Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Upplýsingar fyrir hjólandi og ferðamenn á eigin vegum um Ísland

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Kortaútgáfa með upplýsingum á ensku fyrir hjólandi og ferðamenn á eigin vegum um Ísland undir heitinu "Cycling- and the independent traveler around Iceland 2019". Á kortinu er feykilegt magn upplýsinga um þjónustu, aðstæður, almenningssamgöngur, umhverfismál, áhugaverða staði og öryggismál fyrir sjálfbær ferðalög um Ísland.

Kortið er svo upplýsandi að allir sem ferðast um landið á eigin vegum, ættu að hafa það aðgengilegt og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar koma fram er varða tjaldsvæði og almenna umgengni við landið.

Fyrir kortaútgáfuna 2019 er stefnt á að setja inn og merkja þær einbreiðu brýr sem verða með hámarkshraðann 50 ásamt upplýsingum í texta um einbreiðar brýr á Íslandi í samvinnu við Vegagerðina. Þá verða merkt inn hvíldarstæði við þjóðveginn samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, uppfærðar upplýsingar um salerni Vegagerðarinnar auk þess að merkja inn og uppfæra upplýsingar um vegavinnu á landinu í samvinnu við Vegagerðina.

Kortið verður prentað í 40.000 eintökum og verður í frídreifingu um allt land í júní, júlí og ágúst 2019. 

Einnig verður það uppfært á vefnum www.cyclingiceland.is, sett inn þar til niðurhals í pdf, ásamt þeim textum sem þarf að endurskrifa og bæta við á vefinn.  

Tilgangur og markmið:

 

Kortið Cycling- and the independent traveler around Iceland 2019 nýtur algjörar sérstöðu er varðar gæði og miðlun upplýsinga í frídreifingu fyrir ferðamenn á Íslandi. Til þess að efla umhverfis- öryggisvitund ferðalanga um landið teljum við brýnt að setja inn þessar upplýsingar á kortið:

·        Merkja inn þær einbreiðu brýr sem verða með hámarkshraðann 50 ásamt upplýsingum í texta um einbreiðar brýr á Íslandi – óskum eftir samvinnu við Vegagerðina

·        Merkja inn hvíldarstæði við þjóðveginn samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni

·        Merkja inn og uppfæra upplýsingar um salerni Vegagerðarinnar

·        Merkja inn og uppfæra upplýsingar um vegavinnu á landinu í samvinnu við Vegagerðina

Í dag eru þessar upplýsingar nánast ósýnilegar ferðamönnum á eigin vegum um landið. Vonandi verður kortið hvatning til ferðamanna að nýta þá þjónustu og aðbúnað sem Vegagerðin býður uppá við þjóðvegina OG að þeir geti betur áttað sig á þeim sérstöku aðstæðum sem er að finna á þjóðvegum landins er kemur að einbreiðum brúm og hvíldarstæðum þar sem hægt er að stöðva bíla við þjóðveginn án þess að skapa hættu fyrir aðra vélknúna umferð.