1884

Ísafold, 22. okt. 1884, 11. árg., 42. tbl., bls. 168:

Um vegagjörð.
Þar eð ég hefi oftsinnis orðið þess var, að vegagjörð er ekki svo vel af hendi leyst hér í bænum, sem óskandi væri, þá vil hér með benda á, að aðalskilyrði fyrir því, að vegir þeir sem gjörðir eru að nýju, verði endingargóðir, er, að undirstaða og ofaníburður sé vel vandað; að vegurinn sem lagður er sé vel fylltur með grjóti hæfilega stóru; að því sé vel raðað, að enginn steinn liggi á huldu, að grjótið sé allt jafn hátt, svo ekki beri hærra á einum steininum en öðrum; og að þessi flórlegging sé vel barin niður með svo þungum áslætti, að hæfilegt sé fyrir 2 menn að lyfta honum, og þjappa að flórnum. Þetta grjótlag ætti ekki að vera hærra en svo, að það væri 6 þml. lægra um miðjuna en brúnir vegarins, þannig, að það sé bogadregið niður á við frá báðum hliðum, og að hver hola sem er á milli flórsteinanna, sé fyllt með smærra grjóti, og það barið niður á sama hátt og hið áður nefnda. Þegar flórleggingunni er lokið, ætti að bera góðan ofaníburð ofan á grjótið, en hafa hann ekki meiri en svo, að hann sé jafnhár hleðslunni á brúnum vegarins, (t.d. eins og nú hefir verið gjört við Svínahraunsveginn), láta svo þennan ofaníburð troðast í ár, og svo endurbæta veginn með nýjum og góðum ofaníburði á næsta ári. Þessi ofaníburður þyrfti að vera vel jafn, ekki með stórum malarsteinum innan um sandmoldina, eins og oft hefur verið brúkað.
Reyndar eru menn nú farnir að vanda meir ofaníburð en áður, með því að tína stærsta grjótið úr með höndunum um leið og mokað er upp í vagninn. En þetta er seinlegt verk, og verður því kostnaðarsamt, ef það er vandlega gjört. Hefir mér því komið til hugar, að nauðsynlegt væri að hafa rimlagrind úr járni með hæfilegu millibili á milli teinanna. Grindin ætti að vera 2 ½ alin á lengd og 1 ½ alin á breidd, með tréumgjörð og sívölum járnteinum eftir endilöngu. Ætti grindin að standa hallfleytt upp á endann og styðjast við 2 bakstuðla; flytjast svo þangað sem ofaníburðurinn er tekinn úr jörðinni, og jafnóðum og hann er losaður upp, þá að moka honum á grindina; fellur þá hið smærra öðru megin, en það stóra, sem ekki kemst í gegnum, hinumegin, og álít ég þennan aðskilnað á ofaníburðinum fljótlegri, og þess vegna ódýrari, en þann sem nú er við hafður.
Svona tilbúnir vegir ætla ég að muni geta enst lengi með góðri hirðingu, einkum sem þjóðvegir. En í Reykjavíkurbæ geta vegir, sem fylltir eru með moldarkenndu efni, naumast orðið endingargóðir, sem eðlilegt er, vegna hinnar miklu umferðar af hestum og vögnum. Væri því æskilegt að stræti bæjarins væru brúlögð með grjóti.
En brúlegging hefir mikinn kostnað í för með sér, og margir munu álíta það ofætlun fyrir bæinn, einkum eins og nú er ástatt, að byrja á því fyrirtæki. En hefðu bæjarbúar byrjað á að brúleggja bæinn fyrir 20-30 árum síðan, og lagt kafla á ári hverju, en sparað að bera lélegan ofaníburð í göturnar með ærnum kostnaði, þá væru þær vissulega betri yfirferðar en þær eru nú.
En til þess að geta byrjað sem fyrst á þessu þarfa verki, þá hefir mér komið til hugar, að réttast væri, svo framarlega sem hin heiðraða bæjarstjórn sæi fært að útvega nokkra peninga, að nú í haust og vetur yrði byrjað á að undirbúa grjót til brúleggingar, svo stræti bæjarins geti tekið verulegum umbótum, og líka til þess, að veita fátækum verkamönnum í bænum atvinnu, því útlit er fyrir að margir muni þurfa að fá styrk til lífsviðurhalds í vetur af fátækrasjóði bæjarins. Ef nú sumum þeim mönnum, sem þarfnast kynnu slíks styrks, væri þess í stað veitt atvinna við grjótverkið undir umsjón dugandi manns, sem vit hefðir á að segja fyrir þess konar verkum, og halda reikning því viðvíkjandi, þá finnst mér vera tvennt unnið: fyrst það, að útvega mönnum vinnu fyrir þá peninga, sem þeir annars kynnu að fá til láns úr bæjar- eða fátækrasjóði, og sem þeir, ef til vill gætu ekki endurborgað fyrr en seint og síðar meir, vaxtalaust, og hitt, að fá unnið eitt hið þarfasta verk, sem bæjarfélagið í þessu tilliti nokkurn tíma getur gert.
Af því ég hefi nokkuð kynnt mér brúleggingar erlendis, einnig tekið eftir hvað mikið hver faðmur af brúleggingargrjóti mundi kosta hér tilbúinn, þá er ég fús til að veita þær upplýsingar þessu viðvíkjandi, sem mér er framast unnt, ef á þyrfti að halda og byrja mætti á verkinu.
Rvík. 15/10 1884.
Helgi Helgason.


