinnar.
Umsjónarnefnd yfir “Melabrúnni” hafði eftir ákvörðun nefndarinnar á haustfundi falað 2.000 kr. lán, af þeim 150.000 kr., sem í enda fjárlaganna fyrir 1886-87 var ætlað til lána að veita mönnum atvinnu, og fengið munnlegt loforð landshöfðingja fyrir þessu, ef atvinnulánið yrði staðfest, og í því trausti ráðið verkstjóra og látið byrja að taka upp og draga að grjót til íburðar í brúna. En meðan sem hæst stóð á verkinu, kom ráðgjafabréf það, sem neitar um samþykki á atvinnuláninu. Umsjónarnefndin lét samt halda verkinu áfram, og var unnið fyrir nál. 1750 kr. – Sýslunefndin viðurkennir, að umsjónarnefndin hafi í fyllsta máta rekið það erindi, sem henni var falið, og að þar sem búið sé að vinna fyrir meiri hluta hins umbeðna láns, ályktar hún, að sjálfsagt sé, að taka lánið á annan hátt með sem vægustum kjörum. Nefndin komst á fundinum í samning um þetta lán, með 4% vöxtum, og 15 ára afborgun. En þar sem verkið er enn eigi hálfgert, grjótið ómulið og ólagt í brúna, telur nefndin óumflýjanlegt, að taka að auki 1500 kr. lán fyrir vegasjóðinn, og var oddvita með nefndarmönnum Stokkseyrar- og Ölfushrepps, þeim sem nú eru, falið að útvega þetta lán með sem vægustum kjörum, og gefið umboð til þess af nefndinni. Oddvita var valið, að útvega leyfi amtsráðsins til þessarar lántöku hvorrar tveggja.
Sýsluvegabótagjald sýslunnar þetta ár er .................. kr. 1839,75
og í vörslum oddvita frá fyrri tíð 14,00
1853,75
Auk þess sótti nefndin um úr landssjóði til póstvega.. kr. 1000.00
þessum samtals 2853,75
samþykkti nefndin að verja þannig, ef hinn umbeðni styrkur fæst:
a. til endurbóta á póstveginum frá Laugardælaferju út að Kömbum ............ kr. 150.00
b. til ýmsra kafla á póstveginum frá Skeggjastöðum austur yfir
(ólæsilegt) staða-engjar ................................................................................. 50.00
c. til framhalds brúargjörðinni á póstveginum fyrir framan Krókskot .......... 800.00
d. til Geysisvegarins í Biskupstungnahreppi ................................................. 14.00
e. til viðgerðar á veginum yfir Þurármýri:
1. til endurborgunar á láni, er leyft var að taka fyrra ár........... kr. 28,25
2. til endurbótar í ár ................................................................. 40,00 68,25
f. til vegarins frá Kotferjustað að Torfeyri:
1. til borgunar vinnu, er unnin var f. á. upp á væntanlegt
samþykki nefndarinnar ........................................................ 62,00
2. til vegargerðar í ár ............................................................... 100,00 162,00
g. til vegarins yfir Grafningsháls að Spóastaðaferju ...................................... 125,00
og séu 25 kr. af þeim brúkaðar til ruðnings á Grafninghálsi.
h. til vegarins frá Óseyrarnesi að Baugstöðum:
1. til endurborgunar á láni, er leyft var að taka f. á. ................ 123,74
2. til vegabótar í ár .................................................................. 170,00 293,74
i. til vegarins frá Torfeyri að Vatnastekk ...................................................... 50,00
j. til brúar hjá Gilvaði í Hraungerðisgr. ......................................................... 12,00
k. til Ásavegarins í Villingaholtshreppi .......................................................... 50,00
l. til Ásavegarins í Gaulverjabæjarhreppi ...................................................... 80,00
m. til brúarinnar í Ragnheiðarstaðasundi ........................................................ 40,00
n. til Melabrúarinnar ...................................................................................... 325,25
o. til endurgjalds á skuld sýsluvegasjóðsins .................................................. 633,51
= 2.853,75
Ef styrkurinn úr landssjóði verður minni en um er beðið, er ætlast til, að vegagerðin undir staflið c. verði út undan.
