1880

Þjóðólfur, 18. júní 1880, 32. árg., 17. tbl., bls. 66:

Nýr vegur til lauganna. Að sögn ætla nú eigendur Laugarnessins að fara að leggja hinn eftirþráða veg til lauganna, svo og að byggja þar skjól eða skýli, hvorttveggja einkum fyrir stúlkur þær, sem látnar eru bera þangað þvotta og hingað til hafa orðið að ganga slæman veg og síðan hýma þar við þvotta í hverju sem viðrað hefir. Óskum vér hinum heiðruðu sameignarmönnum og bænum öllum til lukku með það fyrirtæki, því, hvað sem þvottastúlkunum líður, geta laugarnar með því einu móti orðið bænum til gagns og sóma, eins og þær virðast ákvarðaðar til, en reyndar þarf töluvert fé til að leggja, að þær geti orðið fullsæmilegar.


Þjóðólfur, 18. júní 1880, 32. árg., 17. tbl., bls. 66:

Nýr vegur til lauganna. Að sögn ætla nú eigendur Laugarnessins að fara að leggja hinn eftirþráða veg til lauganna, svo og að byggja þar skjól eða skýli, hvorttveggja einkum fyrir stúlkur þær, sem látnar eru bera þangað þvotta og hingað til hafa orðið að ganga slæman veg og síðan hýma þar við þvotta í hverju sem viðrað hefir. Óskum vér hinum heiðruðu sameignarmönnum og bænum öllum til lukku með það fyrirtæki, því, hvað sem þvottastúlkunum líður, geta laugarnar með því einu móti orðið bænum til gagns og sóma, eins og þær virðast ákvarðaðar til, en reyndar þarf töluvert fé til að leggja, að þær geti orðið fullsæmilegar.