Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Vegorðasafn - skilgreiningar og skýringar á hugtökum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í því að gera orðasafn yfir öll helstu hugtök sem notuð eru við vegagerð og hafnagerð. Orðasafnið er þannig gert að á eftir uppflettiorði kemur skilgreining á hugtakinu en nánari skýring kemur þar fyrir neðan. Einnig fylgja ensk og norsk hugtök sömu merkingar. Við þessa vinnu er stuðst við ýmsar heimildir og unnið er við að orðtaka skýrslur og erindi sem fjalla um vegagerð, m.a. erindi flutt á ráðstefnum Rannsóknarsjóðs.. Vegorðasafnið er skráð í Oracle Apex og eru nú í grunninum um 2200 orð sem hafa verð samþykkt af orðanefnd. íðorðin eru flokkuð í 11 flokka.

Á árinu 2019 verður vefgrunnurinn uppfærður í nýja útgáfu. Einnig verður settur inn aðskilinn kafli með 1070 hugtökum úr orðasafninu ITS Terminology (Intelligent Transport System Terminology) sem er unnið í samvinnu Norðurlandanna. Hugtökin eru þar birt á öllum norðurlandamálunum og auk þess á ensku. Þjónustudeild hefur unnið þá vinnu fyrir hönd Vg. Hluti fjárveitingar sem hér er sótt um (kr. 800 þúsund) er til að kosta þessa uppfærslu. Ástæðan fyrir því að ITS orðasafninu verður haldið í aðskildum kafla er að það er mikill munur á því og Vegorðasafninu. Í Vegorðasafninu er leitast við að hafa hugtökin í einu orði og þar eru bæði birtar skilgreiningar og skýringar hugtaka. Í ITS safninu eru hugtökin hinsvegar oft í fleiri orðum og þar er einungis birt skilgreining hugtaksins. 

Orðasafnið er á vefslóðinni https://vegordasafn.vegagerdin.is.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangurinn með verkefninu er að gefa út í gagnvirkri vefútgáfu heildstætt safn hugtaka sem notuð eru um vegagerð og hafnagerð. Orðasafninu er nú skipt í eftirtalda 11 flokka: eftirlit, grjótnám og jarðgöng, jarðfræði og jarðtækni, sjóleiðir, steypu-, stál- og trévirki, stjórnsýsla, tæki og áhöld, umferð og umferðaröryggi, umhverfi, vegbúnaður og vegnánd og vegir og veghönnun.