Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Endurunnið malbik á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Það eru mikil verðmæti fólgin í endurvinnslu. En afhverju er malbik ekki endurunnið í meira magni á Íslandi?
Tilgangur rannsóknarinnar er að gera ítarlegt yfirlit yfir endurunnið malbik á Íslandi, rannsaka ónýtta möguleika þess að endurnýta malbik og rannsaka afhverju malbik er ekki endurunnið meira hér á landi. Rannsóknin mun samanstanda úr þremur þáttum; A) Lífsferilsgreiningu, B) Efnahagslegri greiningu og C) Tæknilegri greiningu á hvernig mætti auka endurnýtingu malbiks á Íslandi. Niðurstöðum verður skilað á formi skýrslu með ítarlegt yfirlit yfir fræst malbik og notkun þess á Íslandi í dag. Þar að auki, umhverfis- og efnahagslegir sparnaðar möguleikar og tæknilega úrvinnslu þess að auka endurnotkun malbiks. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru orðnar ljósar verður efnt til umræðu milli vegagerðarinnar og helstu malbikunarstöðva til að ræða endurnýtingu malbiks.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur rannsóknarinnar er að gera ítarlegt yfirlit yfir endurunnið malbik á Íslandi, rannsaka ónýtta möguleika þess að endurnýta malbik og rannsaka afhverju malbik er ekki endurunnið meira hér á landi. Rannsóknin mun samanstanda úr þremur þáttum; A) Lífsferilsgreiningu, B) Efnahagslegri greiningu og C) Tæknilegri greiningu á hvernig mætti auka endurnýtingu malbiks á Íslandi.

A) Lífsferilgreiningin mun bera saman tvær atburðarásir; núverandi endurvinnsla malbiks og ef allt hreint fræst malbik yrði endurunnið. Lífsferilsgreiningin felur í sér byggingar-, notkunar- og urðunarstig vega. Þegar gert hefur verið grein fyrir þeim umhverfislegum ávinningi sem fengin yrði af 1 km af veg má tengja þær niðurstöður við magn fræsts malbiks á Íslandi og reikna umhverfissparnað á landsvísu ef allt fræst malbik væri endurunnið.

B) Efnahagslega greiningin mun svara spurningunni: Hver er efnahagslegur ávinningur kaupanda og samfélagsins ef malbik á Íslandi væri endurunnið. Hér þyrfti að taka til greina þann kostnað sem fylgir því að endurnýta malbik t.d. mulningur og íblöndunarefni. Ekki kæmi á óvart ef að ávinningurinn sem hlytist af þessu verkefni yrði sá að dregið yrði úr innfluttum efnum, svosem steinefnum og asphalt bindiefni, og magni urðaðra auðlinda. Áhugavert verður þó að kanna afhverju malbik er ekki endurunnið að fullu á Íslandi og hvað stendur í vegi fyrir því. 

C) Tæknilega greiningin. Til þess að kanna þetta verður athugað hvaða tæknilegu og samfélagslegu áskoranir eru fyrir vegi, hvernig lagalegu umhverfinu er háttað og hvernig eigi að breyta verkferlum til þess að uppfylla staðla um malbiks útlagnir með endurunnu malbiki. Þessi rannsókn mun, þess vegna fara yfir nýjustu rannsóknir á endurunnu malbiki til að gera grein fyrir hvort það séu einhverjar takmarkanir á gæði endurunna malbiksins sem og, hvort takmarkanir séu á hversu oft má endurvinna malbik.

Að lokum verður gert grein fyrir helstu niðurstöðum og meðmælum verkefnisins. Ef niðurstöður verkefnisins staðfesta erlendar rannsóknir um umhverfis-, efnahags- og tæknilegri hagkvæmni verður efnt til umræðu milli helstu kaupanda og verktaka malbiks til að ræða hvernig má auka endurvinnslu malbiks á Íslandi.