1883

Þjóðólfur, 3. mars 1883, 35. árg., 11. tbl., bls. 30:

Sæluhúsið á Kolviðarhól.
Þegar ég í síðastliðnum desember var á ferð yfir Hellisheiði, kom ég, eins og lög gjöra ráð fyrir að Kolviðarhóli, var það sumpart af því, að mig langaði til að sjá Sæluhúsið, er svo margir höfðu gefið til, og sem allir hljóta að álíta ómissandi, gjörði ég mér góða von um að geta dvalið þar hálfan klukkutíma óneyddir af kulda; ég styrktist líka í þeirri von, þegar ég lauk upp hurðinni á gestastofunni, því þar blasti við augunum ofn, sem tók upp undir loft, en þegar ég fór betur að gæta að, sá ég að ofn þessi mundi vera settur þarna einungis til málamynda, því ekki sáust nein merki þess að í hann hefði komið eldur, því að hann var allur alþakinn ryði, enda sáust þess ljós merki á húsinu sjálfu, því ekki sást litur á því fyrir slaga og klaka, sem reykjasvælan úr eldhúsinu hafði ekki náð til að bræða. Þessi vanhirðing á húsinu hlýtur að vera mjög skaðleg, og undir eins sorgleg fyrir þá, sem af litlum efnum gáfu til þessa nytsama fyrirtækis; og annaðhvort er það, að sá, sem nú býr í sæluhúsinu á Kolviðarhóli, hefir of lítinn styrk af opinberu fé, eða hann að öðrum kosti er ekki fær um að hafa það til umráða.
Að síðustu vil ég óska þess, að þeir, sem eiga að hafa yfirumsjón með húsinu, vildu sjá um, að þetta nytsama hús verði ekki þannig á fáum árum eyðileggingarinnar bráð.
Ferðamaður.


Þjóðólfur, 3. mars 1883, 35. árg., 11. tbl., bls. 30:

Sæluhúsið á Kolviðarhól.
Þegar ég í síðastliðnum desember var á ferð yfir Hellisheiði, kom ég, eins og lög gjöra ráð fyrir að Kolviðarhóli, var það sumpart af því, að mig langaði til að sjá Sæluhúsið, er svo margir höfðu gefið til, og sem allir hljóta að álíta ómissandi, gjörði ég mér góða von um að geta dvalið þar hálfan klukkutíma óneyddir af kulda; ég styrktist líka í þeirri von, þegar ég lauk upp hurðinni á gestastofunni, því þar blasti við augunum ofn, sem tók upp undir loft, en þegar ég fór betur að gæta að, sá ég að ofn þessi mundi vera settur þarna einungis til málamynda, því ekki sáust nein merki þess að í hann hefði komið eldur, því að hann var allur alþakinn ryði, enda sáust þess ljós merki á húsinu sjálfu, því ekki sást litur á því fyrir slaga og klaka, sem reykjasvælan úr eldhúsinu hafði ekki náð til að bræða. Þessi vanhirðing á húsinu hlýtur að vera mjög skaðleg, og undir eins sorgleg fyrir þá, sem af litlum efnum gáfu til þessa nytsama fyrirtækis; og annaðhvort er það, að sá, sem nú býr í sæluhúsinu á Kolviðarhóli, hefir of lítinn styrk af opinberu fé, eða hann að öðrum kosti er ekki fær um að hafa það til umráða.
Að síðustu vil ég óska þess, að þeir, sem eiga að hafa yfirumsjón með húsinu, vildu sjá um, að þetta nytsama hús verði ekki þannig á fáum árum eyðileggingarinnar bráð.
Ferðamaður.