1885

Ísafold, 13. maí 1885, 12. árg., 21. tbl., bls. 82.:

Hálfyrði um vegabætur.
Þar sem nú er orðið tíðrætt í blöðum um vegabætur á landi voru og af því að vænt er að bera saman álit manna um þær, þá dettur mér í hug að láta í ljósi mína einföldu en hreinskilningslegu skoðun um það, sem ég held skilyrði fyrir varanlegum vegum.
Eftir að póstmeistaranum þóknaðist ekki að hafa mig fyrir póst lengur 1874, og ég því missti þá atvinnu, fékk ég bráðum að vinna að vegabótum, fyrir tilstilli þeirra sem vildu hjálpa mér um atvinnu, amtmannsins, sem þá var, B. Thorbergs, og sýslumanns Guðm. Pálssonar. Hefi ég nú fengist við það verk nokkur sumur, og hefi oft hugsað um, hvernig vegirnir ættu að leggjast, svo að sem happadrjúgastir yrðu bæði til endingar og fjársparnaðar.
Með því að mjög oft er við breytilegt landslag og jarðlag að eiga, þá verður að haga aðferð eftir ástæðum. Það hefir ávallt vakað fyrir mér sú hugsjón, að fyrsta skilyrði fyrir heppilega lögðum vegi væri að velja fyrst stefnuna og grundvöll vegarins svo nákvæmlega og haganlega sem unnt er, og kosta heldur töluverðum tíma þar til. Þannig hef ég valið veg á fjöllum, og held það í öllu tilliti best þar sem styst er yfir, að unnt er, en umfram allt þar sem holt eru hæst og minnstan snjó festir og ekki liggur undir vötnum; og yfir höfuð forðast miklar mishæðir og votlendi. Lautir hafa einnig þann ókost í byrjun á vetrum, að bæði er þreytuauki í þeirri ófærð og óviss vindstaða.
En þar sem ekki verður við komið að leggja veg eftir holtahryggjum, þá er mikil nauðsyn að vanda vel þær upphleyptu brýr, sem ekki verður hjá komist að gera, bæði yfir lautir, urðir og votlendi, og er þá óefað flórlegging með vandvirkni langbest, þó dýr sé, með bogadreginni laut milli kanta vegarins eftir honum. Einnig þarf að athuga vandlega, hvar ræsi þurfa, svo vötn geti ræst sig gegnum brýrnar. Og með því að sjálfsagt er að leggja aldrei brýr í lautir nema í hall-lendi, þá er mikil þörf á að hafa langrennur eða sniðrennur við efri jaðar vegar að ræsa-opum. En til ofaníburðar álít ég nálega jafn tvísýnt að hafa tóman sand sem eingöngu mold. En að blanda sand og möl með ¼ af mold þeir, sem víða fæst í jörðu, helst fyrir neðan frost, það álít ég gott efni.
Ekki skyldi hafa meiri ofaníburð en svo, að myndi aðeins ávala; en bæta heldur árið eftir eða sem fyrst. Mér hefir skilist, að með ákvörðuninni um fimm álna breiðan veg væri svo til ætlast, að nota skuli vegina út á jaðra, en það er fyrirmunað með því að hafa þennan háa hrygg í miðjunni.
