1885

Ísafold, 28. jan. 1885, 12. árg., 4. tbl., forsíða:

Sæluhúsvörðurinn á Kolviðarhóli.
Sigurbjörn, er nú búinn að koma því til leiðar, að nábúi hans Jón Jónsson hefir verið kallaður fyrir rétt fyrir óleyfilegar veitingar. Það er nú sér. Almenningur spáði ekki miklu góðu um komu Sigurbjörns á Kolviðarhól, enda hefir hann ekki orðið vinsæll þar. Ég hefi gist hjá honum eina nótt, eftir boði hans sjálfs, en án þess að lýsa því frekar, var gistingin á þann hátt, að ég hef ekki komið til hans oftar. En þar á móti hefi ég ávallt komið til Jóns og þegið hjá honum beina, og hef ég vel fundið, hvers virði það var að geta flúið til hans, eins oft og ég þarf að afar yfir Hellisheiði. Enda hefir þar oft verið húsfyllir, þegar ég hefi verið á ferð, en enginn maður hjá hinum.
Það er eitthvað óskiljanlegt við þetta. Jón er ofsóttur fyrir það, að ferðamenn geta fengið hjá honum flestar nauðsynjar sínar. En Sigurbjörn er launaður af almannafé fyrir það að sitja í þjóðbraut, þótt fæstir vilji né geti neitt við hann skipt.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Jón er sá eini af þeim þremur, sem verið hafa á Kolviðarhól, er hefir áunnið sér hylli manna, og sanna það best hin almennu meðmæli (þó þeim væri ekki gaumur gefinn), er hann fékk þegar það fréttist að honum væri vísað burt, sem líklega hefir ekki verið af þeirri ástæðu, að koma Soffíu dóttur Hallberu þangað, en þó sjálfsagt af gildum ástæðum. En þetta kom eins og fjandinn úr sauðarleggnum flatt upp á alla, að Sigurbjörn var orðinn sæluhúsvörður, en Jón rekinn burt.
En yfirvaldinu þykir má ske að mér og mínum komi það lítið við, hver er sæluhússvörður. En mér getur ekki verið sama, og ég álít það heppilegt, bæði fyrir mig og aðra að Jón fór ekki lengra en hann fór.
Það mun verða lítið skjól fyrir hesta í vetur í hinu tilvonandi hesthúsi Sigurbjarnar; eða hvar skyldi vera hey það, sem hann gæti selt ferðamönnum? Meðferð hans á gamla sæluhúsinu er ekki góð, og ótrúlegt að hann hafi haft leyfi til þess; en ef það er ekki, þá ætti hann að hafa ábyrgð á því.
Það lítur svo út, sem nú eigi að fara að neyða menn til að aðhyllast Sigurbjörn með því að lögsækja Jón, og ef það væri mögulegt, þá að flæma hann í burtu. En ég vona, að Sigurbjörn víki þá ekki lengi.
Í janúar 1885.
Ísak Ingimundarson austanpóstur.


Ísafold, 28. jan. 1885, 12. árg., 4. tbl., forsíða:

Sæluhúsvörðurinn á Kolviðarhóli.
Sigurbjörn, er nú búinn að koma því til leiðar, að nábúi hans Jón Jónsson hefir verið kallaður fyrir rétt fyrir óleyfilegar veitingar. Það er nú sér. Almenningur spáði ekki miklu góðu um komu Sigurbjörns á Kolviðarhól, enda hefir hann ekki orðið vinsæll þar. Ég hefi gist hjá honum eina nótt, eftir boði hans sjálfs, en án þess að lýsa því frekar, var gistingin á þann hátt, að ég hef ekki komið til hans oftar. En þar á móti hefi ég ávallt komið til Jóns og þegið hjá honum beina, og hef ég vel fundið, hvers virði það var að geta flúið til hans, eins oft og ég þarf að afar yfir Hellisheiði. Enda hefir þar oft verið húsfyllir, þegar ég hefi verið á ferð, en enginn maður hjá hinum.
Það er eitthvað óskiljanlegt við þetta. Jón er ofsóttur fyrir það, að ferðamenn geta fengið hjá honum flestar nauðsynjar sínar. En Sigurbjörn er launaður af almannafé fyrir það að sitja í þjóðbraut, þótt fæstir vilji né geti neitt við hann skipt.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Jón er sá eini af þeim þremur, sem verið hafa á Kolviðarhól, er hefir áunnið sér hylli manna, og sanna það best hin almennu meðmæli (þó þeim væri ekki gaumur gefinn), er hann fékk þegar það fréttist að honum væri vísað burt, sem líklega hefir ekki verið af þeirri ástæðu, að koma Soffíu dóttur Hallberu þangað, en þó sjálfsagt af gildum ástæðum. En þetta kom eins og fjandinn úr sauðarleggnum flatt upp á alla, að Sigurbjörn var orðinn sæluhúsvörður, en Jón rekinn burt.
En yfirvaldinu þykir má ske að mér og mínum komi það lítið við, hver er sæluhússvörður. En mér getur ekki verið sama, og ég álít það heppilegt, bæði fyrir mig og aðra að Jón fór ekki lengra en hann fór.
Það mun verða lítið skjól fyrir hesta í vetur í hinu tilvonandi hesthúsi Sigurbjarnar; eða hvar skyldi vera hey það, sem hann gæti selt ferðamönnum? Meðferð hans á gamla sæluhúsinu er ekki góð, og ótrúlegt að hann hafi haft leyfi til þess; en ef það er ekki, þá ætti hann að hafa ábyrgð á því.
Það lítur svo út, sem nú eigi að fara að neyða menn til að aðhyllast Sigurbjörn með því að lögsækja Jón, og ef það væri mögulegt, þá að flæma hann í burtu. En ég vona, að Sigurbjörn víki þá ekki lengi.
Í janúar 1885.
Ísak Ingimundarson austanpóstur.