Nefndin biður amtsráðið að hlutast til um, að hinu útlendi vegfræðingur fáist til að standa fyrir póstvegagerðinni hér í ár, og að styrkurinn úr landssjóði gæti þá orðið allt að 2.000 kr. En þó hann fáist ekki til forstöðu, að hann samt verði sendur til að skoða póstvegabrautina, sem þegar er gerð, og gefa bendingar um: 1. hvort slíkum brautum mætti eigi án verulegs kostnaðarauka haga svo, að síðar gætu að notum komið sem akbrautir; 2. hvað kosta mundi hentug vél til að mölva hraungrjót ofan í vegi, og hvort grjótmulning með slíkri vél mundi verða ódýrari , en með almennum hömrum.
Um framkvæmd sýsluvegavinnunnar var ákveðið, að hreppsnefndum sé falin umsjón og framkvæmd hennar allsstaðar, nema að vinnan að Melabrúnni sé boðin upp á undirboðsþingi og að póstvegagerðin í Hraungerðishreppi sé einnig boðin upp, nema því eins, að vegfræðingurinn fáist þar til forstöðu. – Til aðstoðar oddvita í að samþykkja undirboðin voru kosnir: fyrir Melabrúna nefndarmenn Stokkseyrar- og Ölfushreppa, og fyrir póstveginn, nefndarmenn Hraungerðis- og Skeiðahreppa. – Fáist ekki viðunanlegt boð, er umsjón vinnunnar falin forstöðunefndum, og í þær kosnir: fyrir Melabrúna nefndarmenn Stokkseyrar-, Sandvíkur og Ölfushreppa, fyrir póstveginn nefndarmenn Hraungerðis-, Skeiða- og Villingaholtshreppa.
Lúðvík Alexíussyni, verkstjóra Melabrúarinnar í vetur, voru veittar 12 kr. í ferðakostnað næstl. haust.
28. Skýrslur um aukavega-vinnu voru komnar frá öllum hreppum, en frá nokkrum þeirra aðeins yfirlýsing um, að vel hafi verið unnið lögum samkvæmt. Ánýjar nefndin áskorun sína til þessara hreppa um að gefa greinlega skýrslu.


Ísafold, 23. apríl 1886, 13. árg., 21. tbl., viðaukablað, forsíða:

Ágrip
af sýslufundargjörðum í Árnessýslu 1885 og 1886
a. Á aukafundi 30. sept. og 1. okt. 1885.
Á fundinum, sem var haldinn í barnaskólahúsinu á Eyrarbakka, voru mættir, auk oddvita, nefndarmenn úr öllum hreppum sýslunnar, nema Grafningshreppi, þar sem nefndarmaður var dáinn. Nýkosnir nefndarmenn voru mættir; fyrir Hrunamannahrepp: Skúli Þorvarðarson, alþm. á Berghyl, fyrir Skeiðahrepp: Jón hreppstjóri Jónsson á Skeiðáholti, og fyrir Selvogshrepp: Þorsteinn bóndi Ásbjarnarson á Bjarnastöðum.
Til skrifara var kosinn nefndarmaður Ölfushrepps.
13. Tilkynnt bréf suðuramtsins (26. júní), er skýrir frá, að landshöfðingi hafi veitt 1.000 kr. þetta ár til aðalpóstvega, og samþykkt, að þær 487 kr. 47 au., er ekki varð unnið fyrir vegna ótíðar fyrra ár, megi einnig brúkast í ár.
Nefndarmaður Hraungerðishrepps lagði fram álit um og reikning yfir vinnu á aðalpóstvegum þetta ár, sem og kvittanir verkstjórans fyrir gjaldinu.
15. Lagðir fram 2 reikningar um aukaviðgerð á Melabrúnni, að upphæð c. 90 kr.; samþykkt, að greiða þær úr sýsluvegasjóði.
16. Skýrt var frá, að “Melabrúin” hefði í sumar verið endurbætt á þann hátt, að nægilega stórir skurðir hefðu verið gjörðir beggja megin og brúin víða hlaðin að utan, svo að nú vantaði helst íburð. Ákveðið, að gera ráðstafanir fyrir að fá 2.000 kr. lán af þeim 150.000 kr., sem í enda fjárlaganna fyrir 1886-87 eru ætlaðar til að veita mönnum atvinnu, panta nú þegar verkstjóra og láta taka upp og flytja grjót að brúnni til íburðar.
