1880

Ísafold, 17. feb. 1880, 7. árg., 4. tbl., bls. 14:

Sýslunefndarfundur
Á sýslunefndarfundi Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. jan. var, auk afgreiðslu ýmissa smærri mála, ákveðið:
1. Að Kjósarhreppi skyldi veitast allt að 150 kr. til að launa búfræðingi, með því skilyrði, að landssjóður leggi fram hálfu meira fé.
2. Að alþýðuskólanum í Flensborg skyldi veitast 100 kr. gegn tvöföldu framlagi úr landssjóði.
3. Að brýna fyrir hreppsnefndum að sjá um, að þeir sem ekki eiga land utantúns, og svo þurrabúðarmenn komi hrossum sínum fyrir.
4. Að leita samkomulags við sýslunefndir Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu um hestakaup við Enska.
5. Að oddviti og sýslunefndarmaður fyrir Álftanesshrepp safni skýrslum til næsta fundar (í maímánuði) viðvíkjandi skiptingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö sýslufélög.
6. Að leggja, að svo stöddu, ekkert fé fram til kvennaskólans í Reykjavík.
7. Að leita samkomulags við sýslunefndirnar í Árness-, Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um fjárframlag og samskot til brúargjörðar yfir Elliðaárnar.
8. Að fresta því til næsta fundar að semja fjallskila-reglugjörð.



Ísafold, 17. feb. 1880, 7. árg., 4. tbl., bls. 14:

Sýslunefndarfundur
Á sýslunefndarfundi Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. jan. var, auk afgreiðslu ýmissa smærri mála, ákveðið:
1. Að Kjósarhreppi skyldi veitast allt að 150 kr. til að launa búfræðingi, með því skilyrði, að landssjóður leggi fram hálfu meira fé.
2. Að alþýðuskólanum í Flensborg skyldi veitast 100 kr. gegn tvöföldu framlagi úr landssjóði.
3. Að brýna fyrir hreppsnefndum að sjá um, að þeir sem ekki eiga land utantúns, og svo þurrabúðarmenn komi hrossum sínum fyrir.
4. Að leita samkomulags við sýslunefndir Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu um hestakaup við Enska.
5. Að oddviti og sýslunefndarmaður fyrir Álftanesshrepp safni skýrslum til næsta fundar (í maímánuði) viðvíkjandi skiptingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö sýslufélög.
6. Að leggja, að svo stöddu, ekkert fé fram til kvennaskólans í Reykjavík.
7. Að leita samkomulags við sýslunefndirnar í Árness-, Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um fjárframlag og samskot til brúargjörðar yfir Elliðaárnar.
8. Að fresta því til næsta fundar að semja fjallskila-reglugjörð.