Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Grímsvatnahlaup: vatnsgeymir, upphaf og rennsli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

1. Vöktun vatnshæðar í Grímsvötnum

2. Mæling afkomu og ísskriðs á ísa- og vatnasviði Grímsvatna

3. Mat á afrennsli yfirborðsleysingavatns til Grímsvatna

5. Könnun á vatnsrás í jökulhlaupum frá Grímsvötnum með úrvinnslu

     safns gervitunglagagna og GPS mælingum á jökli

5. Athugun á þróun þykktar íshellunnar í Grímsvötnum

6. Áframhaldandi þróun reiknilíkana sem lýsa jökulhlaupum

 

Tilgangur og markmið:

 

Vöktun Grímsvatna.

Fylgst verður með söfnun vatns í Grímsvötnum og metið hvenær líklegt er að hlaup verði og hve stórt það gæti orðið. Metnar verða líkur á jökulhlaupum og stærð þeirra frá Grímsvötnum.   Þá verður fylgst með vatnshæð Grímsvatna á hverjum tíma og veðvörun gefin ef hlaup hefur hafist.  Þá verur fylgst með hve mikið vatn getur safnast fyri í Grímsvötnum, en möglegt rúmtak þeirra hefur minnkað á síðustu árum. Fylgst verður með breytingum vegna eldvirkni og jarðhita sem hafa áhrif á vatnssöfnun í Grímsvötn og hættu vegna jökulhlaupa.   

Vatnsmagn á hverjum tíma er metið út frá hæð íshellu Grímsvatna sem mæld er  tækjabúnaði í Grímsvötnum og á Grímsfjalli, auk mælinga og athugana í ferðum um Grímsvötn og notkun ýmissa fjarkönnunargagna. Gögn frá  mælistöð til vöktunar á vatnshæð Grímsvatna hafa þegar nýst til að vara við Grímsvatnahlaupi með dags fyrirvara.   Gagna er  aflað m.a. með íssjá og GPS sniðmælingum til að fylgjast með breytingum í stærð vatnsgeymis Grímsvatna, lögun yfirborðs og botns íshellu Grímsvatna.  Ísstífla Grímsvatna laskaðist mjög í hlaupinu í kjölfar Gjálpargosinu 1996 og einnig vegna aukins jarðhita með suðurbrún Grímsfjalls í kjölfar eldgosanna 1998, 2004 og 2011.  Fyglst verður með því hvernig ísstíflan þróast og hvort stefni að því í náinni framtíð að verulegt vatn geti safnast fyrir í Grímsvötnum eins og raunin var í ártugi fyrir atburðina 1996. Einnig eru unnin eða aflað nákvæmra yfirborðshæðarlíkan sem gerð eru eftir flug- og gervihnattamælingum, til að fylgjast með breytingum í Grímsvötnum og nágrenni þeirra. Afkomumælingar eru gerðar (og stafræn kort af dreifingu afkomunnar) á ísa og vatnsviði Grímsvatnalægðarinnar og þær m.a. notaðar til að meta rúmmál bræðsluvatns af yfirborði sem fellur til Grímsvatna. Ísflæði til íshellu Grímsvatna er metið með mælingu á ísskriði gegnum þversnið við norður og austurbrúnir þeirra.

Röð nýlegra yfirborðshæðarlíkana má nota með eldri gögnum um yfirborð sem tiltæk eru til að meta heildarafkomu svæðisins á nokkrum tímabilum síðustu áratugi (var gert 2018, sjá. Reynolds og fl. 2018). Þessi gögn nýtast ásamt fleiru til að endurmeta varmaafl Grímsvatna.  Gögn um Grímsvatnahlaup hafa í áratugi á heimsvísu verið nýtt til að auka skilning á eðli jökulhaupa og þróa eðlisfræðilega lýsingu á hegðun þeirra og reiknilíkön til að herma þau.