Spurt var um, hvort ákvörðun nefndarinnar á síðasta fundi áhrærandi skemmdir á Melabrúnni hefði verið fullnægt (sjá 34. tölul. síðustu prentuðu fundargerða). Nefndarmaður Sandvíkurhrepps skýrði frá, að allir hlutaðeigendur hefðu neitað að inna verkið (25 dagsverk) af hendi. Samþykkt, að oddviti og nefndarmaður Sandvíkurhrepps taki á sig fulla ábyrgð á, að 50 dagsverk séu unnin að Melabrúnni fyrir næstu fardaga, og lýsi yfir í blaðinu “Ísafold”, að þau séu unnin sem bætur af hálfu þeirra, sem gerðu spjöll á Melabrúnni næstliðið ár, með því að teppa aðalvatnsrúm hennar.
b. Á aðalfundi 13.-17. apríl 1886.
Á þessum fundi, sem haldinn var á sama stað og áður, voru, auk oddvita, mættir allir nefndarmenn, nema frá Grafningshreppi, þar sem nefndarmaðurinn var dáinn. Til skrifara var kosinn nefndarmaður Ölfushrepps.
9. Nefndin veitti fyrir þetta ár 50 kr. styrk af sýslusjóði til sæluhúsahalds á Kolviðarhóli eftir beiðni hreppsnefndar Ölfushrepps.
Nefndin fól oddvita, að fara þess á leit við amtsráðið, að það sjái sæluhúsinu fyrir tryggingu gegn eldsvoða.
26. Oddviti hafði í fundarboðuninni talið málið um brúargerð á Þjórsá og Ölfusá meðal þeirra, er koma mundu til umræðu; tók því nefndin það fyrir, og lýsti því yfir, að þetta mál væri sér sama áhugamál og fyr; en af því alþingi í sumar hafði sérstakan starfa, en fengist ekki við sérstök fjárhagsmál, væri þýðingarlaust að leggja þetta mál fyrir það að þessu sinni.
27. Þá var rætt um sýsluvegi sýslunnar. Nefndinni höfðu ekki borist neinar uppástungur um nýja sýsluvegi, eða breytingar á hinum ákveðnu sýsluvegum.
Þá er rannsakaðar voru skýrslur um verkfæra menn, fundust nokkrir misbrestir á, að ákvörðun nefndarinnar hefði verið fylgt í Grafnings- Biskupstungna- og Hrunamannahreppum. – Nefndin heldur því fram, að þeirri ákvörðun hennar sé rækilega fylgt, að hreppstjórar láti skýrslur prestanna fylgja listum sínum sem fylgiskjöl, og sendi sýslumanni hvorttveggja að minnsta kosti á vorfund sýslunefndarinnar.
Umsjónarnefnd yfir “Melabrúnni” hafði eftir ákvörðun nefndarinnar á haustfundi falað 2.000 kr. lán, af þeim 150.000 kr., sem í enda fjárlaganna fyrir 1886-87 var ætlað til lána að veita mönnum atvinnu, og fengið munnlegt loforð landshöfðingja fyrir þessu, ef atvinnulánið yrði staðfest, og í því trausti ráðið verkstjóra og látið byrja að taka upp og draga að grjót til íburðar í brúna. En meðan sem hæst stóð á verkinu, kom ráðgjafabréf það, sem neitar um samþykki á atvinnuláninu. Umsjónarnefndin lét samt halda verkinu áfram, og var unnið fyrir nál. 1750 kr. – Sýslunefndin viðurkennir, að umsjónarnefndin hafi í fyllsta máta rekið það erindi, sem henni var falið, og að þar sem búið sé að vinna fyrir meiri hluta hins umbeðna láns, ályktar hún, að sjálfsagt sé, að taka lánið á annan hátt með sem vægustum kjörum. Nefndin komst á fundinum í samning um þetta lán, með 4% vöxtum, og 15 ára afborgun. En þar sem verkið er enn eigi hálfgert, grjótið ómulið og ólagt í brúna, telur nefndin óumflýjanlegt, að taka að auki 1500 kr. lán fyrir vegasjóðinn, og var oddvita með nefndarmönnum Stokkseyrar- og Ölfushrepps, þeim sem nú eru, falið að útvega þetta lán með sem vægustum kjörum, og gefið umboð til þess af nefndinni. Oddvita var valið, að útvega leyfi amtsráðsins til þessarar lántöku hvorrar tveggja.