Ég ímynda mér, að mjög óvíða, ef nokkursstaðar á landi hér, hafi verið gerður jafn sterkur vegur og með jafn vörnuðum frágangi sem kafli sá, er við verkamenn Sighvats Árnasonar alþingismanns unnum að eftir hans fyrirsögn í Svínahrauni í sumar, og sem ég fyrir mitt leyti hafði mikið gott af hvað vandvirkni snertir. Þó efast ég um, að hann geti þrifist til lengdar, einmitt fyrir vanhugsaða stefnu hans og afstöðu. Ég fór aldrei svo til Reykjavíkur í sumar, að ég liti eigi með áhuga til þeirrar stefnu, sem mér, þótt ókunnugur væri, sýndist best valin til vegagjörðar, bæði endingar egna og sparnaðar. Líklegast minni sjón var, að hafa einn veg frá Elliðaám og upp hjá Árbæ, þaðan nær Hólmi og eftir holtahryggjum nálægt Elliðakoti, og þaðan nær því beina stefnu upp undir Lyklafell; skipta þar í tvo vegi, og lægi annar norður heiði til Þingvallasveitar og einn upp Velli eða hraunið nokkru vestar, þar sem það er hálfu haganlegra til vegagerðar bæði að lögun og vegna ofaníburðar, og kæmi þá á þann áðurgerða veg neðan til við mitt hraun. – Svona er sannfæring mín að happadrjúgastur hefði vegur orðið á þessu svæði, þar sem sneitt er hjá öllum hraunsnögum, bleytum og vötnum. Það er engin mynd á veginum upp að Svínahrauni, eins og hann er nú; er því mín fyllsta sannfæring, að bráðlega þurfi að bæta eða helst breyta vegi þessum.
Ég þekki þá sýsluvegi, og það jafnvel til kauptúna, sem búið er að fást við að endurbæta árlega svo öldum skiptir og einlægt eru ófærir, en er haldið áfram með, af vana og hugsunarleysi. Það er óskemmtileg tilhugsun að eiga fyrir hendi árlega annaðhvort að verða að vinna eða borga slíka heimsku, sem er hér um bil sama sem að kasta þjóðarinnar peningum í sjóinn eða bræða þá í eldi.
Nú hefir ég verið nokkuð margorður um vegabæturnar; er þó lítið meira en hálfsagt, þar ég álít eins hægt að gera traustan veg yfir flóa og foræði með réttri útsjón eftir ástæðum eins og yfir holt, hraun og urðir. Einungis mun verst að fást við mjög fúna jörð og moldarmóa.
Jón Magnússon frá Heynesi.


Ísafold, 13. maí 1885, 12. árg., 21. tbl., bls. 82.:

Hálfyrði um vegabætur.
Þar sem nú er orðið tíðrætt í blöðum um vegabætur á landi voru og af því að vænt er að bera saman álit manna um þær, þá dettur mér í hug að láta í ljósi mína einföldu en hreinskilningslegu skoðun um það, sem ég held skilyrði fyrir varanlegum vegum.
Eftir að póstmeistaranum þóknaðist ekki að hafa mig fyrir póst lengur 1874, og ég því missti þá atvinnu, fékk ég bráðum að vinna að vegabótum, fyrir tilstilli þeirra sem vildu hjálpa mér um atvinnu, amtmannsins, sem þá var, B. Thorbergs, og sýslumanns Guðm. Pálssonar. Hefi ég nú fengist við það verk nokkur sumur, og hefi oft hugsað um, hvernig vegirnir ættu að leggjast, svo að sem happadrjúgastir yrðu bæði til endingar og fjársparnaðar.
Með því að mjög oft er við breytilegt landslag og jarðlag að eiga, þá verður að haga aðferð eftir ástæðum. Það hefir ávallt vakað fyrir mér sú hugsjón, að fyrsta skilyrði fyrir heppilega lögðum vegi væri að velja fyrst stefnuna og grundvöll vegarins svo nákvæmlega og haganlega sem unnt er, og kosta heldur töluverðum tíma þar til. Þannig hef ég valið veg á fjöllum, og held það í öllu tilliti best þar sem styst er yfir, að unnt er, en umfram allt þar sem holt eru hæst og minnstan snjó festir og ekki liggur undir vötnum; og yfir höfuð forðast miklar mishæðir og votlendi. Lautir hafa einnig þann ókost í byrjun á vetrum, að bæði er þreytuauki í þeirri ófærð og óviss vindstaða.
