1886

Þjóðólfur, 24. ágúst 1886, 38. árg., 38. tbl., forsíða:

Atkvæði mitt í brúarmálinu
Af því, að ég hef séð það tekið fram í tveim blöðum (Ísafold og Fjallkonunni), að alþingi 1885 hafi fellt brúamálið með eins atkvæðis mun. Og heyrðist þar að auki í fyrra sumar, að mér væri einkanlega kennt um málalokin af sumum Sunnlendingum, þá finn ég hvöt til að gera grein fyrir, hvernig málinu víkur við í raun réttri. Það er að vísu satt, að málið var fellt frá 3. umræðu í neðri deild með 12 atkvæðum gegn 11, en það er með öllu óvíst, hve margir af þessum 11 hefðu orðið með málinu við 3. umr. í þeirri mynd, sem það kom fram á þinginu. Því að sumir munu hafa viljað lofa því að ganga til 3. umræðu fyrir orð 2. þingmanns Árnesinga (M. A.) og í þeirri von, að frumvarpið mundi eitthvað verða lagað af flutningsmönnum þess. Ég fyrir mitt leyti vænti þess ekki, að frumvarpið mundi verða neitt aðgengilegra við 3. umræðu, úr því að viðkomandi sýslubúar höfðu með engu lýst því, að það væri vilji sinn að leggja neitt til brúargerðarinnar, og því greiddi ég atkvæði móti frumvarpinu, því að einungis með því skilyrði vildi ég styðja málið, að Árness- og Rangárvallasýslur tækju góðan þátt í kostnaðinum, enda gat mér hvorki fundist það ósannlegt í sjálfu sér, né of þungt fyrir hlutaðeigendur, að taka lán með góðum kjörum, þar sem þeir láta árlega úti stórfé í ferjutolla sem hér hlytu að losast við, ef brýrnar kæmust á.
Mér þykir nú vænt um að sjá, að höfundur greinar um brúamálið í Ísafold 11. tbl. þ. á. tekur því eigi fjarri, að þeir sem mest mundu nota brýrnar kosti einhverju til þeirra, og vona, að Sunnlendingar verði nú svo skynsamir, að gína ekki lengur við þeirri flugu, að landssjóður einn eigi að kosta brýrnar, (því að þetta hefur einmitt spillt mest fyrir málinu að minni hyggju), heldur geri sitt til, að beina þessu áhugamáli sínu í hið eðlilegasta horf, og búi það svo undir alþingi 1887, að þeir, sem eru málinu í sjálfu sér hlynntir, neyðist ekki til að vera á móti því. En geri þeir þetta ekki, þá er ekki að sjá, að þeim sé þetta neitt sérlegt áhugamál, því að lítill áhugi lýsir sér í því, að heimta allt af landssjóð, en vilja ekkert leggja til sjálfur. Það er alveg vandalaust verk.
Bjarnanesi 1. d. Maím. 1886.
Jón Jónsson.


Þjóðólfur, 24. ágúst 1886, 38. árg., 38. tbl., forsíða:

Atkvæði mitt í brúarmálinu
Af því, að ég hef séð það tekið fram í tveim blöðum (Ísafold og Fjallkonunni), að alþingi 1885 hafi fellt brúamálið með eins atkvæðis mun. Og heyrðist þar að auki í fyrra sumar, að mér væri einkanlega kennt um málalokin af sumum Sunnlendingum, þá finn ég hvöt til að gera grein fyrir, hvernig málinu víkur við í raun réttri. Það er að vísu satt, að málið var fellt frá 3. umræðu í neðri deild með 12 atkvæðum gegn 11, en það er með öllu óvíst, hve margir af þessum 11 hefðu orðið með málinu við 3. umr. í þeirri mynd, sem það kom fram á þinginu. Því að sumir munu hafa viljað lofa því að ganga til 3. umræðu fyrir orð 2. þingmanns Árnesinga (M. A.) og í þeirri von, að frumvarpið mundi eitthvað verða lagað af flutningsmönnum þess. Ég fyrir mitt leyti vænti þess ekki, að frumvarpið mundi verða neitt aðgengilegra við 3. umræðu, úr því að viðkomandi sýslubúar höfðu með engu lýst því, að það væri vilji sinn að leggja neitt til brúargerðarinnar, og því greiddi ég atkvæði móti frumvarpinu, því að einungis með því skilyrði vildi ég styðja málið, að Árness- og Rangárvallasýslur tækju góðan þátt í kostnaðinum, enda gat mér hvorki fundist það ósannlegt í sjálfu sér, né of þungt fyrir hlutaðeigendur, að taka lán með góðum kjörum, þar sem þeir láta árlega úti stórfé í ferjutolla sem hér hlytu að losast við, ef brýrnar kæmust á.
Mér þykir nú vænt um að sjá, að höfundur greinar um brúamálið í Ísafold 11. tbl. þ. á. tekur því eigi fjarri, að þeir sem mest mundu nota brýrnar kosti einhverju til þeirra, og vona, að Sunnlendingar verði nú svo skynsamir, að gína ekki lengur við þeirri flugu, að landssjóður einn eigi að kosta brýrnar, (því að þetta hefur einmitt spillt mest fyrir málinu að minni hyggju), heldur geri sitt til, að beina þessu áhugamáli sínu í hið eðlilegasta horf, og búi það svo undir alþingi 1887, að þeir, sem eru málinu í sjálfu sér hlynntir, neyðist ekki til að vera á móti því. En geri þeir þetta ekki, þá er ekki að sjá, að þeim sé þetta neitt sérlegt áhugamál, því að lítill áhugi lýsir sér í því, að heimta allt af landssjóð, en vilja ekkert leggja til sjálfur. Það er alveg vandalaust verk.
Bjarnanesi 1. d. Maím. 1886.
Jón Jónsson.