Sýsluvegabótagjald sýslunnar þetta ár er .................. kr. 1839,75
og í vörslum oddvita frá fyrri tíð 14,00
1853,75
Auk þess sótti nefndin um úr landssjóði til póstvega.. kr. 1000.00
þessum samtals 2853,75
samþykkti nefndin að verja þannig, ef hinn umbeðni styrkur fæst:
a. til endurbóta á póstveginum frá Laugardælaferju út að Kömbum ............ kr. 150.00
b. til ýmsra kafla á póstveginum frá Skeggjastöðum austur yfir
(ólæsilegt) staða-engjar ................................................................................. 50.00
c. til framhalds brúargjörðinni á póstveginum fyrir framan Krókskot .......... 800.00
d. til Geysisvegarins í Biskupstungnahreppi ................................................. 14.00
e. til viðgerðar á veginum yfir Þurármýri:
1. til endurborgunar á láni, er leyft var að taka fyrra ár........... kr. 28,25
2. til endurbótar í ár ................................................................. 40,00 68,25
f. til vegarins frá Kotferjustað að Torfeyri:
1. til borgunar vinnu, er unnin var f. á. upp á væntanlegt
samþykki nefndarinnar ........................................................ 62,00
2. til vegargerðar í ár ............................................................... 100,00 162,00
g. til vegarins yfir Grafningsháls að Spóastaðaferju ...................................... 125,00
og séu 25 kr. af þeim brúkaðar til ruðnings á Grafninghálsi.
h. til vegarins frá Óseyrarnesi að Baugstöðum:
1. til endurborgunar á láni, er leyft var að taka f. á. ................ 123,74
2. til vegabótar í ár .................................................................. 170,00 293,74
i. til vegarins frá Torfeyri að Vatnastekk ...................................................... 50,00
j. til brúar hjá Gilvaði í Hraungerðisgr. ......................................................... 12,00
k. til Ásavegarins í Villingaholtshreppi .......................................................... 50,00
l. til Ásavegarins í Gaulverjabæjarhreppi ...................................................... 80,00
m. til brúarinnar í Ragnheiðarstaðasundi ........................................................ 40,00
n. til Melabrúarinnar ...................................................................................... 325,25
o. til endurgjalds á skuld sýsluvegasjóðsins .................................................. 633,51
= 2.853,75
Ef styrkurinn úr landssjóði verður minni en um er beðið, er ætlast til, að vegagerðin undir staflið c. verði út undan.
Nefndin biður amtsráðið að hlutast til um, að hinu útlendi vegfræðingur fáist til að standa fyrir póstvegagerðinni hér í ár, og að styrkurinn úr landssjóði gæti þá orðið allt að 2.000 kr. En þó hann fáist ekki til forstöðu, að hann samt verði sendur til að skoða póstvegabrautina, sem þegar er gerð, og gefa bendingar um: 1. hvort slíkum brautum mætti eigi án verulegs kostnaðarauka haga svo, að síðar gætu að notum komið sem akbrautir; 2. hvað kosta mundi hentug vél til að mölva hraungrjót ofan í vegi, og hvort grjótmulning með slíkri vél mundi verða ódýrari , en með almennum hömrum.
Um framkvæmd sýsluvegavinnunnar var ákveðið, að hreppsnefndum sé falin umsjón og framkvæmd hennar allsstaðar, nema að vinnan að Melabrúnni sé boðin upp á undirboðsþingi og að póstvegagerðin í Hraungerðishreppi sé einnig boðin upp, nema því eins, að vegfræðingurinn fáist þar til forstöðu. – Til aðstoðar oddvita í að samþykkja undirboðin voru kosnir: fyrir Melabrúna nefndarmenn Stokkseyrar- og Ölfushreppa, og fyrir póstveginn, nefndarmenn Hraungerðis- og Skeiðahreppa. – Fáist ekki viðunanlegt boð, er umsjón vinnunnar falin forstöðunefndum, og í þær kosnir: fyrir Melabrúna nefndarmenn Stokkseyrar-, Sandvíkur og Ölfushreppa, fyrir póstveginn nefndarmenn Hraungerðis-, Skeiða- og Villingaholtshreppa.
Lúðvík Alexíussyni, verkstjóra Melabrúarinnar í vetur, voru veittar 12 kr. í ferðakostnað næstl. haust.
28. Skýrslur um aukavega-vinnu voru komnar frá öllum hreppum, en frá nokkrum þeirra aðeins yfirlýsing um, að vel hafi verið unnið lögum samkvæmt. Ánýjar nefndin áskorun sína til þessara hreppa um að gefa greinlega skýrslu.