Ísafold, 22. okt. 1884, 11. árg., 42. tbl., bls. 168:

Um vegagjörð.
Þar eð ég hefi oftsinnis orðið þess var, að vegagjörð er ekki svo vel af hendi leyst hér í bænum, sem óskandi væri, þá vil hér með benda á, að aðalskilyrði fyrir því, að vegir þeir sem gjörðir eru að nýju, verði endingargóðir, er, að undirstaða og ofaníburður sé vel vandað; að vegurinn sem lagður er sé vel fylltur með grjóti hæfilega stóru; að því sé vel raðað, að enginn steinn liggi á huldu, að grjótið sé allt jafn hátt, svo ekki beri hærra á einum steininum en öðrum; og að þessi flórlegging sé vel barin niður með svo þungum áslætti, að hæfilegt sé fyrir 2 menn að lyfta honum, og þjappa að flórnum. Þetta grjótlag ætti ekki að vera hærra en svo, að það væri 6 þml. lægra um miðjuna en brúnir vegarins, þannig, að það sé bogadregið niður á við frá báðum hliðum, og að hver hola sem er á milli flórsteinanna, sé fyllt með smærra grjóti, og það barið niður á sama hátt og hið áður nefnda. Þegar flórleggingunni er lokið, ætti að bera góðan ofaníburð ofan á grjótið, en hafa hann ekki meiri en svo, að hann sé jafnhár hleðslunni á brúnum vegarins, (t.d. eins og nú hefir verið gjört við Svínahraunsveginn), láta svo þennan ofaníburð troðast í ár, og svo endurbæta veginn með nýjum og góðum ofaníburði á næsta ári. Þessi ofaníburður þyrfti að vera vel jafn, ekki með stórum malarsteinum innan um sandmoldina, eins og oft hefur verið brúkað.
Reyndar eru menn nú farnir að vanda meir ofaníburð en áður, með því að tína stærsta grjótið úr með höndunum um leið og mokað er upp í vagninn. En þetta er seinlegt verk, og verður því kostnaðarsamt, ef það er vandlega gjört. Hefir mér því komið til hugar, að nauðsynlegt væri að hafa rimlagrind úr járni með hæfilegu millibili á milli teinanna. Grindin ætti að vera 2 ½ alin á lengd og 1 ½ alin á breidd, með tréumgjörð og sívölum járnteinum eftir endilöngu. Ætti grindin að standa hallfleytt upp á endann og styðjast við 2 bakstuðla; flytjast svo þangað sem ofaníburðurinn er tekinn úr jörðinni, og jafnóðum og hann er losaður upp, þá að moka honum á grindina; fellur þá hið smærra öðru megin, en það stóra, sem ekki kemst í gegnum, hinumegin, og álít ég þennan aðskilnað á ofaníburðinum fljótlegri, og þess vegna ódýrari, en þann sem nú er við hafður.
Svona tilbúnir vegir ætla ég að muni geta enst lengi með góðri hirðingu, einkum sem þjóðvegir. En í Reykjavíkurbæ geta vegir, sem fylltir eru með moldarkenndu efni, naumast orðið endingargóðir, sem eðlilegt er, vegna hinnar miklu umferðar af hestum og vögnum. Væri því æskilegt að stræti bæjarins væru brúlögð með grjóti.
En brúlegging hefir mikinn kostnað í för með sér, og margir munu álíta það ofætlun fyrir bæinn, einkum eins og nú er ástatt, að byrja á því fyrirtæki. En hefðu bæjarbúar byrjað á að brúleggja bæinn fyrir 20-30 árum síðan, og lagt kafla á ári hverju, en sparað að bera lélegan ofaníburð í göturnar með ærnum kostnaði, þá væru þær vissulega betri yfirferðar en þær eru nú.
En til þess að geta byrjað sem fyrst á þessu þarfa verki, þá hefir mér komið til hugar, að réttast væri, svo framarlega sem hin heiðraða bæjarstjórn sæi fært að útvega nokkra peninga, að nú í haust og vetur yrði byrjað á að undirbúa grjót til brúleggingar, svo stræti bæjarins geti tekið verulegum umbótum, og líka til þess, að veita fátækum verkamönnum í bænum atvinnu, því útlit er fyrir að margir muni þurfa að fá styrk til lífsviðurhalds í vetur af fátækrasjóði bæjarins. Ef nú sumum þeim mönnum, sem þarfnast kynnu slíks styrks, væri þess í stað veitt atvinna við grjótverkið undir umsjón dugandi manns, sem vit hefðir á að segja fyrir þess konar verkum, og halda reikning því viðvíkjandi, þá finnst mér vera tvennt unnið: fyrst það, að útvega mönnum vinnu fyrir þá peninga, sem þeir annars kynnu að fá til láns úr bæjar- eða fátækrasjóði, og sem þeir, ef til vill gætu ekki endurborgað fyrr en seint og síðar meir, vaxtalaust, og hitt, að fá unnið eitt hið þarfasta verk, sem bæjarfélagið í þessu tilliti nokkurn tíma getur gert.
Af því ég hefi nokkuð kynnt mér brúleggingar erlendis, einnig tekið eftir hvað mikið hver faðmur af brúleggingargrjóti mundi kosta hér tilbúinn, þá er ég fús til að veita þær upplýsingar þessu viðvíkjandi, sem mér er framast unnt, ef á þyrfti að halda og byrja mætti á verkinu.
Rvík. 15/10 1884.
Helgi Helgason.