Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Nákvæmni mælinga á bikinnihaldi í íslensku malbiki

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Nákvæmni mælinga á bikinnihaldi í malbiki hafa ekki verið rannsakaðar til hlítar hér á landi. Framkvæmd var samanburðarrannsókn á vegum Vegagerðarinnar, sem er birt í skýrslunni „Malbiksrannsóknir 2018“. Þar er í kafla 2.1 m.a. fjallað um mælingar á bikinnihaldi þriggja mismunandi sýna hjá fjórum prófunarstofum, þremur á Íslandi og einni í Noregi.  Notaðar eru tvær mismunandi aðferðir við mælinguna, annars vegar brunaofn og hins vegar sú aðferð, sem er notuð hjá NMÍ og norsku prófunarstofunni, þar sem bikið er þvegið úr sýninu með leysiefni. Ekki viðist vera afgerandi munur á niðurstöðum með þessum tveimur aðferðum.  Þessar mælingar gefa hugmynd um stærðargráðu fráviks, en miklu umfangsmeiri rannsóknir þarf til að geta fullyrt nokkuð um þetta.  T.d. segir þetta ekkert um endurteknar mælingar sömu prófunarstofu á sömu sýnum.

Tilgangur og markmið:

 

Auka skilning á nákvæmni mælinga á bikinnihaldi í íslensku malbiki. 

Við mælingu á bindiefnisinnihaldi malbiks á Íslandi er tveimur ólíkum aðferðum beitt, annars vegar að leysa það upp og skola því burt í skilvindu (reiknað sem hlutfallsleg þyngd af upphaflegu sýni) og hins vegar að brenna það burt við ákveðið hitastig í ofni og reiknað út á sama hátt. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Statens Vegvesen nota skilvinduaðferðina, en báðar malbikunarstöðvarnar á Íslandi notast við brennsluofna.

Í þessu verkefni verður horft á nákvæmni aðferðanna með því að forblanda þekkta blöndur í rannsóknastofu og mælingar framkvæmdar á þeim. Hingað til hafa mælingar sem reynt hafa að svara slíkum spurningum verið framkvæmdar á blöndum úr massaframleiðslu í malbikunarstöðvum.

Með því að blanda malbiksblöndur á rannsóknastofu Nýsköpunarmiðstöðvar fæst mun nákvæmari uppskrift og þá er öruggara að túlka nákvæmni niðurstaðna.