En þar sem ekki verður við komið að leggja veg eftir holtahryggjum, þá er mikil nauðsyn að vanda vel þær upphleyptu brýr, sem ekki verður hjá komist að gera, bæði yfir lautir, urðir og votlendi, og er þá óefað flórlegging með vandvirkni langbest, þó dýr sé, með bogadreginni laut milli kanta vegarins eftir honum. Einnig þarf að athuga vandlega, hvar ræsi þurfa, svo vötn geti ræst sig gegnum brýrnar. Og með því að sjálfsagt er að leggja aldrei brýr í lautir nema í hall-lendi, þá er mikil þörf á að hafa langrennur eða sniðrennur við efri jaðar vegar að ræsa-opum. En til ofaníburðar álít ég nálega jafn tvísýnt að hafa tóman sand sem eingöngu mold. En að blanda sand og möl með ¼ af mold þeir, sem víða fæst í jörðu, helst fyrir neðan frost, það álít ég gott efni.
Ekki skyldi hafa meiri ofaníburð en svo, að myndi aðeins ávala; en bæta heldur árið eftir eða sem fyrst. Mér hefir skilist, að með ákvörðuninni um fimm álna breiðan veg væri svo til ætlast, að nota skuli vegina út á jaðra, en það er fyrirmunað með því að hafa þennan háa hrygg í miðjunni.
Ég ímynda mér, að mjög óvíða, ef nokkursstaðar á landi hér, hafi verið gerður jafn sterkur vegur og með jafn vörnuðum frágangi sem kafli sá, er við verkamenn Sighvats Árnasonar alþingismanns unnum að eftir hans fyrirsögn í Svínahrauni í sumar, og sem ég fyrir mitt leyti hafði mikið gott af hvað vandvirkni snertir. Þó efast ég um, að hann geti þrifist til lengdar, einmitt fyrir vanhugsaða stefnu hans og afstöðu. Ég fór aldrei svo til Reykjavíkur í sumar, að ég liti eigi með áhuga til þeirrar stefnu, sem mér, þótt ókunnugur væri, sýndist best valin til vegagjörðar, bæði endingar egna og sparnaðar. Líklegast minni sjón var, að hafa einn veg frá Elliðaám og upp hjá Árbæ, þaðan nær Hólmi og eftir holtahryggjum nálægt Elliðakoti, og þaðan nær því beina stefnu upp undir Lyklafell; skipta þar í tvo vegi, og lægi annar norður heiði til Þingvallasveitar og einn upp Velli eða hraunið nokkru vestar, þar sem það er hálfu haganlegra til vegagerðar bæði að lögun og vegna ofaníburðar, og kæmi þá á þann áðurgerða veg neðan til við mitt hraun. – Svona er sannfæring mín að happadrjúgastur hefði vegur orðið á þessu svæði, þar sem sneitt er hjá öllum hraunsnögum, bleytum og vötnum. Það er engin mynd á veginum upp að Svínahrauni, eins og hann er nú; er því mín fyllsta sannfæring, að bráðlega þurfi að bæta eða helst breyta vegi þessum.
Ég þekki þá sýsluvegi, og það jafnvel til kauptúna, sem búið er að fást við að endurbæta árlega svo öldum skiptir og einlægt eru ófærir, en er haldið áfram með, af vana og hugsunarleysi. Það er óskemmtileg tilhugsun að eiga fyrir hendi árlega annaðhvort að verða að vinna eða borga slíka heimsku, sem er hér um bil sama sem að kasta þjóðarinnar peningum í sjóinn eða bræða þá í eldi.
Nú hefir ég verið nokkuð margorður um vegabæturnar; er þó lítið meira en hálfsagt, þar ég álít eins hægt að gera traustan veg yfir flóa og foræði með réttri útsjón eftir ástæðum eins og yfir holt, hraun og urðir. Einungis mun verst að fást við mjög fúna jörð og moldarmóa.
Jón Magnússon frá Heynesi.